Ótrúlega skrýtið að sjá Val: „Þetta er andlegt þrot“ Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2025 17:30 Valur er með þrautreyndar landsliðskonur í sínum röðum en ekkert hefur gengið upp hjá liðinu í Bestu deildinni í sumar. vísir/Jón Gautur „Það er bara eitthvað andlegt þrot í gangi þarna,“ sagði Mist Edvardsdóttir, fyrrverandi leikmaður Vals, um skelfilega stöðu Valsliðsins sem var til umræðu í nýjasta þætti Bestu markanna. Eftir mikla velmegun síðastliðinn áratug eru Valskonur núna í sjöunda sæti Bestu deildarinnar með aðeins níu stig eftir níu leiki, tveimur stigum frá fallsæti en heilum þrettán frá toppliðunum Breiðabliki, FH og Þrótti. Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við Valsliðinu í vetur og þrátt fyrir að vera komnir með liðið í undanúrslit Mjólkurbikarsins er gengið í Bestu deildinni svo afleitt að staða þeirra hlýtur í það minnsta að vera til skoðunar, að mati sérfræðinga Bestu markanna. Umræðuna um Val má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Andlegt þrot Valskvenna Valur tapaði 2-1 á heimavelli gegn nýliðum Fram á sunnudaginn og þarf að vinna spútniklið FH á laugardaginn til þess að þurfa ekki að sitja í fallhluta deildarinnar allt EM-hléið, fram til 24. júlí. „Þær voru bara fínar í fyrri hálfleik, ekkert frábærar, en með yfirhöndina. Þær enduðu fyrri hálfleikinn sterkt. Fanndís með skot í stöng og svo áttu þær klárlega að fá víti. Eftir fyrri hálfleikinn var maður með þá tilfinningu að þær væru að fara að sigla þessu heim. Svo byrja þær seinni hálfleikinn illa og það er eins og þær brotni gjörsamlega andlega. Þær spila ítrekað frá sér í dauðafæri, sjálfar, og maður sér vonleysið í þeim öllum,“ sagði Mist. „Ótrúlega skrýtið að horfa á þetta“ Þess ber að geta að þó að Valur hafi látið sterka leikmenn fara í Katie Cousins og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur þá eru til að mynda í liðinu tvær sem fara á EM í sumar, þær Natasha Anasi og Berglind Rós Ágústsdóttir, og svo Fanndís Friðriksdóttir og Elísa Viðarsdóttir sem voru afar nálægt því. „Þær eru í stökustu vandræðum allan seinni hálfleikinn, bara í að spila sig út. Þær finna engar lausnir. Engin svör. Sendingafeilar… Það er ótrúlegt að horfa á þetta,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir sem er vön því að keppa um titla við Val með Breiðabliki. „Það er ótrúlega skrýtið að horfa á þetta. Liðið er í sjöunda sæti. Þetta er andlegt þrot, og eflaust líkamlegt líka. Þetta er mjög áhugavert. Þær eru að fá nýliða á sinn heimavöll. Það er ekkert auðvelt að mæta á Hlíðarenda,“ sagði Ásta og Mist greip inn í: „Valur er með tíu mörk skoruð! Næstminnst af öllum liðum!“ Besta deild kvenna Valur Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira
Eftir mikla velmegun síðastliðinn áratug eru Valskonur núna í sjöunda sæti Bestu deildarinnar með aðeins níu stig eftir níu leiki, tveimur stigum frá fallsæti en heilum þrettán frá toppliðunum Breiðabliki, FH og Þrótti. Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við Valsliðinu í vetur og þrátt fyrir að vera komnir með liðið í undanúrslit Mjólkurbikarsins er gengið í Bestu deildinni svo afleitt að staða þeirra hlýtur í það minnsta að vera til skoðunar, að mati sérfræðinga Bestu markanna. Umræðuna um Val má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Andlegt þrot Valskvenna Valur tapaði 2-1 á heimavelli gegn nýliðum Fram á sunnudaginn og þarf að vinna spútniklið FH á laugardaginn til þess að þurfa ekki að sitja í fallhluta deildarinnar allt EM-hléið, fram til 24. júlí. „Þær voru bara fínar í fyrri hálfleik, ekkert frábærar, en með yfirhöndina. Þær enduðu fyrri hálfleikinn sterkt. Fanndís með skot í stöng og svo áttu þær klárlega að fá víti. Eftir fyrri hálfleikinn var maður með þá tilfinningu að þær væru að fara að sigla þessu heim. Svo byrja þær seinni hálfleikinn illa og það er eins og þær brotni gjörsamlega andlega. Þær spila ítrekað frá sér í dauðafæri, sjálfar, og maður sér vonleysið í þeim öllum,“ sagði Mist. „Ótrúlega skrýtið að horfa á þetta“ Þess ber að geta að þó að Valur hafi látið sterka leikmenn fara í Katie Cousins og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur þá eru til að mynda í liðinu tvær sem fara á EM í sumar, þær Natasha Anasi og Berglind Rós Ágústsdóttir, og svo Fanndís Friðriksdóttir og Elísa Viðarsdóttir sem voru afar nálægt því. „Þær eru í stökustu vandræðum allan seinni hálfleikinn, bara í að spila sig út. Þær finna engar lausnir. Engin svör. Sendingafeilar… Það er ótrúlegt að horfa á þetta,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir sem er vön því að keppa um titla við Val með Breiðabliki. „Það er ótrúlega skrýtið að horfa á þetta. Liðið er í sjöunda sæti. Þetta er andlegt þrot, og eflaust líkamlegt líka. Þetta er mjög áhugavert. Þær eru að fá nýliða á sinn heimavöll. Það er ekkert auðvelt að mæta á Hlíðarenda,“ sagði Ásta og Mist greip inn í: „Valur er með tíu mörk skoruð! Næstminnst af öllum liðum!“
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira