Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2025 08:30 Kjartan Henry Finnbogason fór aðeins yfir vítamál FH-liðisns í nýjasta þættinum af Big Ben. Sýn Sport Aron Pálmarsson var gestur í síðasta þætti Big Ben og hann fékk Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfara karlaliðs FH í fótbolta, til að viðurkenna eitt í þættinum. Aron er mikill FH-ingur eins og flestir vita og góður vinur Björns Daníels Sverrissonar, fyrirliði fótboltaliðs FH. Aron hefur því góða innsýn í hvað er að gerast á bak við tjöldin hjá liðinu. Aron fór að ræða um leikinn á móti Skagamönnum á dögunum þegar FH-ingar klikkuðu á tveimur vítaspyrnum í sama leiknum. Fékk spurningar í hálfleik „Við lentum nú í því í Krikanum á dögunum að okkar allra sterkasti, Kjartan Kári [Halldórsson], hann klikkaði. Ég fékk nú heldur betur spurningarnar í hálfleik þar sem ég og Björn Daníel [Sverrisson] erum nú æskuvinir,“ sagði Aron. Klippa: Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann „Hvað af hverju fer ekki Björná punktinn? Ég er alveg sammála þér sagði ég. Hvað gerist? Við fáum víti í seinni hálfleik. Hann [Björn Daníel] fer á punktinn og það gekk ekki alveg það sem minn maður ætlaði að gera ,“ sagði Aron og brosti. „Hann fékk frábæra hugmynd,“ skaut Kjartan inn í. „Hann fékk frábæra hugmynd en framkvæmdin var ekki alveg nógu góð. Svo hitti ég þig eftir leik. Þá segir þú það við mig og Björn að þú sért að sjá um vítaskytturnar,“ sagði Aron. „Jú, ég ákveð hver tekur vítin,“ sagði Kjartan Henry. Finnst að níurnar eigi að fara á punktinn „Ég hef alltaf verið þannig. Nú er ég enginn sérfræðingur í fótbolta en mér finnst alltaf að níurnar eigi að fara á punktinn,“ sagði Aron. Kjartan sagði þá frá fyrirkomulaginu með vítin og því að leikmenn FH hlusta greinilega ekkert á hann. „Ég sagði við þig og Björn: Af hverju gerir þig ekki það sem stendur á blaðinu? Björn ákvað þetta eftir að Kjartan var búinn að klúðra víti fyrr á tímabilinu. Hann ætlað að koma honum yfir það að hafa klúðrað,“ sagði Kjartan. „Það fór illa og svo ákvað Bjössi að taka svona fyrirliðatýpuna. Hann vippaði og markvörðurinn stóð. Vandræðalegt en við unnum leikinn,“ sagði Kjartan. Hvernig var listinn? „Það sem er ekki fyndið er að strákarnir taka ekki meira mark á mér en það að þeir taka bara sínar eigin ákvarðanir þarna inn á vellinum,“ sagði Kjartan. „Hvernig var listinn,“ spurði Aron. „Siggi var fyrstur sem er nían,“ sagði Kjartan og var þar að tala um Sigurð Bjart Hallsson. „Þú ræður ekkert við þá,“ sagði Edda Sif Pálsdóttir sem var líka gestur í þættinum. „Það er það sem ég tók út úr þessu. Alveg sama hvað ég segir því þeir gera bara eitthvað annað. Við unnum leikinn og allt það en ég held að það muni ekki koma neinum á óvart hver tekur næsta víti,“ sagði Kjartan. Það má horfa á þetta skemmtilega spjall hér fyrir ofan. Það má einnig sjá svipmyndir frá umræddum leik. Gummi Ben stýrir Big Ben, spjallþætti þar sem rauð spjöld og rauðvín eru jafn líkleg umræðuefni. Þátturinn er á fimmtudögum klukkan 22.10. Guðmundur fær til sín áhugaverða gesti sem ræða stundum um fótbolta… og stundum bara um lífið sjálft. Hjálmar Örn kíkir reglulega við og hristir aðeins upp í hlutunum, eins og honum einum er lagið. Besta deild karla FH Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Aron er mikill FH-ingur eins og flestir vita og góður vinur Björns Daníels Sverrissonar, fyrirliði fótboltaliðs FH. Aron hefur því góða innsýn í hvað er að gerast á bak við tjöldin hjá liðinu. Aron fór að ræða um leikinn á móti Skagamönnum á dögunum þegar FH-ingar klikkuðu á tveimur vítaspyrnum í sama leiknum. Fékk spurningar í hálfleik „Við lentum nú í því í Krikanum á dögunum að okkar allra sterkasti, Kjartan Kári [Halldórsson], hann klikkaði. Ég fékk nú heldur betur spurningarnar í hálfleik þar sem ég og Björn Daníel [Sverrisson] erum nú æskuvinir,“ sagði Aron. Klippa: Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann „Hvað af hverju fer ekki Björná punktinn? Ég er alveg sammála þér sagði ég. Hvað gerist? Við fáum víti í seinni hálfleik. Hann [Björn Daníel] fer á punktinn og það gekk ekki alveg það sem minn maður ætlaði að gera ,“ sagði Aron og brosti. „Hann fékk frábæra hugmynd,“ skaut Kjartan inn í. „Hann fékk frábæra hugmynd en framkvæmdin var ekki alveg nógu góð. Svo hitti ég þig eftir leik. Þá segir þú það við mig og Björn að þú sért að sjá um vítaskytturnar,“ sagði Aron. „Jú, ég ákveð hver tekur vítin,“ sagði Kjartan Henry. Finnst að níurnar eigi að fara á punktinn „Ég hef alltaf verið þannig. Nú er ég enginn sérfræðingur í fótbolta en mér finnst alltaf að níurnar eigi að fara á punktinn,“ sagði Aron. Kjartan sagði þá frá fyrirkomulaginu með vítin og því að leikmenn FH hlusta greinilega ekkert á hann. „Ég sagði við þig og Björn: Af hverju gerir þig ekki það sem stendur á blaðinu? Björn ákvað þetta eftir að Kjartan var búinn að klúðra víti fyrr á tímabilinu. Hann ætlað að koma honum yfir það að hafa klúðrað,“ sagði Kjartan. „Það fór illa og svo ákvað Bjössi að taka svona fyrirliðatýpuna. Hann vippaði og markvörðurinn stóð. Vandræðalegt en við unnum leikinn,“ sagði Kjartan. Hvernig var listinn? „Það sem er ekki fyndið er að strákarnir taka ekki meira mark á mér en það að þeir taka bara sínar eigin ákvarðanir þarna inn á vellinum,“ sagði Kjartan. „Hvernig var listinn,“ spurði Aron. „Siggi var fyrstur sem er nían,“ sagði Kjartan og var þar að tala um Sigurð Bjart Hallsson. „Þú ræður ekkert við þá,“ sagði Edda Sif Pálsdóttir sem var líka gestur í þættinum. „Það er það sem ég tók út úr þessu. Alveg sama hvað ég segir því þeir gera bara eitthvað annað. Við unnum leikinn og allt það en ég held að það muni ekki koma neinum á óvart hver tekur næsta víti,“ sagði Kjartan. Það má horfa á þetta skemmtilega spjall hér fyrir ofan. Það má einnig sjá svipmyndir frá umræddum leik. Gummi Ben stýrir Big Ben, spjallþætti þar sem rauð spjöld og rauðvín eru jafn líkleg umræðuefni. Þátturinn er á fimmtudögum klukkan 22.10. Guðmundur fær til sín áhugaverða gesti sem ræða stundum um fótbolta… og stundum bara um lífið sjálft. Hjálmar Örn kíkir reglulega við og hristir aðeins upp í hlutunum, eins og honum einum er lagið.
Besta deild karla FH Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira