Íslenski boltinn

Shaina boðin hjartan­lega vel­komin aftur í Hamingjuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shaina Faiena Ashouri er komin aftur í Víkingstreyjuna eftir ævintýri í Kanada.
Shaina Faiena Ashouri er komin aftur í Víkingstreyjuna eftir ævintýri í Kanada. Knattspyrnufélagið Víkingur

Víkingar hafa endurheimt einn sinn besta leikmann frá því í fyrrasumar fyrir seinni hlutann í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Víkingsliðið er þessa dagana í vandræðum við botn Bestu deildarinnar og þjálfararnir, John Andrews og Björn Sigurbjörnsson, voru látnir taka pokann sinn eftir síðasta leik liðsins fyrir EM-frí.

Tveir sigrar í tíu fyrstu leikjunum voru mikil vonbrigði og nú mun nýr þjálfari, Einar Guðnason, fá það verkefni að koma liðinu upp töfluna. Hann mætir með sterkara lið til leiks eftir EM-frí.

Shaina Faiena Ashouri hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Víkings en hún var leikmaður liðsins árið 2024 þegar liðið endaði í þriðja sæti í Bestu deildinni.

Shaina lék þá 23 leiki í og skoraði í þeim 8 mörk. Eftir tímabilið 2024 hélt Shaina til Canada þar sem hún spilaði fyrir AFC Toronto en nú er hún mætt aftur í Hamingjuna eins Vikingar kalla heimavöll sinn.

Shaina er fædd árið 1996 í Bandaríkjunum og hafði spilað fyrir Þór/KA og síðar FH áður en hún gekk til liðs við Víking í fyrra.

Shaina lék 27 leiki með FH í Bestu deild kvenna árið 2023 og skoraði í þeim 8 mörk en alls hefur Shaina spilað 74 leiki hér á landi og skorað í þeim 31 mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×