Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 16:31 Patrick Pedersen og Tryggvi Guðmundsson eru núna efstir og jafnir með 131 mark hvor í efstu deild á Íslandi. Vísir/Diego/Stefán Markametið í efstu deild karla fellur með næsta marki Patrick Pedersen en síðast þegar metið var við það að falla þá féll það ekki nærri því strax. Danski framherjinn skoraði sitt fimmtánda mark í Bestu deildinni í sumar á dögunum þegar Valur vann FH 3-1 í sextándu umferð deildarinnar. Markið hans Pedersen var jafnframt það 131. hjá honum í efstu deild á Íslandi og með því jafnaði hann markamet Tryggva Guðmundssonar. Í kvöld getur hann bætt metið þegar Valsmenn heimsækja Skagamenn. Tryggvi er búinn að eiga metið í næstum því fjórtán ár eða síðan um miðjan september 2011. Tryggvi jafnaði þá markamet Inga Björns Albertssonar með því að skora sitt 126. mark í sigurleik á Stjörnunni. Eyjaliðið átti þá eftir þrjá leiki á leiktíðinni en Tryggva tókst ekki að skora í þeim. Í lokaumferðinni fékk hann tvær vítaspyrnur en klikkaði á þeim báðum. Hann fékk slæmt höfuðhögg í leiknum og sagði í viðtölum að hann myndi ekkert eftir að hafa tekið þessi víti. Biðin eftir metmarkinu lengdist því enn frekar. Hér sjá forsíðumynd Morgunblaðsins daginn eftir að Tryggvi sló metið.Tímarit.is/Morgunblaðið Tryggvi missti síðan af fyrstu fimm leikjum næsta tímabils vegna meiðsla en komst loksins aftur inn á völlinn í sjöttu umferðinni 29. maí 2012. Meiðslin fengu marga til að velta fyrir sér hvort að örlögin væru búin að grípa í taumana en Tryggvi vat ekki á því þegar hann loksins komst inn á völlinn aftur. Tryggvi bætti markametið í fyrsta leik sínum á 2012 tímabilinu með því að skora beint úr aukaspyrnu af um tuttugu metra færi þegar fjórtán mínútur voru til leiksloka. Það liðu því 257 dagar, frá 15. september 2011 til 29. maí 2012, á milli þess að Tryggvi jafnaði og bætti markametið. Nú er að sjá hversu lengi Pedersen þarf að bíða eftir að eignast metið einn. Valsliðið á auðvitað eftir að spila ellefu leiki á tímabilinu, sex í deildinni og fimm til viðbótar í úrslitakeppninni. Það verða því næg tækifæri á næstunni fyrir Danann marksækna að taka metið af Tryggva. Ingi Björn Albertsson átti metið í þrjátíu ár, eða frá 1982 til 2012, en hann tók metið á sínum tíma af Hermanni Gunnarssyni. Síðustu eigendur markametsins í efstu deild karla: Patrick Pedersen 2025- Tryggvi Guðmundsson 2011- Ingi Björn Albertsson 1982-2012 Hermann Gunnarsson 1973-1982 Ellert B. Schram -1973 Besta deild karla Valur Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira
Danski framherjinn skoraði sitt fimmtánda mark í Bestu deildinni í sumar á dögunum þegar Valur vann FH 3-1 í sextándu umferð deildarinnar. Markið hans Pedersen var jafnframt það 131. hjá honum í efstu deild á Íslandi og með því jafnaði hann markamet Tryggva Guðmundssonar. Í kvöld getur hann bætt metið þegar Valsmenn heimsækja Skagamenn. Tryggvi er búinn að eiga metið í næstum því fjórtán ár eða síðan um miðjan september 2011. Tryggvi jafnaði þá markamet Inga Björns Albertssonar með því að skora sitt 126. mark í sigurleik á Stjörnunni. Eyjaliðið átti þá eftir þrjá leiki á leiktíðinni en Tryggva tókst ekki að skora í þeim. Í lokaumferðinni fékk hann tvær vítaspyrnur en klikkaði á þeim báðum. Hann fékk slæmt höfuðhögg í leiknum og sagði í viðtölum að hann myndi ekkert eftir að hafa tekið þessi víti. Biðin eftir metmarkinu lengdist því enn frekar. Hér sjá forsíðumynd Morgunblaðsins daginn eftir að Tryggvi sló metið.Tímarit.is/Morgunblaðið Tryggvi missti síðan af fyrstu fimm leikjum næsta tímabils vegna meiðsla en komst loksins aftur inn á völlinn í sjöttu umferðinni 29. maí 2012. Meiðslin fengu marga til að velta fyrir sér hvort að örlögin væru búin að grípa í taumana en Tryggvi vat ekki á því þegar hann loksins komst inn á völlinn aftur. Tryggvi bætti markametið í fyrsta leik sínum á 2012 tímabilinu með því að skora beint úr aukaspyrnu af um tuttugu metra færi þegar fjórtán mínútur voru til leiksloka. Það liðu því 257 dagar, frá 15. september 2011 til 29. maí 2012, á milli þess að Tryggvi jafnaði og bætti markametið. Nú er að sjá hversu lengi Pedersen þarf að bíða eftir að eignast metið einn. Valsliðið á auðvitað eftir að spila ellefu leiki á tímabilinu, sex í deildinni og fimm til viðbótar í úrslitakeppninni. Það verða því næg tækifæri á næstunni fyrir Danann marksækna að taka metið af Tryggva. Ingi Björn Albertsson átti metið í þrjátíu ár, eða frá 1982 til 2012, en hann tók metið á sínum tíma af Hermanni Gunnarssyni. Síðustu eigendur markametsins í efstu deild karla: Patrick Pedersen 2025- Tryggvi Guðmundsson 2011- Ingi Björn Albertsson 1982-2012 Hermann Gunnarsson 1973-1982 Ellert B. Schram -1973
Síðustu eigendur markametsins í efstu deild karla: Patrick Pedersen 2025- Tryggvi Guðmundsson 2011- Ingi Björn Albertsson 1982-2012 Hermann Gunnarsson 1973-1982 Ellert B. Schram -1973
Besta deild karla Valur Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira