Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2025 08:00 Scottie Scheffler fagnaði sigrinum með son sinn í fanginu. Getty/Kevin C. Cox Scottie Scheffler átti stórkostlega vippu á næstsíðustu holunni á BMW meistaramótinu í golfi í gær og tryggði sér í kjölfarið fimmta sigurinn á PGA-mótaröðinni á þessu tímabili. Skotinn Robert MacIntyre var hins vegar vægast sagt fúll eftir að hafa endað í 2. sæti. MacIntyre virtist í góðri stöðu fyrir lokahringinn í gær en fékk þrjá skolla á fyrstu fimm holunum og aðeins einn fugl á öllum hringnum. Scheffler náði forystunni á sjöundu holu og endaði mótið samtals á -15 höggum, tveimur á undan MacIntyre, ekki síst vegna vippuhöggsins magnaða á 17. braut þar sem boltinn var um tólf sekúndur að rúlla beint ofan í holuna. SCOTTIE SCHEFFLER IS HIM! 😱 pic.twitter.com/hA7UJmFlAw— GOLF.com (@GOLF_com) August 17, 2025 Stjörnur á borð við LeBron James og Patrick Mahomes kepptust við að dásama Scheffler eftir höggið og aðdáendur sögðu engan hafa sýnt svona yfirburði síðan Tiger Woods var upp á sitt besta. „Þetta leit út vel þegar boltinn lenti, leit vel út þegar hann rúllaði og það var gott að sjá hann fara ofan í,“ sagði Scheffler eftir mótið. Á meðan var MacIntyre brjálaður yfir því hvernig fór hjá honum á lokahringnum. “Right now, I want to go smash up my golf clubs to be honest with you.”Robert MacIntyre was right in the mix until the end despite not having his best game. He expressed some frustration with the round during his post round press conference. pic.twitter.com/B2NeXgjelI— GOLF.com (@GOLF_com) August 18, 2025 „Ég átti alveg hryllilega byrjun,“ sagði MacIntyre sem endaði á að leika hringinn á þremur höggum yfir pari. „Mér leið svo vel fyrir daginn. Ég bjóst aldrei við því að ég yrði yfir pari. Ég hélt að ég kæmi út á völlinn og myndi standa mig eins og ég hef gert síðustu daga,“ sagði Skotinn sem var einnig spurður hvað hann gæti bætt til að standa sig enn betur: „Ég hef ekki hugmynd. Núna langar mig bara að fara og mölbrjóta kylfurnar mínar,“ sagði MacIntyre. Golf Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
MacIntyre virtist í góðri stöðu fyrir lokahringinn í gær en fékk þrjá skolla á fyrstu fimm holunum og aðeins einn fugl á öllum hringnum. Scheffler náði forystunni á sjöundu holu og endaði mótið samtals á -15 höggum, tveimur á undan MacIntyre, ekki síst vegna vippuhöggsins magnaða á 17. braut þar sem boltinn var um tólf sekúndur að rúlla beint ofan í holuna. SCOTTIE SCHEFFLER IS HIM! 😱 pic.twitter.com/hA7UJmFlAw— GOLF.com (@GOLF_com) August 17, 2025 Stjörnur á borð við LeBron James og Patrick Mahomes kepptust við að dásama Scheffler eftir höggið og aðdáendur sögðu engan hafa sýnt svona yfirburði síðan Tiger Woods var upp á sitt besta. „Þetta leit út vel þegar boltinn lenti, leit vel út þegar hann rúllaði og það var gott að sjá hann fara ofan í,“ sagði Scheffler eftir mótið. Á meðan var MacIntyre brjálaður yfir því hvernig fór hjá honum á lokahringnum. “Right now, I want to go smash up my golf clubs to be honest with you.”Robert MacIntyre was right in the mix until the end despite not having his best game. He expressed some frustration with the round during his post round press conference. pic.twitter.com/B2NeXgjelI— GOLF.com (@GOLF_com) August 18, 2025 „Ég átti alveg hryllilega byrjun,“ sagði MacIntyre sem endaði á að leika hringinn á þremur höggum yfir pari. „Mér leið svo vel fyrir daginn. Ég bjóst aldrei við því að ég yrði yfir pari. Ég hélt að ég kæmi út á völlinn og myndi standa mig eins og ég hef gert síðustu daga,“ sagði Skotinn sem var einnig spurður hvað hann gæti bætt til að standa sig enn betur: „Ég hef ekki hugmynd. Núna langar mig bara að fara og mölbrjóta kylfurnar mínar,“ sagði MacIntyre.
Golf Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira