Lífið samstarf

Víkurverk hefur allt fyrir ferða­lagið og meira til

Víkurverk
Söluráðgjafar Víkurverks aðstoða viðskiptavini við að finna réttu græjurnar í ferðalagið.
Söluráðgjafar Víkurverks aðstoða viðskiptavini við að finna réttu græjurnar í ferðalagið.

Þessa dagana stendur yfir útsala hjá Víkurverk þar sem vörur eru á allt að 50% afslætti. Víkurverk býður upp á fjölbreytt úrval af vörum fyrir ferðalagið, á pallinn, í veiðina eða lautarferðina auk þess að bjóða upp á gott úrval af gjafavöru.

Íris Angela Jóhannesdóttir, innkaupa- og markaðsstjóri Víkurverks

„Hjá okkur finnur þú allt í ferðalagið og allt sem þú vissir ekki að þig vantaði í ferðalagið,“ segir Íris Angela Jóhannesdóttir, innkaupa- og markaðsstjóri Víkurverks með bros á vör og bætir við að það sé alltaf sól í Víkurverk.

„Það er alltaf gaman að koma til okkar í Víkurhvarfið í Kópavogi enda er sýningarsalur okkar fullur af glæsilegum hjólhýsum. 

Hver ferðamáti hefur sinn sjarma og við viljum taka þátt í því að skapa góðar minningar.

 Því munu söluráðgjafar okkar aðstoða viðskiptavini við að finna réttu græjurnar í ferðalagið eftir þörfum hvers og eins.“

Nú eru lokadagar útsölunnar í fullum gangi og allt að 50% afsláttur af völdum vörum segir Íris. „Þetta er því rétti tíminn til að gera góð kaup fyrir næstu útilegu en við bjóðum m.a. upp á afslátt af stólum, borðum, grillum, kæliboxum, fortjöldum og borðbúnaði og mörgu fleira.“

Viðskiptavinir Víkurverks hafa alltaf tekið mjög vel í útsölur Víkurverks og er árið í ár engin undantekning. „Það er alveg óhætt að segja að það sé búið að vera brjálað að gera síðustu daga hjá okkur. Það eru tvö ár síðan að við vorum með góða útsölu í verslun okkar en á síðasta ári héldum við netdaga sem gengu líka mjög vel. Vefverslunin er auðvitað opin allan sólarhringinn og erum við sífellt að bæta hana og gera aðgengilegri svo auðvelt sé fyrir viðskiptavini að finna allar nauðsynlegar upplýsingar.“

Góð þjónusta og gott andrúmsloft er eitthvað sem viðskiptavinir Víkurverks nefna oft og segir Íris viðskiptavini Víkurverks alltaf fara glaða af stað í ferðalagið. 

„Þetta rímar vel við auglýsingaherferðir okkar með snillingunum Góa, Pétri Jóhanni, Erni Árna, Sigga Sigurjóns og Þorgeiri Ástvalds en við höfum fengið mikið lof fyrir þær. Þær fanga svo vel stemninguna sem fylgir versluninni okkar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.