Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Hjörvar Ólafsson skrifar 14. ágúst 2025 19:26 vísir/Diego Bröndby gerði sér lítið fyrir og vann 4-0 sigur þegar liðið fékk Víking i heimsókn á Bröndby-Stadion í seinni leik liðanna í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eftir 3-0 sigur Víkings í fyrri leiknum sem fram fór í Fossvoginum snéri Bröndby taflinu sér í vil í Kaupmannahöfn og fer áfram í fjórðu umferðina með 4-3 sigri samanlagt. Leikurinn fór fremur rólega af stað og Víkingar náðu að halda leikmönnum Bröndby í skefjum framan af fyrri hálfleik. Hagur Víkings vænkaðist svo þegar Clement Bischoff var réttilega vísað af velli með rauðu spjaldi fyrir að traðka harkalega á Tarik Ibrahimagic þegar tæplega 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir að verða leikmanni fleiri náðu Víkingar undirtökunum í leiknum og voru heilt yfir sterkari aðilinn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Það kom því eins og blaut vatnstuska framan í leikmenn Víkings þegar Nicolai Vallys kveikti von í brjósti Bröndby-manna um endurkomu með marki sínu andartökum áður en flautað var til hálfleiks. Markið hleypti greinilega lífi og sjálfstrausti í leikmenn Bröndby sem komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. Á fjögurra mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks skoraði Bröndby tvö mörk og einvígið því samanlagt orðið jafnt 3-3. Fyrst var það Vallys sem skoraði annað mark sitt í leiknum og svo danski U-21 landsliðsframherjinn Filip Bundgaard. Bundgaard var svo aftur á ferðinni um miðjan seinni hálfleikinn þegar hann nýtti skoraði með föstu og hnitmiðuðu skoti eftir að Víkingur missti boltann á óþægilegum stað. Bröndby komið yfir og stemmingin á Bröndby-Stadion gríðarlega góð. Víkingur náði ekki að ógna marki Bröndby að neinu ráði það sem eftir lifði leiks og raunar skoraði Vallys mark undir lok leiksins sem var dæmt af vegna rangstöðu. Niðurstaðan svekkjandi tap Víkings eftir frækna frammistöðu á Heimavelli Hamingjunnar. Hreðjartak Dana á Íslendingum heldum af þeim sökum áfram en þetta var í ellefta skipti sem íslenskt félagslið mætir dönsku í Evrópukeppni. Danirnir hafa ávallt farið áfram og þrátt fyrir vænlega stöðu Víkings eftir fyrri leik liðanna breyttist það því miður ekki að þessu sinni. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík
Bröndby gerði sér lítið fyrir og vann 4-0 sigur þegar liðið fékk Víking i heimsókn á Bröndby-Stadion í seinni leik liðanna í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eftir 3-0 sigur Víkings í fyrri leiknum sem fram fór í Fossvoginum snéri Bröndby taflinu sér í vil í Kaupmannahöfn og fer áfram í fjórðu umferðina með 4-3 sigri samanlagt. Leikurinn fór fremur rólega af stað og Víkingar náðu að halda leikmönnum Bröndby í skefjum framan af fyrri hálfleik. Hagur Víkings vænkaðist svo þegar Clement Bischoff var réttilega vísað af velli með rauðu spjaldi fyrir að traðka harkalega á Tarik Ibrahimagic þegar tæplega 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir að verða leikmanni fleiri náðu Víkingar undirtökunum í leiknum og voru heilt yfir sterkari aðilinn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Það kom því eins og blaut vatnstuska framan í leikmenn Víkings þegar Nicolai Vallys kveikti von í brjósti Bröndby-manna um endurkomu með marki sínu andartökum áður en flautað var til hálfleiks. Markið hleypti greinilega lífi og sjálfstrausti í leikmenn Bröndby sem komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. Á fjögurra mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks skoraði Bröndby tvö mörk og einvígið því samanlagt orðið jafnt 3-3. Fyrst var það Vallys sem skoraði annað mark sitt í leiknum og svo danski U-21 landsliðsframherjinn Filip Bundgaard. Bundgaard var svo aftur á ferðinni um miðjan seinni hálfleikinn þegar hann nýtti skoraði með föstu og hnitmiðuðu skoti eftir að Víkingur missti boltann á óþægilegum stað. Bröndby komið yfir og stemmingin á Bröndby-Stadion gríðarlega góð. Víkingur náði ekki að ógna marki Bröndby að neinu ráði það sem eftir lifði leiks og raunar skoraði Vallys mark undir lok leiksins sem var dæmt af vegna rangstöðu. Niðurstaðan svekkjandi tap Víkings eftir frækna frammistöðu á Heimavelli Hamingjunnar. Hreðjartak Dana á Íslendingum heldum af þeim sökum áfram en þetta var í ellefta skipti sem íslenskt félagslið mætir dönsku í Evrópukeppni. Danirnir hafa ávallt farið áfram og þrátt fyrir vænlega stöðu Víkings eftir fyrri leik liðanna breyttist það því miður ekki að þessu sinni.