„Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 08:59 Davíð Smári Lamude með bikarinn eftirsótta í baksýn. Sýn Sport „Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri,“ segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fyrir stærsta leik í sögu félagsins en í kvöld mætir Vestri liði Vals í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta. Flautað verður til leiks klukkan 19 og geta Vestramenn með sigri tekið enn eitt risaskrefið eftir sinn mikla uppgang á síðustu árum, undir stjórn Davíðs. „Ég held að menn séu gríðarlega spenntir og það er mikill heiður að fá að taka þátt. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur þjálfara og leikmenn, og alla stuðningsmenn Vestra,“ sagði Davíð á sérstökum kynningarfundi fyrir leikinn, í höfuðstöðvum KSÍ. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Davíð Smári fyrir úrslitaleikinn Vestramenn þekkja það að spila úrslitaleiki á Laugardalsvelli því þannig komu þeir sér upp í Bestu deildina í fyrsta sinn. Þetta er hins vegar þeirra fyrsti bikarúrslitaleikur og það ætti að geta gefið mönnum aukna orku að mati Davíðs: „Já, ég held að það hafi jákvæð áhrif. Ég held að það gefi okkur orku og það þarf að gefa okkur orku. Við þurfum að sýna því virðingu að vera komnir alla þessa leið og gefa allt í þetta, vera óhræddir og spila með stolti, gleði og hugrekki. Ég held að við hljótum að sækja orku í svona viðburð. Við eigum ofboðslega góðar minningar héðan af Laugardalsvelli og fengum gríðarlegan stuðning þegar við vorum hérna síðast. Ég vænti þess að fá meiri stuðning hérna núna og við þurfum á því að halda. Við erum að spila á móti ákveðnu stórveldi í íslenskri knattspyrnu og ég held að bæði við og leikmenn, og eins okkar stuðningsmenn, þurfum að vera stórir, mæta á völlinn og troðfylla þau sæti sem við fáum,“ sagði Davíð. „Lífið snýst um að búa til góðar minningar“ Ljóst er að stuðningsmenn Vestra ætla að fjölmenna á leikinn og stuðningsmannahátíðin hefst á heimasvæði Þróttar í Laugardalnum klukkan þrjú. „Svona augnablik og svona árangur er eitthvað sem býðst ekki á hverju ári. Mér finnst að stuðningsmenn Vestra eigi bara að njóta þess sem er að gerast fyrir vestan. Núna komum við í bæinn með allt okkar fólk og ég vona innilega að fólk láti sér ekki þetta tækifæri úr greipum renna, því þetta er stór og merkilegur viðburður fyrir okkur. Gríðarlega stór áfangi fyrir ekki stærra félag en Vestra. Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri. Lífið snýst um að búa til góðar minningar og við höfum kjörið tækifæri til þess.“ Mjólkurbikar karla Vestri Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Flautað verður til leiks klukkan 19 og geta Vestramenn með sigri tekið enn eitt risaskrefið eftir sinn mikla uppgang á síðustu árum, undir stjórn Davíðs. „Ég held að menn séu gríðarlega spenntir og það er mikill heiður að fá að taka þátt. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur þjálfara og leikmenn, og alla stuðningsmenn Vestra,“ sagði Davíð á sérstökum kynningarfundi fyrir leikinn, í höfuðstöðvum KSÍ. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Davíð Smári fyrir úrslitaleikinn Vestramenn þekkja það að spila úrslitaleiki á Laugardalsvelli því þannig komu þeir sér upp í Bestu deildina í fyrsta sinn. Þetta er hins vegar þeirra fyrsti bikarúrslitaleikur og það ætti að geta gefið mönnum aukna orku að mati Davíðs: „Já, ég held að það hafi jákvæð áhrif. Ég held að það gefi okkur orku og það þarf að gefa okkur orku. Við þurfum að sýna því virðingu að vera komnir alla þessa leið og gefa allt í þetta, vera óhræddir og spila með stolti, gleði og hugrekki. Ég held að við hljótum að sækja orku í svona viðburð. Við eigum ofboðslega góðar minningar héðan af Laugardalsvelli og fengum gríðarlegan stuðning þegar við vorum hérna síðast. Ég vænti þess að fá meiri stuðning hérna núna og við þurfum á því að halda. Við erum að spila á móti ákveðnu stórveldi í íslenskri knattspyrnu og ég held að bæði við og leikmenn, og eins okkar stuðningsmenn, þurfum að vera stórir, mæta á völlinn og troðfylla þau sæti sem við fáum,“ sagði Davíð. „Lífið snýst um að búa til góðar minningar“ Ljóst er að stuðningsmenn Vestra ætla að fjölmenna á leikinn og stuðningsmannahátíðin hefst á heimasvæði Þróttar í Laugardalnum klukkan þrjú. „Svona augnablik og svona árangur er eitthvað sem býðst ekki á hverju ári. Mér finnst að stuðningsmenn Vestra eigi bara að njóta þess sem er að gerast fyrir vestan. Núna komum við í bæinn með allt okkar fólk og ég vona innilega að fólk láti sér ekki þetta tækifæri úr greipum renna, því þetta er stór og merkilegur viðburður fyrir okkur. Gríðarlega stór áfangi fyrir ekki stærra félag en Vestra. Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri. Lífið snýst um að búa til góðar minningar og við höfum kjörið tækifæri til þess.“
Mjólkurbikar karla Vestri Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira