„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Hinrik Wöhler skrifar 17. júlí 2025 22:45 Rúnar Kristinsson var sáttur með stigið á útivelli. Vísir / Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var þokkalega ánægður með stigið á útivelli í Mosfellsbæ í kvöld. „Þetta var jafn leikur og báðir þjálfarar geta sennilega sagt að við hefðum getað stolið þessu. Leikurinn var heilt yfir jafn og ánægður með mína menn að koma til baka og jafna. Mér fannst við ekkert eiga neitt frábæran leik í dag. Það vantaði orku sérstaklega í fyrri hálfleik en þegar þeir skoruðu þá stigum við upp og vorum öflugir og þorðum aðeins meiru,“ sagði Rúnar í leikslok. Mosfellingar komust yfir snemma í seinni hálfleik en Framarar jöfnuðu skömmu síðar. Rúnar var ánægður með endurkomuna og karakterinn. „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum. Sýndum mikinn karakter að koma til baka og jafna og hefðum auðveldlega getað stolið þessu á síðustu mínútu þegar Freyr [Sigurðsson] fær færið sitt. Engu að síður, sanngjörn úrslit og menn geta farið sáttir heim,“ sagði Rúnar. Fram lék í Mjólkurbikarnum síðasta laugardag þar sem liðið féll úr keppni eftir framlengdan leik á móti Vestra og segir Rúnar að leikurinn og ferðalagið hafi setið aðeins í mönnum. „Menn vildu ekki meina að þeir væru þreyttir þegar ég talaði við þá í hálfleik en þeir gáfu aðeins betur í í síðari hálfleik. Menn hlupu mikið og vörðust, það hefur verið styrkur okkar í sumar, að hlaupa og berjast.“ „Mér fannst aðeins vanta upp á hjá okkur í dag, síðustu sendinguna, til að skapa fleiri færi en engu að síður jafntefli á útivelli á móti Aftureldingu. Við erum nýkomnir úr undanúrslitum í bikar þar sem við förum í 120 mínútur og ferðumst til Ísafjarðar. Það er búið að vera álag á liðinu og kærkomið frí sem við fáum fram að næsta leik,“ sagði Rúnar. Kærkomið tíu daga frí hjá Fram Það eru tíu dagar í næsta leik hjá Fram og eins og Rúnar minnist á þá er fríið kærkomið. Þjálfarinn þurfti að gera tvöfalda skiptingu í hálfleik vegna meiðsla. „Kyle [McLagan] var stífur aftan í læri og vorum hræddir um að hann væri að fara að togna. Við vildum það alls ekki og þurfum á honum að halda sem eftir lifir. Vuk [Oskar Dimitrijevic] fékk risastóran skurð á hælinn á fyrstu mínútu en kom ekki í ljós fyrr en inn í klefa í hálfleik hversu stór skurðurinn var. Hann var sendur með sjúkrabíl til að sauma á honum hælinn og tjasla honum saman. Vonandi erum við ekki að missa þá lengi frá,“ sagði Rúnar um meiðsli lykilleikmanna. Ekki langt frá því að stela sigrinum Fram var ekki langt frá því að stela sigrinum undir leikslok en Freyr Sigurðsson náði ekki að nýta gott færi inn í vítateig Aftureldingar. Rúnar var hinn rólegasti en hefði viljað sjá leikmanninn taka aðeins lengri tíma. „Ég var ósköp rólegur yfir þessu en maður hélt að þessi myndi sitja inni þar sem hann var kominn í góða stöðu og skoraði hér um daginn í bikarnum. Hann var kannski full fljótur að skjóta að marki, það vill oft verða þegar þú heldur að einhver sé að koma tækla þig eða komast í blokkeringuna. Hann hefði getað gefið sér hálft sekúndubrot í viðbót og þá hefði hann getað haldið honum niðri og vonandi smellt honum í netið.“ „Svona er þetta bara og þá hefðum við sagt að við höfum stolið sigrinum en held að jafntefli sé nokkuð sanngjarnt,“ sagði Rúnar að endingu. Fram Besta deild karla Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
„Þetta var jafn leikur og báðir þjálfarar geta sennilega sagt að við hefðum getað stolið þessu. Leikurinn var heilt yfir jafn og ánægður með mína menn að koma til baka og jafna. Mér fannst við ekkert eiga neitt frábæran leik í dag. Það vantaði orku sérstaklega í fyrri hálfleik en þegar þeir skoruðu þá stigum við upp og vorum öflugir og þorðum aðeins meiru,“ sagði Rúnar í leikslok. Mosfellingar komust yfir snemma í seinni hálfleik en Framarar jöfnuðu skömmu síðar. Rúnar var ánægður með endurkomuna og karakterinn. „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum. Sýndum mikinn karakter að koma til baka og jafna og hefðum auðveldlega getað stolið þessu á síðustu mínútu þegar Freyr [Sigurðsson] fær færið sitt. Engu að síður, sanngjörn úrslit og menn geta farið sáttir heim,“ sagði Rúnar. Fram lék í Mjólkurbikarnum síðasta laugardag þar sem liðið féll úr keppni eftir framlengdan leik á móti Vestra og segir Rúnar að leikurinn og ferðalagið hafi setið aðeins í mönnum. „Menn vildu ekki meina að þeir væru þreyttir þegar ég talaði við þá í hálfleik en þeir gáfu aðeins betur í í síðari hálfleik. Menn hlupu mikið og vörðust, það hefur verið styrkur okkar í sumar, að hlaupa og berjast.“ „Mér fannst aðeins vanta upp á hjá okkur í dag, síðustu sendinguna, til að skapa fleiri færi en engu að síður jafntefli á útivelli á móti Aftureldingu. Við erum nýkomnir úr undanúrslitum í bikar þar sem við förum í 120 mínútur og ferðumst til Ísafjarðar. Það er búið að vera álag á liðinu og kærkomið frí sem við fáum fram að næsta leik,“ sagði Rúnar. Kærkomið tíu daga frí hjá Fram Það eru tíu dagar í næsta leik hjá Fram og eins og Rúnar minnist á þá er fríið kærkomið. Þjálfarinn þurfti að gera tvöfalda skiptingu í hálfleik vegna meiðsla. „Kyle [McLagan] var stífur aftan í læri og vorum hræddir um að hann væri að fara að togna. Við vildum það alls ekki og þurfum á honum að halda sem eftir lifir. Vuk [Oskar Dimitrijevic] fékk risastóran skurð á hælinn á fyrstu mínútu en kom ekki í ljós fyrr en inn í klefa í hálfleik hversu stór skurðurinn var. Hann var sendur með sjúkrabíl til að sauma á honum hælinn og tjasla honum saman. Vonandi erum við ekki að missa þá lengi frá,“ sagði Rúnar um meiðsli lykilleikmanna. Ekki langt frá því að stela sigrinum Fram var ekki langt frá því að stela sigrinum undir leikslok en Freyr Sigurðsson náði ekki að nýta gott færi inn í vítateig Aftureldingar. Rúnar var hinn rólegasti en hefði viljað sjá leikmanninn taka aðeins lengri tíma. „Ég var ósköp rólegur yfir þessu en maður hélt að þessi myndi sitja inni þar sem hann var kominn í góða stöðu og skoraði hér um daginn í bikarnum. Hann var kannski full fljótur að skjóta að marki, það vill oft verða þegar þú heldur að einhver sé að koma tækla þig eða komast í blokkeringuna. Hann hefði getað gefið sér hálft sekúndubrot í viðbót og þá hefði hann getað haldið honum niðri og vonandi smellt honum í netið.“ „Svona er þetta bara og þá hefðum við sagt að við höfum stolið sigrinum en held að jafntefli sé nokkuð sanngjarnt,“ sagði Rúnar að endingu.
Fram Besta deild karla Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn