„Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. júlí 2025 08:00 Ragnhildur varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna LET Access mót. LET ACCESS Ragnhildur Kristinsdóttir nýtti reynsluna af vondu veðurfari hér á landi til að tryggja sér sigur á Ladies European Tour Access golfmóti, fyrst íslenskra kvenna. Ragnhildur endurhugsaði sinn leik síðasta vetur, hefur spilað stórkostlega í sumar og er í góðum séns á að komast áfram á LET mótaröðina á næsta ári. Leikið var á Skerike golfvellinum í Svíþjóð síðustu þrjá daga en lokadagur mótsins fór fram í erfiðum veðuraðstæðum. „Mjög íslenskt veður, blés eins og enginn væri morgundagurinn. Þannig að maður nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði og reyna bara að fá eins mörg pör og maður gæti… Það tókst, sem betur fer.“ Sólin skein fyrstu tvo dagana en vindur og væta var á lokadeginum.LET ACCESS Ragnhildur varð þar með fyrst íslenskra kvenna til að vinna LET Access mót og fyrst til að vinna einstaklingsatvinnumannamót. „Fyrst og fremst er ótrúlega gaman að vinna golfmót og að vinna sem atvinnumaður er enn sætara“ segir Ragnhildur. „Ég er búin að vinna allt sem áhugamaður, bæði heima og svo átti ég góðan háskólaferil [í Bandaríkjunum]. Frábært að ná að færa það yfir á atvinnumannaferilinn og ná að klára dæmið hér líka. Það sýnir kannski hvað maður er komin langt, bæði golflega og ekki síst andlega.“ Endurhugsaði golfið síðasta vetur Ragnhildur nýtti síðasta vetur til að endurhugsa sinn leik og hefur notið góðs af því í sumar, hún segir samblöndu af mörgum þáttum spila inn í gott gengið. „Ég er ekki alveg jafn mikill fullkomnunarsinni, golf þarf ekki að vera fullkomið. Þegar maður fattar það þá byrjar maður að sætta sig við léleg högg fyrr, gleyma þeim og þá nær maður að púsla saman góðum hringjum. Ég er búin að spila vel núna á þremur mótum í röð, öll þessi mót í Svíþjóð hef ég spilað vel. Átti frábæran lokahring í seinustu viku, náði svo að færa það yfir á þessa viku og gera enn betur.“ Situr í góðum séns í fjórða sæti Ragnhildur situr eftir sigurinn í fjórða sæti LET Access stigalistans en eftir tímabilið fá efstu sjö kylfingar listans sæti á LET mótaröðinni sjálfri, sterkustu atvinnumannamótaröð Evrópu. „Það er stóra markmiðið, að enda í topp sjö og fá séns á stóra sviðinu á næsta ári... Ég er búin að vera að spila vel og ætla að nýta þetta til að spila enn betur. Ég er búinn að stilla upp dagskránni og stefni á að mæta af fullum hug í þau mót“ segir Ragnhildur sem er nú á leið til Spánar á næsta LET Access mót en kemur hingað til lands í næsta mánuði og tekur þátt í Íslandsmótinu. Golf Tengdar fréttir Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Ragnhildur Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, varð fyrst Íslendinga til að vinna mót á Ladies European Tour Access mótaröðinni þegar hún fagnaði sigri á opna Vasteras mótinu í Svíþjóð. 11. júlí 2025 14:58 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Leikið var á Skerike golfvellinum í Svíþjóð síðustu þrjá daga en lokadagur mótsins fór fram í erfiðum veðuraðstæðum. „Mjög íslenskt veður, blés eins og enginn væri morgundagurinn. Þannig að maður nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði og reyna bara að fá eins mörg pör og maður gæti… Það tókst, sem betur fer.“ Sólin skein fyrstu tvo dagana en vindur og væta var á lokadeginum.LET ACCESS Ragnhildur varð þar með fyrst íslenskra kvenna til að vinna LET Access mót og fyrst til að vinna einstaklingsatvinnumannamót. „Fyrst og fremst er ótrúlega gaman að vinna golfmót og að vinna sem atvinnumaður er enn sætara“ segir Ragnhildur. „Ég er búin að vinna allt sem áhugamaður, bæði heima og svo átti ég góðan háskólaferil [í Bandaríkjunum]. Frábært að ná að færa það yfir á atvinnumannaferilinn og ná að klára dæmið hér líka. Það sýnir kannski hvað maður er komin langt, bæði golflega og ekki síst andlega.“ Endurhugsaði golfið síðasta vetur Ragnhildur nýtti síðasta vetur til að endurhugsa sinn leik og hefur notið góðs af því í sumar, hún segir samblöndu af mörgum þáttum spila inn í gott gengið. „Ég er ekki alveg jafn mikill fullkomnunarsinni, golf þarf ekki að vera fullkomið. Þegar maður fattar það þá byrjar maður að sætta sig við léleg högg fyrr, gleyma þeim og þá nær maður að púsla saman góðum hringjum. Ég er búin að spila vel núna á þremur mótum í röð, öll þessi mót í Svíþjóð hef ég spilað vel. Átti frábæran lokahring í seinustu viku, náði svo að færa það yfir á þessa viku og gera enn betur.“ Situr í góðum séns í fjórða sæti Ragnhildur situr eftir sigurinn í fjórða sæti LET Access stigalistans en eftir tímabilið fá efstu sjö kylfingar listans sæti á LET mótaröðinni sjálfri, sterkustu atvinnumannamótaröð Evrópu. „Það er stóra markmiðið, að enda í topp sjö og fá séns á stóra sviðinu á næsta ári... Ég er búin að vera að spila vel og ætla að nýta þetta til að spila enn betur. Ég er búinn að stilla upp dagskránni og stefni á að mæta af fullum hug í þau mót“ segir Ragnhildur sem er nú á leið til Spánar á næsta LET Access mót en kemur hingað til lands í næsta mánuði og tekur þátt í Íslandsmótinu.
Golf Tengdar fréttir Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Ragnhildur Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, varð fyrst Íslendinga til að vinna mót á Ladies European Tour Access mótaröðinni þegar hún fagnaði sigri á opna Vasteras mótinu í Svíþjóð. 11. júlí 2025 14:58 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Ragnhildur Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, varð fyrst Íslendinga til að vinna mót á Ladies European Tour Access mótaröðinni þegar hún fagnaði sigri á opna Vasteras mótinu í Svíþjóð. 11. júlí 2025 14:58