Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. ágúst 2025 17:00 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hefur verið settur í eins leiks bann. Vísir/Hulda Margrét Heimir Guðjónsson og Dean Martin fá báðir eins leiks bann fyrir að stinga saman nefjum í leik FH og ÍA í gærkvöldi. Afturelding mun síðan missa þrjá lykilleikmenn út í næsta leik, vegna þess að aganefndin kemur aðeins saman á þriðjudögum. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman í dag, eins og venjan er á þriðjudögum, og úrskurðaði leikmenn og þjálfara í bann. „Leikþáttur“ hjá Heimi Heimi og Dean lenti saman á hliðarlínunni í leik gærkvöldsins þegar Heimir arkaði yfir á varamannabekk ÍA og urðaði yfir Dean, sem svaraði jafnóðum fyrir sig. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, sagði þetta „leikþátt“ hjá Heimi og fannst algjör óþarfi að gefa honum rautt spjald. En úr því að hann fékk rautt spjald fyrir ofbeldisfulla hegðun sagði Lárus að aganefndin ætti að skoða atvikið og dæma Heimi í þriggja leikja bann. Honum varð ekki að ósk sinni. ÍA mun einnig spila án Viktors Jónssonar og Jóns Gísla Eyland í næsta leik, vegna þess að þeir fengu gult spjald á móti Val síðasta þriðjudag. Afturelding missir lykilleikmenn Vegna þess að aganefnd kemur bara saman á þriðjudögum mun Afturelding missa þrjá lykilleikmenn út í næsta leik. Hrannar Snær Magnússon og Bjartur Bjarmi Barkarson fengu gul spjöld í leik gegn Vestra síðasta miðvikudag en máttu spila leikinn gegn KR í gær. Elmar Kári Enesson Cogic fékk svo að líta gult spjald í leiknum gegn KR í gær. Þeir þrír voru allir úrskurðaðir í bann á fundi aganefndar í dag. Afturelding verður því án helsta hægri- og vinstri vængmanns liðsins, ásamt því að missa miðjumann sem hefur spilað alla leiki hingað til í sumar, þegar liðið heimsækir KA í næstu umferð. Fjórir fá bann hjá Stjörnunni Fjórir leikmenn Stjörnunnar eru á leið í eins leiks bann. Þorri Mar Þórisson fékk beint rautt spjald gegn Víkingum í gær, Örvar Eggertsson fékk sitt sjöunda spjald en Guðmundur Baldvin Nökkvason og Benedikt Warén fengu sitt fjórða gula spjald. Fram án Kennie Fram missir Kennie Chopart í eins leiks bann, eftir að hann fékk sitt fjórða gula spjald gegn Vestra síðasta sunnudag. Besta deild karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman í dag, eins og venjan er á þriðjudögum, og úrskurðaði leikmenn og þjálfara í bann. „Leikþáttur“ hjá Heimi Heimi og Dean lenti saman á hliðarlínunni í leik gærkvöldsins þegar Heimir arkaði yfir á varamannabekk ÍA og urðaði yfir Dean, sem svaraði jafnóðum fyrir sig. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, sagði þetta „leikþátt“ hjá Heimi og fannst algjör óþarfi að gefa honum rautt spjald. En úr því að hann fékk rautt spjald fyrir ofbeldisfulla hegðun sagði Lárus að aganefndin ætti að skoða atvikið og dæma Heimi í þriggja leikja bann. Honum varð ekki að ósk sinni. ÍA mun einnig spila án Viktors Jónssonar og Jóns Gísla Eyland í næsta leik, vegna þess að þeir fengu gult spjald á móti Val síðasta þriðjudag. Afturelding missir lykilleikmenn Vegna þess að aganefnd kemur bara saman á þriðjudögum mun Afturelding missa þrjá lykilleikmenn út í næsta leik. Hrannar Snær Magnússon og Bjartur Bjarmi Barkarson fengu gul spjöld í leik gegn Vestra síðasta miðvikudag en máttu spila leikinn gegn KR í gær. Elmar Kári Enesson Cogic fékk svo að líta gult spjald í leiknum gegn KR í gær. Þeir þrír voru allir úrskurðaðir í bann á fundi aganefndar í dag. Afturelding verður því án helsta hægri- og vinstri vængmanns liðsins, ásamt því að missa miðjumann sem hefur spilað alla leiki hingað til í sumar, þegar liðið heimsækir KA í næstu umferð. Fjórir fá bann hjá Stjörnunni Fjórir leikmenn Stjörnunnar eru á leið í eins leiks bann. Þorri Mar Þórisson fékk beint rautt spjald gegn Víkingum í gær, Örvar Eggertsson fékk sitt sjöunda spjald en Guðmundur Baldvin Nökkvason og Benedikt Warén fengu sitt fjórða gula spjald. Fram án Kennie Fram missir Kennie Chopart í eins leiks bann, eftir að hann fékk sitt fjórða gula spjald gegn Vestra síðasta sunnudag.
Besta deild karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira