Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. júlí 2025 07:03 Family Road Trip C Family Road Trip C Það getur alveg tekið á taugarnar að stilla endalaust til friðar á milli systkina í langþráðu fjölskyldufríi. Því já; þetta er einfaldlega eitt af því sem fylgir..... Systkini rífast! Eða kýta ættum við frekar að segja. Því systkinarifrildi rista nú oftast ekki djúpt. Eru frekar partur af æskunni. Jafnvel rifist meira með mömmu og pabba. Eru síðan hin kurteisustu börn fyrir framan aðra. En þetta er alþekkt. Og snýst alls ekkert bara um okkar börn. Fyrir utan það að auðvitað eru góðu stundirnar í samverunni miklu fleiri. Áskorunin snýst hins vegar um hvernig er best að takast á við rifrildi systkinanna. Sem þurfa að láta sér það lynda að vera með hvort öðru út sumarfríið. Í Dagens Nyheter má finna nokkur ágætis ráð til að sporna við þessu. Meðal annars: Það er oft ágætt að taka samtalið um reglur og samskipti áður en lagt er af stað. Því eitt af því sem fylgir sumarfríunum er að við verðum flest öll ofur-spennt fyrir fríinu okkar saman. Sem þýðir að uppsöfnuð spenna er þegar til staðar. Ekki síst hjá þeim yngri. Þegar þið verðið vör við að rifrildi virðist í uppsiglingu, er oft ágætt að grípa í taumana með því að beina athygli allra að einhverju öðru skemmtilegu. Til dæmis einhverju sem ætlunin er að gera, eða einhverju sem sjá má út úr bílnum og svo framvegis. Þó er eitt sem allir foreldrar þurfa að passa sig á. Og það er að skipta sér ekki um of af. Því börn þurfa líka að læra að leysa úr hlutunum sjálf. Ein leiðin getur verið að þegar klögurnar byrja, er svarið ykkar einfaldlega; Ég hef fulla trú á að ykkur takist að leysa þetta á góðan hátt og alveg sjálf, þið eruð svo dugleg. Lykilatriði er að byrja ekki á öskrunum sjálf. Eða réttara sagt; Pirringnum. Skömmunum. Í stað þess að skamma, er betri leið að taka samtalið; Biðja báða/alla aðila um að útskýra sitt sjónarhorn rólega og fallega. Hjálpa þeim síðan að finna lendingu. Með öðrum orðum: Í stað þess að skamma, hjálpið systkinunum að leysa úr málum. Á skemmtilegum stundum er síðan um að gera að hrósa systkinunum fyrir það hvað þau eru góð saman, dugleg saman, koma vel fram við hvort annað og svo framvegis. Í fríum eins og annars staðar er mikilvægt að einblína ekki á það erfiða, heldur frekar að virkja og efla allt það jákvæða. Ýmsir greinahöfundar benda síðan á það góða ráð að skipta upp foreldratíma með börnum í fríi. Sem bæði gefur systkinum smá hvíld frá hvort öðru, en getur líka verið spennandi samvera með aðeins öðru foreldrinu í smá tíma. Áður en lagt er af stað er líka tilvalið að foreldrar séu búnir að skipuleggja einhverjar skemmtilegar samverustundir saman. Eitthvað sem fjölskyldan getur gert öll saman og systkinin líka ein og sér. Alls konar er hægt; Að lita saman, spila saman, lesa sögur saman og svo framvegis. Hér að neðan er fróðlegt viðtal við sálfræðing um hvers vegna það skiptir máli að takmarka skjátíma barna - og fullorðna - til dæmis þegar ferðast er. Fjölskyldumál Góðu ráðin Tengdar fréttir Dekurbossinn Hjalti: „Mömmur eru einfaldlega bestar og mín var ein sú allra besta“ „Mamma var límið, við finnum svo mikið fyrir því núna, svona eftir á,“ segir Hjalti Einarsson þegar hann ræðir móðurmissinn. 8. júní 2025 08:00 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Það er mun auðveldara fyrir okkur að takast á við vanlíðan ef við gerum okkur grein fyrir því hvað veldur henni, viðurkennum hana eða eigum yfir hana orð eða skýringu. Sumum foreldrum finnst til dæmis mjög erfitt þegar börnin flytja að heiman. 1. maí 2025 08:02 Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Það er allt fullt af blóði. Eins og blóðið fossi úr hesti frekar en manneskju. Anna hleypur frá svefnherberginu og inn á klósett. Grátandi af hræðslu og í geðshræringu ; Er dóttirin dáin eða get ég reynt að þrýsta á og framkalla fæðingu strax; Næ ég að bjarga henni? hugsar hún. 18. apríl 2025 08:00 Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Það er svolítið merkilegt að heyra Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, tala um hvað hún upplifir sig heppna í lífinu. Og svo brosandi er hún í samverunni að það allra síðasta sem manni dettur í hug er hversu mörg og erfið áföll þessi tæplega fimmtuga og flotta kona hefur upplifað. 23. mars 2025 08:00 „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Mörg okkar ímyndum okkur að þegar verið er að taka fyrir mál nauðgara, raðnauðgara eða annarra harðsvíraðra kynferðisafbrotamanna í dómssal, takist á saksóknari og lögfræðingur, þar sem sá seki þarf að svara til saka og fórnarlambið reynir af bestu getu að koma sínu á framfæri, samhliða því að fylgjast með gangi mála. 9. mars 2025 08:01 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ 50+: Þegar börnin búa enn heima hátt í þrítugt Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Þroskaþjófur á skjánum: Krakkar jafnvel í vandræðum með að tala íslensku 50+: Að eiga draumalista getur komið okkur skemmtilega á óvart Dekurbossinn Hjalti: „Mömmur eru einfaldlega bestar og mín var ein sú allra besta“ Sjá meira
Því já; þetta er einfaldlega eitt af því sem fylgir..... Systkini rífast! Eða kýta ættum við frekar að segja. Því systkinarifrildi rista nú oftast ekki djúpt. Eru frekar partur af æskunni. Jafnvel rifist meira með mömmu og pabba. Eru síðan hin kurteisustu börn fyrir framan aðra. En þetta er alþekkt. Og snýst alls ekkert bara um okkar börn. Fyrir utan það að auðvitað eru góðu stundirnar í samverunni miklu fleiri. Áskorunin snýst hins vegar um hvernig er best að takast á við rifrildi systkinanna. Sem þurfa að láta sér það lynda að vera með hvort öðru út sumarfríið. Í Dagens Nyheter má finna nokkur ágætis ráð til að sporna við þessu. Meðal annars: Það er oft ágætt að taka samtalið um reglur og samskipti áður en lagt er af stað. Því eitt af því sem fylgir sumarfríunum er að við verðum flest öll ofur-spennt fyrir fríinu okkar saman. Sem þýðir að uppsöfnuð spenna er þegar til staðar. Ekki síst hjá þeim yngri. Þegar þið verðið vör við að rifrildi virðist í uppsiglingu, er oft ágætt að grípa í taumana með því að beina athygli allra að einhverju öðru skemmtilegu. Til dæmis einhverju sem ætlunin er að gera, eða einhverju sem sjá má út úr bílnum og svo framvegis. Þó er eitt sem allir foreldrar þurfa að passa sig á. Og það er að skipta sér ekki um of af. Því börn þurfa líka að læra að leysa úr hlutunum sjálf. Ein leiðin getur verið að þegar klögurnar byrja, er svarið ykkar einfaldlega; Ég hef fulla trú á að ykkur takist að leysa þetta á góðan hátt og alveg sjálf, þið eruð svo dugleg. Lykilatriði er að byrja ekki á öskrunum sjálf. Eða réttara sagt; Pirringnum. Skömmunum. Í stað þess að skamma, er betri leið að taka samtalið; Biðja báða/alla aðila um að útskýra sitt sjónarhorn rólega og fallega. Hjálpa þeim síðan að finna lendingu. Með öðrum orðum: Í stað þess að skamma, hjálpið systkinunum að leysa úr málum. Á skemmtilegum stundum er síðan um að gera að hrósa systkinunum fyrir það hvað þau eru góð saman, dugleg saman, koma vel fram við hvort annað og svo framvegis. Í fríum eins og annars staðar er mikilvægt að einblína ekki á það erfiða, heldur frekar að virkja og efla allt það jákvæða. Ýmsir greinahöfundar benda síðan á það góða ráð að skipta upp foreldratíma með börnum í fríi. Sem bæði gefur systkinum smá hvíld frá hvort öðru, en getur líka verið spennandi samvera með aðeins öðru foreldrinu í smá tíma. Áður en lagt er af stað er líka tilvalið að foreldrar séu búnir að skipuleggja einhverjar skemmtilegar samverustundir saman. Eitthvað sem fjölskyldan getur gert öll saman og systkinin líka ein og sér. Alls konar er hægt; Að lita saman, spila saman, lesa sögur saman og svo framvegis. Hér að neðan er fróðlegt viðtal við sálfræðing um hvers vegna það skiptir máli að takmarka skjátíma barna - og fullorðna - til dæmis þegar ferðast er.
Fjölskyldumál Góðu ráðin Tengdar fréttir Dekurbossinn Hjalti: „Mömmur eru einfaldlega bestar og mín var ein sú allra besta“ „Mamma var límið, við finnum svo mikið fyrir því núna, svona eftir á,“ segir Hjalti Einarsson þegar hann ræðir móðurmissinn. 8. júní 2025 08:00 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Það er mun auðveldara fyrir okkur að takast á við vanlíðan ef við gerum okkur grein fyrir því hvað veldur henni, viðurkennum hana eða eigum yfir hana orð eða skýringu. Sumum foreldrum finnst til dæmis mjög erfitt þegar börnin flytja að heiman. 1. maí 2025 08:02 Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Það er allt fullt af blóði. Eins og blóðið fossi úr hesti frekar en manneskju. Anna hleypur frá svefnherberginu og inn á klósett. Grátandi af hræðslu og í geðshræringu ; Er dóttirin dáin eða get ég reynt að þrýsta á og framkalla fæðingu strax; Næ ég að bjarga henni? hugsar hún. 18. apríl 2025 08:00 Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Það er svolítið merkilegt að heyra Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, tala um hvað hún upplifir sig heppna í lífinu. Og svo brosandi er hún í samverunni að það allra síðasta sem manni dettur í hug er hversu mörg og erfið áföll þessi tæplega fimmtuga og flotta kona hefur upplifað. 23. mars 2025 08:00 „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Mörg okkar ímyndum okkur að þegar verið er að taka fyrir mál nauðgara, raðnauðgara eða annarra harðsvíraðra kynferðisafbrotamanna í dómssal, takist á saksóknari og lögfræðingur, þar sem sá seki þarf að svara til saka og fórnarlambið reynir af bestu getu að koma sínu á framfæri, samhliða því að fylgjast með gangi mála. 9. mars 2025 08:01 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ 50+: Þegar börnin búa enn heima hátt í þrítugt Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Þroskaþjófur á skjánum: Krakkar jafnvel í vandræðum með að tala íslensku 50+: Að eiga draumalista getur komið okkur skemmtilega á óvart Dekurbossinn Hjalti: „Mömmur eru einfaldlega bestar og mín var ein sú allra besta“ Sjá meira
Dekurbossinn Hjalti: „Mömmur eru einfaldlega bestar og mín var ein sú allra besta“ „Mamma var límið, við finnum svo mikið fyrir því núna, svona eftir á,“ segir Hjalti Einarsson þegar hann ræðir móðurmissinn. 8. júní 2025 08:00
50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Það er mun auðveldara fyrir okkur að takast á við vanlíðan ef við gerum okkur grein fyrir því hvað veldur henni, viðurkennum hana eða eigum yfir hana orð eða skýringu. Sumum foreldrum finnst til dæmis mjög erfitt þegar börnin flytja að heiman. 1. maí 2025 08:02
Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Það er allt fullt af blóði. Eins og blóðið fossi úr hesti frekar en manneskju. Anna hleypur frá svefnherberginu og inn á klósett. Grátandi af hræðslu og í geðshræringu ; Er dóttirin dáin eða get ég reynt að þrýsta á og framkalla fæðingu strax; Næ ég að bjarga henni? hugsar hún. 18. apríl 2025 08:00
Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Það er svolítið merkilegt að heyra Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, tala um hvað hún upplifir sig heppna í lífinu. Og svo brosandi er hún í samverunni að það allra síðasta sem manni dettur í hug er hversu mörg og erfið áföll þessi tæplega fimmtuga og flotta kona hefur upplifað. 23. mars 2025 08:00
„Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Mörg okkar ímyndum okkur að þegar verið er að taka fyrir mál nauðgara, raðnauðgara eða annarra harðsvíraðra kynferðisafbrotamanna í dómssal, takist á saksóknari og lögfræðingur, þar sem sá seki þarf að svara til saka og fórnarlambið reynir af bestu getu að koma sínu á framfæri, samhliða því að fylgjast með gangi mála. 9. mars 2025 08:01