Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Aron Guðmundsson skrifar 24. júní 2025 15:01 Lárus Orri er nýráðinn þjálfari ÍA. vísir / sigurjón Baldur Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni, furðaði sig á fjarveru nýráðins þjálfara ÍA, Lárusar Orra Sigurðssonar í leik Skagamanna gegn Stjörnunni um síðastliðna helgi sem tapaðist 3-0. Ef að Lárus, sem var sérfræðingur í Stúkunni áður, hefði verið í setti hefði hann spurt sig hvaða kjaftæði væri í gangi. ÍA greindi frá ráðningu Lárusar Orra út yfirstandandi tíambil á laugardagsmorgni og tekur hann við stjórnartaumunum af Jóni Þóri Haukssyni. ÍA, sem vermir botnsæti Bestu deildarinnar átti leik á heimavelli gegn Stjörnunni rúmum sólarhring seinna en í stað þess að vera á hliðarlínunni í þeim leik sat Lárus Orri hjá og Dean Martin aðstoðarþjálfari, sem var einnig aðstoðarþjálfari í tíð Jóns Þórs, stýrði liði ÍA. „Af hverju tók Lárus Orri ekki bara þennan leik?“ spurði Baldur í Stúkunni. „Mér finnst þetta bara vera leikur sem fór í súginn. Möguleg þrjú stig. Það er tilkynnt um ráðningu hans á laugardagsmorgni. Ég er hundrað prósent viss um að ef Lárus Orri hefði setið hérna þá hefði hann sagt: „Hvaða kjaftæði er þetta?“ Klippa: Lárus hefði sagt „Hvaða kjaftæði er þetta?“ „Þú ert mættur þarna á laugardagsmorgni, taktu bara æfingu með liðinu og vertu með leikinn. Berðu lífi í strákana og fáðu þá strax inn. Það er kannski bara það eina sem þarf, smá ferskleika. Mér finnst þetta skrítið,“ sagði Baldur og spurði félaga sína í settinu hvort það væri bara honum sem þætti þetta skrítið. „Nei nei,“ svaraði Ólafur Kristjánsson og hélt svo áfram. „Stjórn knattspyrnudeildar ÍA tekur þá ákvörðun að Jón Þór eigi að hætta. Dean Martin er búinn að vera með honum og tekur leikinn gegn Stjörnunni. Það má alveg ræða það af hverju Lárus Orri tók ekki leikinn. Þurftu leikmennirnir kannski, fyrst að þessi ákvörðun var tekin, að fá nýju röddina bara inn strax þannig að það væri farið inn í þennan leik með hreint blað. Það er ekki mikið sem þjálfari getur gert á þessum litla tíma en kannski bara það að fá hann inn í klefann, og vera röddin í klefanum fyrir þennan leik, hefði kannski geta gert eitthvað. En nú sitjum við eftir leik og þessa niðurstöðu að ræða um þetta. Það er aldrei nein ein leið rétt í þessu en þetta er vissulega punktur sem má velta upp og ræða.“ Nánari umræðu í Stúkunni um komandi þjálfaratíð Lárusar Orra með lið ÍA má sjá hér fyrir ofan. Stúkan Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari ÍA í gær eftir fremur stuttar samningaviðræður við stjórnarmenn félagsins. Hann tekur við uppeldisliðinu í erfiðri stöðu, á ærið verkefni fyrir höndum þar og segir blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja samstarfsfélaga í Stúkunni. 22. júní 2025 14:01 Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
ÍA greindi frá ráðningu Lárusar Orra út yfirstandandi tíambil á laugardagsmorgni og tekur hann við stjórnartaumunum af Jóni Þóri Haukssyni. ÍA, sem vermir botnsæti Bestu deildarinnar átti leik á heimavelli gegn Stjörnunni rúmum sólarhring seinna en í stað þess að vera á hliðarlínunni í þeim leik sat Lárus Orri hjá og Dean Martin aðstoðarþjálfari, sem var einnig aðstoðarþjálfari í tíð Jóns Þórs, stýrði liði ÍA. „Af hverju tók Lárus Orri ekki bara þennan leik?“ spurði Baldur í Stúkunni. „Mér finnst þetta bara vera leikur sem fór í súginn. Möguleg þrjú stig. Það er tilkynnt um ráðningu hans á laugardagsmorgni. Ég er hundrað prósent viss um að ef Lárus Orri hefði setið hérna þá hefði hann sagt: „Hvaða kjaftæði er þetta?“ Klippa: Lárus hefði sagt „Hvaða kjaftæði er þetta?“ „Þú ert mættur þarna á laugardagsmorgni, taktu bara æfingu með liðinu og vertu með leikinn. Berðu lífi í strákana og fáðu þá strax inn. Það er kannski bara það eina sem þarf, smá ferskleika. Mér finnst þetta skrítið,“ sagði Baldur og spurði félaga sína í settinu hvort það væri bara honum sem þætti þetta skrítið. „Nei nei,“ svaraði Ólafur Kristjánsson og hélt svo áfram. „Stjórn knattspyrnudeildar ÍA tekur þá ákvörðun að Jón Þór eigi að hætta. Dean Martin er búinn að vera með honum og tekur leikinn gegn Stjörnunni. Það má alveg ræða það af hverju Lárus Orri tók ekki leikinn. Þurftu leikmennirnir kannski, fyrst að þessi ákvörðun var tekin, að fá nýju röddina bara inn strax þannig að það væri farið inn í þennan leik með hreint blað. Það er ekki mikið sem þjálfari getur gert á þessum litla tíma en kannski bara það að fá hann inn í klefann, og vera röddin í klefanum fyrir þennan leik, hefði kannski geta gert eitthvað. En nú sitjum við eftir leik og þessa niðurstöðu að ræða um þetta. Það er aldrei nein ein leið rétt í þessu en þetta er vissulega punktur sem má velta upp og ræða.“ Nánari umræðu í Stúkunni um komandi þjálfaratíð Lárusar Orra með lið ÍA má sjá hér fyrir ofan.
Stúkan Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari ÍA í gær eftir fremur stuttar samningaviðræður við stjórnarmenn félagsins. Hann tekur við uppeldisliðinu í erfiðri stöðu, á ærið verkefni fyrir höndum þar og segir blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja samstarfsfélaga í Stúkunni. 22. júní 2025 14:01 Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari ÍA í gær eftir fremur stuttar samningaviðræður við stjórnarmenn félagsins. Hann tekur við uppeldisliðinu í erfiðri stöðu, á ærið verkefni fyrir höndum þar og segir blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja samstarfsfélaga í Stúkunni. 22. júní 2025 14:01