„Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júlí 2025 22:27 Sölvi Geir var sáttur með sína menn þrátt fyrir tap og spenntur fyrir þriggja liða toppbaráttu. vísir / diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var sáttur með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir 1-2 tap gegn Val í toppslag Bestu deildarinnar í kvöld. Þrjú lið eru nú jöfn að stigum í efstu sætum deildarinnar og allt stefnir í æsispennandi toppbaráttu. Valur komst marki yfir eftir fjörutíu mínútna leik, sem hafði verið frekar lokaður en Víkingur var hættulegri aðilinn fram að því. Víkingur varð svo manni færri skömmu eftir að hafa lent undir, en tókst samt að jafna í seinni hálfleik. Jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan þangað til Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið á lokamínútunum eftir klaufalega hreinsun hjá Víkingum. „Mér fannst við koma inn í leikinn af flottum krafti. Mér fannst við klárlega betri í fyrri hálfleiknum, flott orka í okkur, vorum að finna góð svæði og setja góða pressu á Valsmenn eins og við lögðum upp með að gera. Smá svekkjandi að í fyrri hálfleiknum vorum við full fljótir að fara í sóknirnar og ekki að taka bestu ákvarðanirnar. Fyrsta markið sem þeir skora, þá var auðveld sending en við reyndum að flækja hana og fengum þá skyndilega mark á okkur. En síðan er ég bara virkilega stoltur af liðinu, hvernig við brugðumst við eftir að fá rautt spjald. Mér fannst við ekkert síðri aðilinn eftir að við fengum rauða spjaldið á okkur. Fullt kredit á strákana sem lögðu allt í þetta, ég er virkilega stoltur af frammistöðu liðsins í dag“ sagði Sölvi. Þriggja hesta hlaup mun reyna á hópana Valur tyllti sér á toppinn með sigrinum en Valur, Víkingur og Breiðablik eru öll jöfn í efstu sætunum með þrjátíu stig. „Svo eru öll þessi lið komin áfram í Evrópukeppnum þannig að það mun reyna á hópinn í heild sinni hjá þessum liðum. Það lítur fyrir að það verði þrjú lið að slást um þetta, sem gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ sagði Sölvi. Vildi halda hraða og tók þess vegna Gylfa út Þegar Víkingur fékk rauða spjaldið á sig var Gylfi Sigurðsson tekinn af velli, vegna þess að Sölvi vildi halda hraða í fremstu línu. „Við þurftum að taka einn leikmann út af og ég vildi halda aðeins meiri hraða inni á þarna, því við þurftum að leggjast til baka og beita skyndisóknum. Það er ástæðan fyrir því að ég tók hann út af, ég vildi halda meiri hraða frammi.“ Svæfir krakkana og kíkir svo á Albanana Víkingur er á leið í Evrópuverkefni gegn albanska liðinu Vllaznia og flýgur út strax í nótt. „Það er þétt á milli leikja núna þannig að ég á alveg eftir að skoða Albanana en við förum í flug bara í nótt. Ætli ég svæfi ekki krakkana á eftir og fari svo strax að kíkja á leikina“ sagði Sölvi að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Valur komst marki yfir eftir fjörutíu mínútna leik, sem hafði verið frekar lokaður en Víkingur var hættulegri aðilinn fram að því. Víkingur varð svo manni færri skömmu eftir að hafa lent undir, en tókst samt að jafna í seinni hálfleik. Jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan þangað til Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið á lokamínútunum eftir klaufalega hreinsun hjá Víkingum. „Mér fannst við koma inn í leikinn af flottum krafti. Mér fannst við klárlega betri í fyrri hálfleiknum, flott orka í okkur, vorum að finna góð svæði og setja góða pressu á Valsmenn eins og við lögðum upp með að gera. Smá svekkjandi að í fyrri hálfleiknum vorum við full fljótir að fara í sóknirnar og ekki að taka bestu ákvarðanirnar. Fyrsta markið sem þeir skora, þá var auðveld sending en við reyndum að flækja hana og fengum þá skyndilega mark á okkur. En síðan er ég bara virkilega stoltur af liðinu, hvernig við brugðumst við eftir að fá rautt spjald. Mér fannst við ekkert síðri aðilinn eftir að við fengum rauða spjaldið á okkur. Fullt kredit á strákana sem lögðu allt í þetta, ég er virkilega stoltur af frammistöðu liðsins í dag“ sagði Sölvi. Þriggja hesta hlaup mun reyna á hópana Valur tyllti sér á toppinn með sigrinum en Valur, Víkingur og Breiðablik eru öll jöfn í efstu sætunum með þrjátíu stig. „Svo eru öll þessi lið komin áfram í Evrópukeppnum þannig að það mun reyna á hópinn í heild sinni hjá þessum liðum. Það lítur fyrir að það verði þrjú lið að slást um þetta, sem gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ sagði Sölvi. Vildi halda hraða og tók þess vegna Gylfa út Þegar Víkingur fékk rauða spjaldið á sig var Gylfi Sigurðsson tekinn af velli, vegna þess að Sölvi vildi halda hraða í fremstu línu. „Við þurftum að taka einn leikmann út af og ég vildi halda aðeins meiri hraða inni á þarna, því við þurftum að leggjast til baka og beita skyndisóknum. Það er ástæðan fyrir því að ég tók hann út af, ég vildi halda meiri hraða frammi.“ Svæfir krakkana og kíkir svo á Albanana Víkingur er á leið í Evrópuverkefni gegn albanska liðinu Vllaznia og flýgur út strax í nótt. „Það er þétt á milli leikja núna þannig að ég á alveg eftir að skoða Albanana en við förum í flug bara í nótt. Ætli ég svæfi ekki krakkana á eftir og fari svo strax að kíkja á leikina“ sagði Sölvi að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira