„Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2025 21:38 Vestri frá Ísafirði er bikarmeistari eftir sigur gegn Val í úrslitaleiknum. Guy Smit liggur hér í alsælu. vísir / ernir „Þetta er óraunveruleg upplifun. Ég neitaði að trúa þessu fyrr en dómarinn flautaði leikinn af“ sagði bikarmeistarinn Guy Smit, sem var að vinna sinn fyrsta titil hér á landi líkt og flestallir leikmenn Vestra. Hann segir það frekar sturlað að lið frá Ísafirði sé bikarmeistari. „Þekkjandi Val, ég hef verið þar, þá hélt að þeir myndu komast aftur inn í þetta. Þeir eiga alltaf sínar sóknir en varnarleikurinn sem strákarnir sýndu í dag var heimsklassa. Þeir börðust eins og stríðsmenn og köstuðu sér fyrir hvert einasta skot. Ég þurfti bara að verja tvisvar og þeir sáu um rest.“ Vinnuframlagið verðskuldaði sigur Valur var fyrirfram sigurstranglegri aðilinn en Vestri vann eftir algjöra fyrirmyndar frammistöðu. „Auðvitað vorum við lítilmagninn en síðustu daga sannfærðum við okkur um að við værum betra liðið. Við lögðum miklu meira á okkur í þessum leik og gæðin skinu í gegn inn á milli, í markinu sérstaklega. Við vorum kannski undirhundarnir en við vorum líka algjörir hundar. Voru þeir betri en við? Kannski. Kannski ekki. En við sýndum að þetta væri verðskuldaður sigur.“ Stuðningsmennirnir áttu stóran þátt „Síðustu mínútur fyrri hálfleiks voru sturlaðar. Þeir þrýstu okkur niður og herjuðu á okkur, ég þurfti að hafa mig allan við að verja þennan skalla og sem betur fer fór hann í stöngina út, ekki inn. Guy Smit varði boltann í stöngina. vísir / ernir Þá hugsaði ég með mér, leitum til stuðningsmannanna. Horfum upp í stúku og sýnum þeim að við séum berjast. Þeir svöruðu á móti og gáfu okkur orkuna sem við þurftum til að þrauka fyrri hálfleikinn. Síðan stilltum við okkur af fyrri seinni hálfleikinn og já, meira að segja þegar ég segi það núna, þetta er enn svo óraunverulegt“ sagði Guy og átti enn erfitt með að átta sig á því að hann væri bikarmeistari. Frekar sturlaður fyrsti titill Þetta er fyrsti titill sem Guy vinnur hér á landi en hann hefur verið hér síðan 2019 og spilað með Leikni, ÍBV og Val. „Þetta hefur verið góður tími, erfiður því ég hef fengið mikla gagnrýni í gegnum árin, en jákvæður því ég hef alltaf haldið áfram. Að vinna þetta síðan gegn [fyrrum félaginu] Val, það er sérstök stund. Ekki sérstök á þann hátt að í mér búi eitthvað hatur því ég hef spilað með mörgum leikmönnum sem eru ennþá þarna. Ég ber engar slæmar tilfinningar til þeirra en að vinna Val með liði úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk. Það er frekar sturlað“ sagði Guy áður en hann stökk upp á svið og tók við titlinum með leikmönnum Vestra. Mjólkurbikar karla Vestri Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
„Þekkjandi Val, ég hef verið þar, þá hélt að þeir myndu komast aftur inn í þetta. Þeir eiga alltaf sínar sóknir en varnarleikurinn sem strákarnir sýndu í dag var heimsklassa. Þeir börðust eins og stríðsmenn og köstuðu sér fyrir hvert einasta skot. Ég þurfti bara að verja tvisvar og þeir sáu um rest.“ Vinnuframlagið verðskuldaði sigur Valur var fyrirfram sigurstranglegri aðilinn en Vestri vann eftir algjöra fyrirmyndar frammistöðu. „Auðvitað vorum við lítilmagninn en síðustu daga sannfærðum við okkur um að við værum betra liðið. Við lögðum miklu meira á okkur í þessum leik og gæðin skinu í gegn inn á milli, í markinu sérstaklega. Við vorum kannski undirhundarnir en við vorum líka algjörir hundar. Voru þeir betri en við? Kannski. Kannski ekki. En við sýndum að þetta væri verðskuldaður sigur.“ Stuðningsmennirnir áttu stóran þátt „Síðustu mínútur fyrri hálfleiks voru sturlaðar. Þeir þrýstu okkur niður og herjuðu á okkur, ég þurfti að hafa mig allan við að verja þennan skalla og sem betur fer fór hann í stöngina út, ekki inn. Guy Smit varði boltann í stöngina. vísir / ernir Þá hugsaði ég með mér, leitum til stuðningsmannanna. Horfum upp í stúku og sýnum þeim að við séum berjast. Þeir svöruðu á móti og gáfu okkur orkuna sem við þurftum til að þrauka fyrri hálfleikinn. Síðan stilltum við okkur af fyrri seinni hálfleikinn og já, meira að segja þegar ég segi það núna, þetta er enn svo óraunverulegt“ sagði Guy og átti enn erfitt með að átta sig á því að hann væri bikarmeistari. Frekar sturlaður fyrsti titill Þetta er fyrsti titill sem Guy vinnur hér á landi en hann hefur verið hér síðan 2019 og spilað með Leikni, ÍBV og Val. „Þetta hefur verið góður tími, erfiður því ég hef fengið mikla gagnrýni í gegnum árin, en jákvæður því ég hef alltaf haldið áfram. Að vinna þetta síðan gegn [fyrrum félaginu] Val, það er sérstök stund. Ekki sérstök á þann hátt að í mér búi eitthvað hatur því ég hef spilað með mörgum leikmönnum sem eru ennþá þarna. Ég ber engar slæmar tilfinningar til þeirra en að vinna Val með liði úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk. Það er frekar sturlað“ sagði Guy áður en hann stökk upp á svið og tók við titlinum með leikmönnum Vestra.
Mjólkurbikar karla Vestri Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira