„Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júlí 2025 21:47 Túfa hefur talið dagana og þurft að telja ansi lengi en Valsmenn eru nú loks búnir að tylla sér á toppinn. Vísir/diego Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður með að enda 1435 daga langa bið Valsmanna eftir því að komast í efsta sæti Bestu deildarinnar. Valsmönnum tókst það með 1-2 sigri gegn Víkingi í kvöld. Túfa segir Valsliðið vera að þroskast og að laga marga hluti sem hefur vantað síðustu ár. Þroskamerki að ná aftur stjórn eftir jöfnunarmarkið Valur komst marki yfir eftir fjörutíu mínútna leik, sem hafði verið frekar lokaður fram að því. Víkingur lenti svo manni færri skömmu síðar en tókst samt að jafna í seinni hálfleik. Jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan þangað til Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið á lokamínútunum. „Mér fannst við mæta vel í fyrri hálfleikinn, eftir að hafa spilað einhverja sjö eða átta leiki á tuttugu dögum. Mikil orka í liðinu, samstaða og leikplanið gekk upp. Við lögðum leikinn þannig upp að við vildum gera út af við hann í fyrri hálfleik. Ég var pínu ósáttur með hvernig við byrjuðum seinni hálfleik, við fórum aðeins úr skipulaginu sem við lögðum upp með ellefu gegn tíu. Hleyptum þeim inn í leikinn en á endanum náðum við aftur stjórn. Það sýnir að liðið er að þroskast og laga marga hluti sem hefur vantað hjá Val undanfarin ár. Við sýndum í kvöld að við erum á réttri leið“ sagði Túfa í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Sýn Sport strax eftir leik. Valsmenn í toppstandi og allir að róa í sömu átt Túfa talaði um hluti sem hefur vantað hjá Valsliðinu síðustu ár. Gunnlaugur greip orðið og spurði hann nánar út í hvað hefði breyst. „Tvö helstu markmiðin voru að koma liðinu í toppstand, sem sést á leikmönnum. Ekkert lið í Evrópu hefur spilað fleiri leiki en við, tveir bikarleikir ofan í Evróputörnina. Hitt markmiðið var að ná samstöðu, að menn skilji að eina leiðin til að ná árangri er ef allir róa í sömu átt og róa mjög hart. Við misstum aldrei sjónar eða trú því, jafnvel í byrjun tímabils þegar ég opnaði fjölmiðla átti að vera rekinn. Þá misstum við þjálfarateymið, liðið og stjórnin aldrei trú á því sem við erum að gera. Þá uppsker maður yfirleitt. En enn og aftur, þetta er bara örlítið meira en hálfnað. Við erum búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn. Ég er mjög stoltur af liðinu, komum heim fyrir einum og hálfum degi eftir leikinn á fimmtudagskvöld og erum að fara snemma í nótt aftur út í næsta verkefni. En þessi hópur fer létt með það.“ Tekur hatt sinn að ofan fyrir Patrick Pedersen Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið en komst annars lítið inn í leikinn og virtist svo vera meiddur þegar hann var tekinn af velli skömmu síðar. „Það er búið að vera smá vandamál, sem hann er búinn að glíma við í langan tíma. Leikplanið hefur verið þannig að við áttum ekkert tækifæri til að hvíla hann. En hann er að koma sterkur til baka, spilaði ekki síðasta leik en náði tæpum níutíu mínútum í dag og skoraði gott mark. Patrick heldur bara áfram að gera það sem hann hefur gert fyrir Val allan þennan tíma og ég tek bara hatt minn að ofan fyrir honum“ sagði Túfa að lokum. Besta deild karla Valur Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Þroskamerki að ná aftur stjórn eftir jöfnunarmarkið Valur komst marki yfir eftir fjörutíu mínútna leik, sem hafði verið frekar lokaður fram að því. Víkingur lenti svo manni færri skömmu síðar en tókst samt að jafna í seinni hálfleik. Jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan þangað til Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið á lokamínútunum. „Mér fannst við mæta vel í fyrri hálfleikinn, eftir að hafa spilað einhverja sjö eða átta leiki á tuttugu dögum. Mikil orka í liðinu, samstaða og leikplanið gekk upp. Við lögðum leikinn þannig upp að við vildum gera út af við hann í fyrri hálfleik. Ég var pínu ósáttur með hvernig við byrjuðum seinni hálfleik, við fórum aðeins úr skipulaginu sem við lögðum upp með ellefu gegn tíu. Hleyptum þeim inn í leikinn en á endanum náðum við aftur stjórn. Það sýnir að liðið er að þroskast og laga marga hluti sem hefur vantað hjá Val undanfarin ár. Við sýndum í kvöld að við erum á réttri leið“ sagði Túfa í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Sýn Sport strax eftir leik. Valsmenn í toppstandi og allir að róa í sömu átt Túfa talaði um hluti sem hefur vantað hjá Valsliðinu síðustu ár. Gunnlaugur greip orðið og spurði hann nánar út í hvað hefði breyst. „Tvö helstu markmiðin voru að koma liðinu í toppstand, sem sést á leikmönnum. Ekkert lið í Evrópu hefur spilað fleiri leiki en við, tveir bikarleikir ofan í Evróputörnina. Hitt markmiðið var að ná samstöðu, að menn skilji að eina leiðin til að ná árangri er ef allir róa í sömu átt og róa mjög hart. Við misstum aldrei sjónar eða trú því, jafnvel í byrjun tímabils þegar ég opnaði fjölmiðla átti að vera rekinn. Þá misstum við þjálfarateymið, liðið og stjórnin aldrei trú á því sem við erum að gera. Þá uppsker maður yfirleitt. En enn og aftur, þetta er bara örlítið meira en hálfnað. Við erum búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn. Ég er mjög stoltur af liðinu, komum heim fyrir einum og hálfum degi eftir leikinn á fimmtudagskvöld og erum að fara snemma í nótt aftur út í næsta verkefni. En þessi hópur fer létt með það.“ Tekur hatt sinn að ofan fyrir Patrick Pedersen Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið en komst annars lítið inn í leikinn og virtist svo vera meiddur þegar hann var tekinn af velli skömmu síðar. „Það er búið að vera smá vandamál, sem hann er búinn að glíma við í langan tíma. Leikplanið hefur verið þannig að við áttum ekkert tækifæri til að hvíla hann. En hann er að koma sterkur til baka, spilaði ekki síðasta leik en náði tæpum níutíu mínútum í dag og skoraði gott mark. Patrick heldur bara áfram að gera það sem hann hefur gert fyrir Val allan þennan tíma og ég tek bara hatt minn að ofan fyrir honum“ sagði Túfa að lokum.
Besta deild karla Valur Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira