Íslenski boltinn

Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hressar Fjölnisstelpur í viðtali.
Hressar Fjölnisstelpur í viðtali. sýn sport

Lokaþáttur Sumarmótanna 2025 var sýndur á Sýn Sport í gær. Þar var farið yfir fyrsta N1-mótið fyrir stelpur.

Andri Már Eggertsson skellti sér norður á Akureyri um síðustu helgi og drakk í sig stemmninguna á N1-mótinu þar sem um sex hundruð níu og tíu ára stelpur stigu á stokk og léku listir sínar. Þetta var fyrsta N1-mótið fyrir stelpur en N1-mót fyrir stráka hefur verið haldið 39 sinnum.

Gleðin var við völd á Akureyri þótt á ýmsu hafi gengið inni á vellinum eins og Andri komst að raun um þegar hann spjallaði við stelpurnar.

Klippa: Sumarmótin: N1-mót kvenna

Sumar voru stressaðar að spila meðan frændi var að lýsa á meðan aðrar mættu til leiks með skemmtilegar hárgreiðslur. Andri kíkti líka í matsalinn þar sem stelpurnar gáfu snitselinu góða einkunn.

Landsliðskonan og Akureyringurinn Sandra María Jessen var einnig á svæðinu og heppnar stelpur fengu eiginhandaráritun frá henni.

Þáttinn má sjá í spilaranum að ofan en einnig á streymisveitunni Sýn+.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×