Íslenski boltinn

Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var al­veg gáttaður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ríkharð Óskar Guðnason lýsti furðulegu aviki í gær þegar Framarinn Tryggvi Snær Geirsson týndi boltanum í miðjum leik.
Ríkharð Óskar Guðnason lýsti furðulegu aviki í gær þegar Framarinn Tryggvi Snær Geirsson týndi boltanum í miðjum leik. Sýn

Ríkharð Óskar Guðnason var að lýsa leik Fram og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi. Stúkan skoðaði eitt skemmtilegt atvik í leiknum sem lýsing Rikka G gerði bara enn betra.

„Skemmtilegt atvik sem gerðist. Við duttum í smá hláturskast þegar við horfum á leikinn þrír saman. Við sjáum hér gott atvik í góðri lýsingu Rikka G,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar en sérfræðingar hans voru Albert Brynjar Ingason og Sigurbjörn Hreiðarsson.

„Hann finnur ekki boltann, týnir honum. Brýtur svo af sér hérna og Stjarnan á aukaspyrnu á stórhættulegum stað,“ sagði Ríkki í lýsingunni.

Það var komið fram á 86. mínútu leiksins en Tryggvi Snær Geirsson var nýkominn inn á sem varamaður og var ekki alveg með á nótunum.

„Hvernig fann hann ekki boltann? Eftir allan þennan tíma,“ sagði Rikki og horfði á endursýninguna þar sem Framarinn kom ekkert betur út.

„Þetta er stórfurðulegt,“ sagði Rikki og strákarnir í Stúkunni voru þegar byrjaðir að hlæja áður en var skipt á þá aftur.

Það má sjá atvikið, heyra lýsinguna og sjá viðbrögð strákanna í Stúkunni hér fyrir neðan.

Klippa: Stúkan: Rikki G lýsir því þegar leikmaður Fram finnur ekki boltann



Fleiri fréttir

Sjá meira


×