Íslenski boltinn

Jökull: Ætlum okkur ofar

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Jökull Elísabetarson sá sína menn vinna góðan sigur í dag.
Jökull Elísabetarson sá sína menn vinna góðan sigur í dag. vísir/Ernir

Stjarnan sigraði Vestra 2-1 á heimavelli í dag og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur með frammistöðu liðsins eftir leikinn.

„Þetta var kaflaskipt á vellinum fótboltalega, við höfum verið að vinna í stöðugleika, sérstaklega í hugarfari. Mér fannst við vera mjög stöðugir þar. Fótboltalega var þetta fallegt hjá okkur þegar við þurftum á því að halda, við náðum að skapa okkur færi og brjóta okkur í gegn. Þetta var svo ljótt þegar við þurftum á því að halda, en heilt yfir ánægður með sigurinn,“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur eftir leikinn í dag.

Stjarnan virðist vera að finna taktinn og sýna aukinn stöðugleika í frammistöðum sínum. Þjálfari liðsins, Jökull, er sérstaklega ánægður með hugarfar leikmanna og þann stöðugleika sem þeir sýna. Hann leggur þó áherslu á að stefna liðsins er sett hærra en fjórða sæti:

„Við þurfum að halda áfram að halda í stöðugleika, sérstaklega í hugarfari. Við ætlum okkur ofar fyrst og fremst. Hvert nákvæmlega er kannski ekki endilega það sem við horfum í akkúrat núna en við ætlum okkur hærra.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×