Íslenski boltinn

Sjáðu Peder­sen bæta metið og Skaga­menn jafna með skrýtnum mörkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Bjarni Mark Antonsson krýnir Patrick Pedersen eftir að hann bætti metið.
 Bjarni Mark Antonsson krýnir Patrick Pedersen eftir að hann bætti metið. Vísir/Diego

ÍA og Valur gerðu 2-2 jafntefli í sautjándu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi og nú er hægt að sjá mörkin úr leiknum hér á Vísi.

Valsmenn gátu náð fjögurra stiga forskoti á toppnum með sigri og lengi vel stefndi í það.

Patrick Pedersen kom Val í 2-0 með tveimur mörkum í fyrri hálfleik en hann sló markamet Tryggva Guðmundssonar með fyrra marki sínu sem kom eftir laglegan undirbúning Jónatans Inga Jónssonar. Hitt markið kom úr víti sem Jónatan Ingi fiskaði.

Skagamenn jöfnuðu i seinni hálfleiknum með tveimur skrýtnum mörkum.

Fyrra markið var sjálfsmark Valsmanna en Bjarni Mark Antonsson ætlaði að hreinsa á marklínunni en skaut boltanum í hausinn á sjálfum sér og í markið.

Slysalegt mark en jöfnunarmarkið var aftur á móti alveg stórfurðulegt.

Föst fyrirgjöf Jóns Gísla Gíslasonar frá hægri fór af öxlinni af Ómari Birni Stefánssyni við vítateigslínuna og sveif yfir Frederik Schram í marki Vals og datt niður í markið. Ótrúlegt mark.

Mörkin má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Mörkin úr leik ÍA og Vals



Fleiri fréttir

Sjá meira


×