Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2025 13:15 Aron Pálmarsson spilar sinn síðasta handboltaleik í kvöld. vísir Aron Pálmarsson spilar sinn síðasta handboltaleik í kvöld, þegar ungverska stórliðið Veszprém heimsækir FH í Kaplakrika. Hann er spenntur fyrir því að draga skóna fram í síðasta sinn og segist ekki búinn að gleyma öllu, en saknar handboltans almennt ekki. „Þetta verður æfingaleikur en samt á hærra leveli og dagskráin í kringum þetta allt verður vegleg, þetta verður spennandi“ segir Aron um leikinn, en hann hefur ekkert æft handbolta síðan hann hætti. „Maður er bara búinn að vera að hlaupa og lyfta, halda mig við það en ég er ekki ennþá búinn að mæta á handboltaæfingu. Ég hætti nú bara fyrir tveimur mánuðum sko, held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu.“ Síðasti æfingaleikur Veszprém áður en alvaran hefst Hingað til lands eru ungversku meistararnir mættir og lokahönd á undirbúninginn fyrir næsta tímabil verður lögð í æfingaleiknum gegn FH. „Við förum náttúrulega bara í leikinn til þess að vinna hann og erum að skerpa á ákveðnum hlutum sem við höfum verið að æfa. En að sama skapi á þetta líka auðvitað að vera góð skemmtun, við erum að koma hingað til landsins að kveðja okkar besta mann, Aron Pálmarsson“ segir Bjarki Már Elísson, leikmaður Veszprém og liðsfélagi Arons til margra ára í landsliðinu. Fyrrum liðsfélagar Arons hjá Veszprém eru strax farnir að sakna hans. „Ég hef spilað með mörgum goðsögnum og hann er sannarlega ein þeirra. Stórkostlegur leikmaður en það sem skiptir mig mestu máli er persónuleikinn. Hann er virkilega góð manneskja, opinn fyrir öllu og mjög góður vinur. Handboltinn er góður með það að gera, maður kynnist frábæru fólki og ég er mjög ánægður að hafa kynnst Aroni“ segir Luka Cindric, leikmaður Veszprém. Saknar handboltans ekki Rúmir tveir mánuðir eru síðan Aron setti skóna upp á hillu og þó hann sé spenntur að draga því fram í síðasta sinn segist hann ekki sakna handboltans. „Maður er í kringum þetta hjá FH í öðru hlutverki núna. Það er skrítið að æfa, mjög skrítið finnst mér. Að æfa fyrir ekki neitt, eða bara lúkkið og heilsuna, það er sérstakt. Sakna kannski pínu klefans, klefastemningarinnar og svona. En leiksins sakna ég ekki neitt, sem er bara jákvætt.“ Fjallað var um kveðjuleik Arons í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikurinn sjálfur fer svo fram í Kaplakrika klukkan 18:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. FH Tengdar fréttir Aron ráðinn til FH Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá handknattleiksdeild uppeldisfélags hans, FH. Aron verður sérlegur faglegur ráðgjafi við deildina. 7. júlí 2025 10:43 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Sjá meira
„Þetta verður æfingaleikur en samt á hærra leveli og dagskráin í kringum þetta allt verður vegleg, þetta verður spennandi“ segir Aron um leikinn, en hann hefur ekkert æft handbolta síðan hann hætti. „Maður er bara búinn að vera að hlaupa og lyfta, halda mig við það en ég er ekki ennþá búinn að mæta á handboltaæfingu. Ég hætti nú bara fyrir tveimur mánuðum sko, held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu.“ Síðasti æfingaleikur Veszprém áður en alvaran hefst Hingað til lands eru ungversku meistararnir mættir og lokahönd á undirbúninginn fyrir næsta tímabil verður lögð í æfingaleiknum gegn FH. „Við förum náttúrulega bara í leikinn til þess að vinna hann og erum að skerpa á ákveðnum hlutum sem við höfum verið að æfa. En að sama skapi á þetta líka auðvitað að vera góð skemmtun, við erum að koma hingað til landsins að kveðja okkar besta mann, Aron Pálmarsson“ segir Bjarki Már Elísson, leikmaður Veszprém og liðsfélagi Arons til margra ára í landsliðinu. Fyrrum liðsfélagar Arons hjá Veszprém eru strax farnir að sakna hans. „Ég hef spilað með mörgum goðsögnum og hann er sannarlega ein þeirra. Stórkostlegur leikmaður en það sem skiptir mig mestu máli er persónuleikinn. Hann er virkilega góð manneskja, opinn fyrir öllu og mjög góður vinur. Handboltinn er góður með það að gera, maður kynnist frábæru fólki og ég er mjög ánægður að hafa kynnst Aroni“ segir Luka Cindric, leikmaður Veszprém. Saknar handboltans ekki Rúmir tveir mánuðir eru síðan Aron setti skóna upp á hillu og þó hann sé spenntur að draga því fram í síðasta sinn segist hann ekki sakna handboltans. „Maður er í kringum þetta hjá FH í öðru hlutverki núna. Það er skrítið að æfa, mjög skrítið finnst mér. Að æfa fyrir ekki neitt, eða bara lúkkið og heilsuna, það er sérstakt. Sakna kannski pínu klefans, klefastemningarinnar og svona. En leiksins sakna ég ekki neitt, sem er bara jákvætt.“ Fjallað var um kveðjuleik Arons í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikurinn sjálfur fer svo fram í Kaplakrika klukkan 18:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
FH Tengdar fréttir Aron ráðinn til FH Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá handknattleiksdeild uppeldisfélags hans, FH. Aron verður sérlegur faglegur ráðgjafi við deildina. 7. júlí 2025 10:43 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Sjá meira
Aron ráðinn til FH Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá handknattleiksdeild uppeldisfélags hans, FH. Aron verður sérlegur faglegur ráðgjafi við deildina. 7. júlí 2025 10:43
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn