Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ Árni Gísli Magnússon skrifar 27. júní 2025 21:30 Srdjan Tufegdzic er þjálfari Valsmanna og hann ætlar ekki að rífast við Óskar Hrafn Þorvaldsson í fjölmiðlum. Vísir/Pawel Valur vann öruggan 5-2 útisigur á KA í þrettándu umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Gestirnir komust snemma í tveggja marka forystu áður en KA minnkaði muninn rétt fyrir hálfleiksflautið. Valsmenn gengu svo á lagið í síðari hálfleik og kláraðu leikinn örugglega. Srdjan Tufegdzic, eða Túfa, þjálfari Vals var sáttur með sigur gegn sínu gamla félagi. „Mjög sáttur. Rosalega erfiður útivöllur og það koma ekki mörg lið hér til Akureyrar og skora fimm mörk og eiga svona frammistöðu eins og við áttum í dag og bara mjög ánægður með strákana mína.“ Valsmenn komust snemma leiks í 2-0 en KA minnkaði muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Valur hefði þó auðveldlega geta verið með stærri forystu í hálfleik en Túfa var ósáttari að hafa fengið mark á sig en færin sem fóru forgörðum. Með góða stjórn og góð orka í liðinu „Ég var bara ósáttur að við leyfum þeim að fá mark hérna í lok fyrri hálfleiks þegar við vorum með mjög flotta frammistöðu í rauninni frá upphafi til enda hérna í hálfleik og fengum veit ekki hvað mörg skot í stöng og bara með góða stjórn og góð orka í liðinu. Svekkjandi var í rauninni að fá þetta mark, ekki að við vorum ekki að skora fleiri, en enn og aftur ég vissi að KA menn gefast ekki upp og þeir byrja seinni hálfleik betri en við og bara hörkuleikur svona fyrstu 10-15 mínútur þangað til við skorum þriðja markið sem í rauninni bara klárar leikinn“ Valur hefur náð í 5 sigra í síðustu 6 leikjum og segir Túfa marga þætti spila inn í gott gengi liðsins. „Bara mikil orka í liðinu, erum að leggja hart að okkur og búnir að gera það í allan vetur, svo inn á milli koma alltaf svona tapleikir sem slógu okkur aldrei af laginu og við erum að halda okkar striki áfram og þannig verður það bara á meðan ég er hér og menn eru að uppskera núna fyrir alla vinnuna sem þeir hafa unnið. Enn og aftur bara mjög glaður í dag en það er bara leikur á þriðjudaginn, undanúrslit í bikarnum, mikið undir, mikið í húfi og við þurfum í rauninni bara að byrja endurheimt í dag fyrir norðan og svo bara keyra heim til Reykjavíkur.“ Ekkert að svara Óskari Hrafni Valur hefur nú skorað 11 mörk í síðustu tveimur leikjum eftir 6-1 sigur á móti KR og svo 5-2 sigur á móti KA í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, sagði í viðtali eftir leikinn við Val að Valur hefði ekki gert neina tilraun til að spila fótbolta í leiknum. Túfa var því næst spurður hvort honum fyndist þau ummæli eiga rétt á sér. „Ég er bara ekkert að svara Óskari Hrafni eða einhverjum öðrum, ég held að það eina sem ég geti sagt er að ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“, sagði Túfa að endingu og þakkaði fyrir sig. Besta deild karla KA Valur Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Srdjan Tufegdzic, eða Túfa, þjálfari Vals var sáttur með sigur gegn sínu gamla félagi. „Mjög sáttur. Rosalega erfiður útivöllur og það koma ekki mörg lið hér til Akureyrar og skora fimm mörk og eiga svona frammistöðu eins og við áttum í dag og bara mjög ánægður með strákana mína.“ Valsmenn komust snemma leiks í 2-0 en KA minnkaði muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Valur hefði þó auðveldlega geta verið með stærri forystu í hálfleik en Túfa var ósáttari að hafa fengið mark á sig en færin sem fóru forgörðum. Með góða stjórn og góð orka í liðinu „Ég var bara ósáttur að við leyfum þeim að fá mark hérna í lok fyrri hálfleiks þegar við vorum með mjög flotta frammistöðu í rauninni frá upphafi til enda hérna í hálfleik og fengum veit ekki hvað mörg skot í stöng og bara með góða stjórn og góð orka í liðinu. Svekkjandi var í rauninni að fá þetta mark, ekki að við vorum ekki að skora fleiri, en enn og aftur ég vissi að KA menn gefast ekki upp og þeir byrja seinni hálfleik betri en við og bara hörkuleikur svona fyrstu 10-15 mínútur þangað til við skorum þriðja markið sem í rauninni bara klárar leikinn“ Valur hefur náð í 5 sigra í síðustu 6 leikjum og segir Túfa marga þætti spila inn í gott gengi liðsins. „Bara mikil orka í liðinu, erum að leggja hart að okkur og búnir að gera það í allan vetur, svo inn á milli koma alltaf svona tapleikir sem slógu okkur aldrei af laginu og við erum að halda okkar striki áfram og þannig verður það bara á meðan ég er hér og menn eru að uppskera núna fyrir alla vinnuna sem þeir hafa unnið. Enn og aftur bara mjög glaður í dag en það er bara leikur á þriðjudaginn, undanúrslit í bikarnum, mikið undir, mikið í húfi og við þurfum í rauninni bara að byrja endurheimt í dag fyrir norðan og svo bara keyra heim til Reykjavíkur.“ Ekkert að svara Óskari Hrafni Valur hefur nú skorað 11 mörk í síðustu tveimur leikjum eftir 6-1 sigur á móti KR og svo 5-2 sigur á móti KA í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, sagði í viðtali eftir leikinn við Val að Valur hefði ekki gert neina tilraun til að spila fótbolta í leiknum. Túfa var því næst spurður hvort honum fyndist þau ummæli eiga rétt á sér. „Ég er bara ekkert að svara Óskari Hrafni eða einhverjum öðrum, ég held að það eina sem ég geti sagt er að ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“, sagði Túfa að endingu og þakkaði fyrir sig.
Besta deild karla KA Valur Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira