Rúnar hefur einnig verið ráðinn sem rekstrarstjóri handknattleiksdeildar og yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu hjá Fram.
„Það er virkilega ánægjulegt að fá Rúnar á fullu inn í starfið og við bindum miklar vonir við að geta nýtt okkur þekkingu hans og reynslu á enn fleiri vígstöðvum,” segir Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Fram, í tilkynningunni.
„Ég er virkilega spenntur fyrir þessu hlutverki og vona að ég geti staðið undir væntingum og haldið áfram með það góða starf sem hér hefur verið unnið,“ segir Rúnar í tilkynningunni.