„Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Hjörvar Ólafsson skrifar 10. ágúst 2025 22:53 Jökull I. Elísabetarson var ánægður með margt við spilamennsku Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Diego Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hrósaði andanum í Stjörnuliðinu og hversu vel liðið brást við mótlæti og þeim aðstæðum sem upp komu í sigri liðsins gegn Víkingi í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. „Það var gríðarlegur kraftur í Stjörnuliðinu í kvöld og við díluðum vel við þær aðstæður sem þessi leikur bauð upp á. Við vorum í smá tíma að ná takti í uppspilið hjá okkur en þegar það tókst þá spiluðum við bara ljómandi vel og skoruðum tvö fín mörk,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Svo þurfum við að breyta upplegginu eftir að við verðum einum manni færri en mér fannst við bara verjast vel manni færri og gefa fá færi á okkur. Það var mikið spirit í liðinu og ég mér fannst mun meiri orka í okkur en í leiknum við Fram í síðustu umferð til að mynda. Ég er sáttur við það,“ sagði Jökull þar að auki. „Við höfum ekki verið nógu stöðugir í spilamennsku okkar á þessu tímabili og kannski ekki náð að meitla leikstíl okkar nógu vel í stein. Við þurfum að nýta þann byr sem þessi sigur veitir okkur. Auk þess þurfum við að ná meiri stöðugleika í frammistöður okkar á sama tíma og við bætum stigasöfnunina,“ sagði hann um stöðu mála hjá Stjörnunni. „Ég verð líka að nefna að mér fannst við höndla það vel að fá á okkur marga vafasama dóma sem hölluðu á okkur. Varamannabekkur Víkings gerir vel í að setja gríðarlega pressu á dómarateymið allan leikinn. Dómarar eru bara mannlegir og mér fannst dómarateymið bogna undir ágangi frá bekknum hjá Víkingi að þessu sinni. Við vorum spjaldaðir í gríð og erg og það hallaði á okkur í stórum atvikum í báðum vítateigum. Á meðan aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tekur ekki á þessu þá heldur þetta bara áfram og þeir geta sett dómarana undir pressu með aggresívum hætti,“ sagði Jökull. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira
„Það var gríðarlegur kraftur í Stjörnuliðinu í kvöld og við díluðum vel við þær aðstæður sem þessi leikur bauð upp á. Við vorum í smá tíma að ná takti í uppspilið hjá okkur en þegar það tókst þá spiluðum við bara ljómandi vel og skoruðum tvö fín mörk,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Svo þurfum við að breyta upplegginu eftir að við verðum einum manni færri en mér fannst við bara verjast vel manni færri og gefa fá færi á okkur. Það var mikið spirit í liðinu og ég mér fannst mun meiri orka í okkur en í leiknum við Fram í síðustu umferð til að mynda. Ég er sáttur við það,“ sagði Jökull þar að auki. „Við höfum ekki verið nógu stöðugir í spilamennsku okkar á þessu tímabili og kannski ekki náð að meitla leikstíl okkar nógu vel í stein. Við þurfum að nýta þann byr sem þessi sigur veitir okkur. Auk þess þurfum við að ná meiri stöðugleika í frammistöður okkar á sama tíma og við bætum stigasöfnunina,“ sagði hann um stöðu mála hjá Stjörnunni. „Ég verð líka að nefna að mér fannst við höndla það vel að fá á okkur marga vafasama dóma sem hölluðu á okkur. Varamannabekkur Víkings gerir vel í að setja gríðarlega pressu á dómarateymið allan leikinn. Dómarar eru bara mannlegir og mér fannst dómarateymið bogna undir ágangi frá bekknum hjá Víkingi að þessu sinni. Við vorum spjaldaðir í gríð og erg og það hallaði á okkur í stórum atvikum í báðum vítateigum. Á meðan aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tekur ekki á þessu þá heldur þetta bara áfram og þeir geta sett dómarana undir pressu með aggresívum hætti,“ sagði Jökull.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira