Lárus sagði leikmenn ÍA hætta og stjórnendur sofa á verðinum Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 14:16 Lárus Orri Sigurðsson hefur síðustu misseri getið sér gott orð sem sérfræðingur í sjónvarpi en snýr nú aftur í þjálfun. Sýn Sport „Það kæmi mér á óvart ef þeir myndu fara aftur í Jóa Kalla,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson í Stúkunni á mánudagskvöld, þegar rætt var um þjálfaramálin hjá ÍA. Nú hefur hann verið ráðinn þjálfari liðsins. Lárus Orri var óvænt tilkynntur sem næsti þjálfari ÍA í dag en hann mun taka við liðinu eftir leikinn við Stjörnuna í Bestu deildinni á morgun, og stýra því út tímabilið. Það hefur óhjákvæmilega áhrif á störf hans fyrir Stúkuna á Sýn Sport, þar sem Lárus hefur getið sér gott orð sem sérfræðingur um íslenska boltann. Þeir Albert Brynjar Ingason hafa myndað stórskemmtilegt par og voru einmitt í settinu hjá Guðmundi Benediktssyni á mánudagskvöld, sama dag og Jón Þór Hauksson var látinn taka pokann sinn hjá ÍA. Umræðu þeirra um ákvörðun forráðamanna ÍA, og Skagaliðið sem er neðst í Bestu deildinni og hafði tapað 4-1 gegn Aftureldingu á sunnudaginn, má sjá hér að neðan. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta hafi verið það rétta í stöðunni eða ekki. En þetta er búið að vera rosalega erfitt. Það er ekki nóg með að þeir séu neðstir í deildinni og gengið mjög illa heldur hafa þeir verið að tapa leikjum mjög illa,“ sagði Lárus um Skagaliðið á mánudaginn. ÍA hefur nefnilega tapað nokkuð stórt í sumum leikjum í sumar; 5-0 gegn KR, 5-1 gegn Val, 3-0 gegn ÍBV og 4-1 gegn Aftureldingu. „Það sem maður hefur verið að sjá, ekki bara [gegn Aftureldingu] heldur fyrr á tímabilinu er að þeir hætta. Hálfpartinn gefast upp,“ sagði Lárus og hélt áfram: „Maður sér það. Það er alveg áþreifanlegt hjá liðinu að trúin hverfur. Auðvitað er það þannig að ef það gengur illa hjá liðum þá fer sjálfstraustið, en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt.“ ÍA hefur fengið á sig 28 mörk í fyrstu 11 umferðunum í ár en fékk aðeins 31 mark á sig í 22 umferðum í fyrra, áður en deildinni var skipt upp. Segja má að hrunið hafi því verið algjört og stjórnendur sáu ekki annan kost en að láta Jón Þór fara: „Ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt. Ef maður hugsar um það og skoðar stöðuna á liðinu,“ sagði Lárus. Sagði stjórnendur ÍA hafa verið sofandi í vetur Guðmundur velti upp þeirri spurningu hvort að Jóhannes Karl Guðjónsson, sem nú þjálfar í Danmörku, myndi taka við ÍA á nýjan leik en Lárus, sem mögulega vissi meira en aðrir, taldi það ólíklegt: „Mér fyndist það skrýtið. Hann var þarna áður en hann varð aðstoðarþjálfari landsliðsins og manni fannst þetta komið undir lok hjá honum með Skagann þá. Þá var hann búinn að vera þónokkur ár með þeim og kláraði tímabilið áður á því að bjarga þeim frá falli með 3-2 sigri í Keflavík í síðasta leik. Það kæmi mér á óvart ef þeir myndu fara aftur í Jóa Kalla.“ Lárus sagði einnig um sína nú nýju vinnuveitendur, í umræðu um leikmannamál ÍA, að þeir hefðu „klárlega verið svolítið sofandi“ á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Það styttist einmitt í opnun félagaskiptagluggans á ný, um miðjan júlí: „Það er mikið sem þarf að gera í þessum hópi,“ sagði Albert og nú er sú vinna komin á herðar hans kæra fyrrverandi kollega. Besta deild karla ÍA Stúkan Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Lárus Orri var óvænt tilkynntur sem næsti þjálfari ÍA í dag en hann mun taka við liðinu eftir leikinn við Stjörnuna í Bestu deildinni á morgun, og stýra því út tímabilið. Það hefur óhjákvæmilega áhrif á störf hans fyrir Stúkuna á Sýn Sport, þar sem Lárus hefur getið sér gott orð sem sérfræðingur um íslenska boltann. Þeir Albert Brynjar Ingason hafa myndað stórskemmtilegt par og voru einmitt í settinu hjá Guðmundi Benediktssyni á mánudagskvöld, sama dag og Jón Þór Hauksson var látinn taka pokann sinn hjá ÍA. Umræðu þeirra um ákvörðun forráðamanna ÍA, og Skagaliðið sem er neðst í Bestu deildinni og hafði tapað 4-1 gegn Aftureldingu á sunnudaginn, má sjá hér að neðan. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta hafi verið það rétta í stöðunni eða ekki. En þetta er búið að vera rosalega erfitt. Það er ekki nóg með að þeir séu neðstir í deildinni og gengið mjög illa heldur hafa þeir verið að tapa leikjum mjög illa,“ sagði Lárus um Skagaliðið á mánudaginn. ÍA hefur nefnilega tapað nokkuð stórt í sumum leikjum í sumar; 5-0 gegn KR, 5-1 gegn Val, 3-0 gegn ÍBV og 4-1 gegn Aftureldingu. „Það sem maður hefur verið að sjá, ekki bara [gegn Aftureldingu] heldur fyrr á tímabilinu er að þeir hætta. Hálfpartinn gefast upp,“ sagði Lárus og hélt áfram: „Maður sér það. Það er alveg áþreifanlegt hjá liðinu að trúin hverfur. Auðvitað er það þannig að ef það gengur illa hjá liðum þá fer sjálfstraustið, en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt.“ ÍA hefur fengið á sig 28 mörk í fyrstu 11 umferðunum í ár en fékk aðeins 31 mark á sig í 22 umferðum í fyrra, áður en deildinni var skipt upp. Segja má að hrunið hafi því verið algjört og stjórnendur sáu ekki annan kost en að láta Jón Þór fara: „Ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt. Ef maður hugsar um það og skoðar stöðuna á liðinu,“ sagði Lárus. Sagði stjórnendur ÍA hafa verið sofandi í vetur Guðmundur velti upp þeirri spurningu hvort að Jóhannes Karl Guðjónsson, sem nú þjálfar í Danmörku, myndi taka við ÍA á nýjan leik en Lárus, sem mögulega vissi meira en aðrir, taldi það ólíklegt: „Mér fyndist það skrýtið. Hann var þarna áður en hann varð aðstoðarþjálfari landsliðsins og manni fannst þetta komið undir lok hjá honum með Skagann þá. Þá var hann búinn að vera þónokkur ár með þeim og kláraði tímabilið áður á því að bjarga þeim frá falli með 3-2 sigri í Keflavík í síðasta leik. Það kæmi mér á óvart ef þeir myndu fara aftur í Jóa Kalla.“ Lárus sagði einnig um sína nú nýju vinnuveitendur, í umræðu um leikmannamál ÍA, að þeir hefðu „klárlega verið svolítið sofandi“ á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Það styttist einmitt í opnun félagaskiptagluggans á ný, um miðjan júlí: „Það er mikið sem þarf að gera í þessum hópi,“ sagði Albert og nú er sú vinna komin á herðar hans kæra fyrrverandi kollega.
Besta deild karla ÍA Stúkan Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira