Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2025 13:42 Verk Sigurðar Árna, Leikur með ljós og skugga í inngarði við Seljaveg 2 á Héðinsreit, er stórt veggverk gert á gluggalaust stigahús. Listasafn Reykjavíkur Nýjum listaverkum eftir þá Sigurð Árna Sigurðsson og Helga Má Kristinsson hefur verið komið upp við Center hótelið á Héðinsreit í Reykjavík. Í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur segir að í samningum Reykjavíkurborgar og lóðarhafa séu sett fram markmið um að ákveðinni fjárhæð verði varið í listsköpun í almannarýmum á uppbyggingarsvæðum til að tryggja gæði og gott umhverfi í borginni. Verkin hafi verið valin úr innsendum tillögum í samkeppni sem haldin var vegna listaverka í almannarými á Héðinsreit. „Verk Sigurðar Árna, Leikur með ljós og skugga í inngarði við Seljaveg 2 á Héðinsreit, er stórt veggverk gert á gluggalaust stigahús. Veggurinn snýr í norð/vestur og er í skugga eins og inngarðurinn sjálfur að stórum hluta. Hugmyndin að baki verkinu er að færa stöðuga birtu og sól á vegginn. Með gulum lit og einfaldri teikningu eru mynduð ímynduð göt sem varpa skugga á ómálaða sjónsteypu. Einföld sjónblekking myndar samtal og tengir við form lofttúðu sem stendur áberandi upp úr miðjum garðinum, grunnflöt garðsins og bogadregna bygginguna. Sigurður Árni Sigurðsson hefur haldið yfir 50 einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um heim. Hann var fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum árið 1999, verk eftir hann var valið táknmynd Reykjavíkur, Menningarborgar Evrópu árið 2000 og árið 2020 var stór yfirlitssýning sett upp í Listasafni Reykjavíkur þar sem farið var yfir feril listamannsins frá upphafi til dagsins í dag. Hann er virkur þátttakandi í íslensku myndlistarlífi, bæði með sýningum, kennslu og umræðu. Sigurður Árni hefur starfað sem gestakennari við Listaháskóla Íslands, Myndlistarskóla Reykjavíkur og við Listaháskólann í Montpellier - École Supérieure des Beaux Arts Montpellier í Frakklandi og haldið fyrirlestra um myndlist bæði á Íslandi og í Frakklandi. Auk þess að eiga verk á öllum helstu listasöfnum landsins, opinberum- og einkasöfnum víða erlendis hafa stærri verk verið sett upp eftir hann á opinberum stöðum. Má þar nefna útilistaverkið Sólalda við Sultartangavirkjun, Ljós í skugga í Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri, útilistaverkið L‘éloge de la nature í bænum Loupian í Suður-Frakklandi og vegglistaverkið Sól úr norðri á Vinastræti 14-16 í Urriðaholti í Garðabæ. Leiðni eftir Helga Má Kristinsson.Listasafn Reykjavíkur Verk Helga Más Kristinssonar, Leiðni, er veggverk sem staðsett er í undirgöngum sem liggja frá Seljavegi og inn í inngarðinn á Héðinsreit. Litir og form verksins sækja innblástur til hlutverks rýmisins sem leiðir gesti inn í bygginguna og inngarðinn, en einnig til fyrra hlutverks byggingarinnar sem eitt sinn hýsti málmsmiðjuna Héðinn. Einnig er vísað til þess þegar að veggjalistamenn fundu sér athvarf á svæðinu í því millibilsástandi sem skapaðist áður en núverandi uppbygging hófst. Helgi Már býr og starfar í Reykjavík, en hann útskrifaðist frá LHÍ árið 2002 og hefur sýnt á fjölmörgum einka- og samsýningum síðan þá auk þess að starfa sem sýningarstjóri og verkefnastjóri viðamikilla sýninga, m.a. hjá Listasafni Reykjavíkur. Helgi hefur að auki gert leik- og sviðsmyndir fyrir leikhús, dansflokka, tískusýningar, hönnunarsýningar og bíómyndir,“ segir í tilkynningunni. Styttur og útilistaverk Reykjavík Hótel á Íslandi Söfn Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur segir að í samningum Reykjavíkurborgar og lóðarhafa séu sett fram markmið um að ákveðinni fjárhæð verði varið í listsköpun í almannarýmum á uppbyggingarsvæðum til að tryggja gæði og gott umhverfi í borginni. Verkin hafi verið valin úr innsendum tillögum í samkeppni sem haldin var vegna listaverka í almannarými á Héðinsreit. „Verk Sigurðar Árna, Leikur með ljós og skugga í inngarði við Seljaveg 2 á Héðinsreit, er stórt veggverk gert á gluggalaust stigahús. Veggurinn snýr í norð/vestur og er í skugga eins og inngarðurinn sjálfur að stórum hluta. Hugmyndin að baki verkinu er að færa stöðuga birtu og sól á vegginn. Með gulum lit og einfaldri teikningu eru mynduð ímynduð göt sem varpa skugga á ómálaða sjónsteypu. Einföld sjónblekking myndar samtal og tengir við form lofttúðu sem stendur áberandi upp úr miðjum garðinum, grunnflöt garðsins og bogadregna bygginguna. Sigurður Árni Sigurðsson hefur haldið yfir 50 einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um heim. Hann var fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum árið 1999, verk eftir hann var valið táknmynd Reykjavíkur, Menningarborgar Evrópu árið 2000 og árið 2020 var stór yfirlitssýning sett upp í Listasafni Reykjavíkur þar sem farið var yfir feril listamannsins frá upphafi til dagsins í dag. Hann er virkur þátttakandi í íslensku myndlistarlífi, bæði með sýningum, kennslu og umræðu. Sigurður Árni hefur starfað sem gestakennari við Listaháskóla Íslands, Myndlistarskóla Reykjavíkur og við Listaháskólann í Montpellier - École Supérieure des Beaux Arts Montpellier í Frakklandi og haldið fyrirlestra um myndlist bæði á Íslandi og í Frakklandi. Auk þess að eiga verk á öllum helstu listasöfnum landsins, opinberum- og einkasöfnum víða erlendis hafa stærri verk verið sett upp eftir hann á opinberum stöðum. Má þar nefna útilistaverkið Sólalda við Sultartangavirkjun, Ljós í skugga í Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri, útilistaverkið L‘éloge de la nature í bænum Loupian í Suður-Frakklandi og vegglistaverkið Sól úr norðri á Vinastræti 14-16 í Urriðaholti í Garðabæ. Leiðni eftir Helga Má Kristinsson.Listasafn Reykjavíkur Verk Helga Más Kristinssonar, Leiðni, er veggverk sem staðsett er í undirgöngum sem liggja frá Seljavegi og inn í inngarðinn á Héðinsreit. Litir og form verksins sækja innblástur til hlutverks rýmisins sem leiðir gesti inn í bygginguna og inngarðinn, en einnig til fyrra hlutverks byggingarinnar sem eitt sinn hýsti málmsmiðjuna Héðinn. Einnig er vísað til þess þegar að veggjalistamenn fundu sér athvarf á svæðinu í því millibilsástandi sem skapaðist áður en núverandi uppbygging hófst. Helgi Már býr og starfar í Reykjavík, en hann útskrifaðist frá LHÍ árið 2002 og hefur sýnt á fjölmörgum einka- og samsýningum síðan þá auk þess að starfa sem sýningarstjóri og verkefnastjóri viðamikilla sýninga, m.a. hjá Listasafni Reykjavíkur. Helgi hefur að auki gert leik- og sviðsmyndir fyrir leikhús, dansflokka, tískusýningar, hönnunarsýningar og bíómyndir,“ segir í tilkynningunni.
Styttur og útilistaverk Reykjavík Hótel á Íslandi Söfn Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“