„Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2025 16:21 Einar stýrir sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari Víkings í kvöld, gegn Stjörnunni í elleftu umferð Bestu deildar kvenna. vísir / lýður Einar Guðnason hefur mikla trú á því að Víkingarnir geti bjargað sér frá falli. Síðustu vikur hefur hann hert skrúfurnar hjá liðinu og fengið til sín leikmann sem getur gert allt. Allir vinir hans og kunningjar ætla svo að fylla stúkuna í kvöld. Einar tók við starfinu þegar deildin fór í sumarfrí fyrir um mánuði síðan og segir fyrstu vikurnar hafa gengið vel. „Frábært tempó á æfingum, mikill hugur í leikmönnum, allt bara gengið eins vel og maður gæti óskað sér“ segir Einar. Sjá einnig: „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Einari til aðstoðar verður Jón Páll Pálmason en þeir félagar leysa af hólmi John Andrews og Björn Sigurbjörnsson, sem voru látnir fara sökum slæms gengis. Herðir skrúfurnar fyrir seinni hlutann Víkingur er í næstneðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins safnað sjö stigum í fyrstu tíu leikjunum. Fyrir neðan er stigalaust lið FHL en fimm stig eða meira eru í liðin fyrir ofan. Fallbaráttan er bullandi hjá Víkingum en rúmlega hálft mótið er eftir. „Það þarf aðallega bara að herða þær skrúfur sem þarf að herða hjá liðinu. Skerpa á ákveðnum hlutum varnar- og sóknarlega, sem gengu ekki alveg nógu vel í upphafi tímabils en ég hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ segir Einar aðspurður um sínar áherslur fyrir seinni hluta tímabilsins. Shaina getur gert allt Víkingur styrkti hópinn meðan sumarfríið stóð yfir og fékk Shainu Ashouri aftur til félagsins, einn besta leikmann liðsins á síðasta tímabili. „Hún kemur með mikla reynslu, gæði og atvinnumannahugsun sem er strax farin að smita út frá sér á æfingum. Gríðarlega mikilvægt að fá hana, hún getur skorað og lagt upp, hún getur varist, hún getur í rauninni gert allt“ segir Einar um nýja leikmann liðsins. Allir vinirnir mæta Fyrsti leikur Einars við stjórnvölinn verður gegn Stjörnunni í kvöld og mikilvægt er að sækja sigur svo Víkingur dragist ekki enn lengra aftur úr liðinu fyrir ofan. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir því, það verður mjög gaman að mæta og vonandi verða allir mínir vinir og kunningjar í stúkunni. Styðja okkur til sigurs“ segir Einar. Verður ekki uppselt ef allir þínir vinir og kunningjar úr Fossvoginum mæta? „Haha jú það verður uppselt, segjum það“ endaði Einar á því að segja og brosti út í annað. Leikur Víkings og Stjörnunnar hefst klukkan sex og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland. Víkingur Reykjavík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira
Einar tók við starfinu þegar deildin fór í sumarfrí fyrir um mánuði síðan og segir fyrstu vikurnar hafa gengið vel. „Frábært tempó á æfingum, mikill hugur í leikmönnum, allt bara gengið eins vel og maður gæti óskað sér“ segir Einar. Sjá einnig: „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Einari til aðstoðar verður Jón Páll Pálmason en þeir félagar leysa af hólmi John Andrews og Björn Sigurbjörnsson, sem voru látnir fara sökum slæms gengis. Herðir skrúfurnar fyrir seinni hlutann Víkingur er í næstneðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins safnað sjö stigum í fyrstu tíu leikjunum. Fyrir neðan er stigalaust lið FHL en fimm stig eða meira eru í liðin fyrir ofan. Fallbaráttan er bullandi hjá Víkingum en rúmlega hálft mótið er eftir. „Það þarf aðallega bara að herða þær skrúfur sem þarf að herða hjá liðinu. Skerpa á ákveðnum hlutum varnar- og sóknarlega, sem gengu ekki alveg nógu vel í upphafi tímabils en ég hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ segir Einar aðspurður um sínar áherslur fyrir seinni hluta tímabilsins. Shaina getur gert allt Víkingur styrkti hópinn meðan sumarfríið stóð yfir og fékk Shainu Ashouri aftur til félagsins, einn besta leikmann liðsins á síðasta tímabili. „Hún kemur með mikla reynslu, gæði og atvinnumannahugsun sem er strax farin að smita út frá sér á æfingum. Gríðarlega mikilvægt að fá hana, hún getur skorað og lagt upp, hún getur varist, hún getur í rauninni gert allt“ segir Einar um nýja leikmann liðsins. Allir vinirnir mæta Fyrsti leikur Einars við stjórnvölinn verður gegn Stjörnunni í kvöld og mikilvægt er að sækja sigur svo Víkingur dragist ekki enn lengra aftur úr liðinu fyrir ofan. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir því, það verður mjög gaman að mæta og vonandi verða allir mínir vinir og kunningjar í stúkunni. Styðja okkur til sigurs“ segir Einar. Verður ekki uppselt ef allir þínir vinir og kunningjar úr Fossvoginum mæta? „Haha jú það verður uppselt, segjum það“ endaði Einar á því að segja og brosti út í annað. Leikur Víkings og Stjörnunnar hefst klukkan sex og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland.
Víkingur Reykjavík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira