Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. júní 2025 14:01 Lárus Orri var ekki lengi að bregðast við þegar kallið kom frá uppeldisfélaginu ÍA. vísir / sigurjón Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari ÍA í gær eftir fremur stuttar samningaviðræður við stjórnarmenn félagsins. Hann tekur við uppeldisliðinu í erfiðri stöðu, á ærið verkefni fyrir höndum þar og segir blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja samstarfsfélaga í Stúkunni. „Þetta kom þannig til að ég fékk símtal frá stjórnarmönnum á Akranesi á fimmtudagskvöldið, svo gekk þetta nokkuð hratt fyrir sig og sólarhring síðar komust við að samkomulagi, svo skrifaði ég undir á laugardag“ sagði Lárus í samtali við íþróttadeild. Erfitt gengi en öflugur leikmannahópur ÍA er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins níu stig og átta töp eftir ellefu umferðir. „Það er búið að ganga erfiðlega, en það er mjög öflugur leikmannahópur þarna og öflugt starfsfólk í kringum þetta allt saman, þannig að vonandi náum við að bæta úr genginu“ sagði Lárus sem mun þó ekki standa á hliðarlínunni í leik kvöldsins gegn Stjörnunni. Hann ætlar að fylgjast með úr stúkunni og leyfa aðstoðarþjálfaranum Dean Martin að stýra leiknum sem hann hefur undirbúið alla vikuna. Albert enn að jafna sig Lárus tekur svo við að fullu hjá ÍA frá og með morgundeginum, og kveður á sama tíma starf sitt sem sérfræðingur Stúkunnar, umfjöllunarþáttar Bestu deildarinnar á Sýn Sport. „Það eru alveg blendnar tilfinningar. Búið að vera mjög gaman að starfa í Stúkunni, frábært fólk í kringum þetta og búið að vera mjög gaman undanfarin ár. Ég hlakka mikið til að horfa á þáttinn.“ Lárus hefur starfað sem sérfræðingur Stúkunnar og átt sérlega skemmtilegt samstarf með Alberti Brynjari Ingasyni.sýn sport / stúkan Átti Albert Brynjar, þinn besti vinur, erfitt með þetta? „Mjög svo, hann er ekki búinn að jafna sig ennþá. Ég held að hann sé bara heima að sleikja sárin“ sagði Lárus léttur að lokum. Nánar verður rætt við Lárus í Sportpakka Sýnar að loknum kvöldfréttum. Leikur ÍA og Stjörnunnar er svo í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland klukkan korter yfir sjö. Besta deild karla ÍA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
„Þetta kom þannig til að ég fékk símtal frá stjórnarmönnum á Akranesi á fimmtudagskvöldið, svo gekk þetta nokkuð hratt fyrir sig og sólarhring síðar komust við að samkomulagi, svo skrifaði ég undir á laugardag“ sagði Lárus í samtali við íþróttadeild. Erfitt gengi en öflugur leikmannahópur ÍA er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins níu stig og átta töp eftir ellefu umferðir. „Það er búið að ganga erfiðlega, en það er mjög öflugur leikmannahópur þarna og öflugt starfsfólk í kringum þetta allt saman, þannig að vonandi náum við að bæta úr genginu“ sagði Lárus sem mun þó ekki standa á hliðarlínunni í leik kvöldsins gegn Stjörnunni. Hann ætlar að fylgjast með úr stúkunni og leyfa aðstoðarþjálfaranum Dean Martin að stýra leiknum sem hann hefur undirbúið alla vikuna. Albert enn að jafna sig Lárus tekur svo við að fullu hjá ÍA frá og með morgundeginum, og kveður á sama tíma starf sitt sem sérfræðingur Stúkunnar, umfjöllunarþáttar Bestu deildarinnar á Sýn Sport. „Það eru alveg blendnar tilfinningar. Búið að vera mjög gaman að starfa í Stúkunni, frábært fólk í kringum þetta og búið að vera mjög gaman undanfarin ár. Ég hlakka mikið til að horfa á þáttinn.“ Lárus hefur starfað sem sérfræðingur Stúkunnar og átt sérlega skemmtilegt samstarf með Alberti Brynjari Ingasyni.sýn sport / stúkan Átti Albert Brynjar, þinn besti vinur, erfitt með þetta? „Mjög svo, hann er ekki búinn að jafna sig ennþá. Ég held að hann sé bara heima að sleikja sárin“ sagði Lárus léttur að lokum. Nánar verður rætt við Lárus í Sportpakka Sýnar að loknum kvöldfréttum. Leikur ÍA og Stjörnunnar er svo í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland klukkan korter yfir sjö.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira