Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2025 09:00 Gumma Ben var ekki skemmt yfir stælunum í Stjörnunni. sýn sport Strákarnir í Stúkunni tóku Stjörnuna til bæna eftir að Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gagnrýndi skort á gestrisni hjá Garðbæingum. Stjarnan vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið sigraði KA, 3-2, í Bestu deild karla á sunnudaginn. Eftir leikinn kvartaði Hallgrímur yfir því hvernig Stjörnumenn taka á móti liðum á Samsung-vellinum. „Leikskýrslan kemur trekk í trekk 45 mínútum fyrir leik á meðan við skilum skýrslunni af okkur klukkutíma fyrir leik. Þeir vökva svo bara völlinn öðru megin og hundbleyta varamannaskýlið okkar. Þetta er leiðinda hugarleikir sem er ekki mikill bragur af. Mér finnst að KSÍ eigi að taka á þessu og þetta er Stjörnunnni ekki til sóma,“ sagði Hallgrímur í samtali við Vísi. Stúkumenn tóku undir gagnrýni Hallgríms og sögðu Stjörnumönnum að gyrða sig í þessum efnum. „Það er óhætt að segja að Haddi væri langt frá því að vera ánægður. Mér leið í alvöru eins og hann væri reiðari yfir framkomu Stjörnunnar en nánast úrslitunum. Og skiljanlega,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég ætla bara að henda þessu fram: Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni og þeim sem stjórna þessu liði ef þeir geta hreinlega ekki drullast til að skila skýrslu á réttum tíma? Eru þeir að skoða hitt liðið áður en þeir ákveða hverjir eiga að vera inni hjá sér? Þetta gerðist 23, 24 og 25. Þetta gerist öll þessi ár sem þeir eru að stjórna þarna. Hvað í fjandanum er að þessu liði?“ Félaginu til vansa Ólafur Kristjánsson tók við boltanum og skammaði Stjörnumenn fyrir tregðu þeirra við að skila inn leikskýrslu á réttum tíma. „Það hefur verið leitað eftir skýringum og menn hafa verið spurðir. Þetta hefur verið óheppni eða bilun í tölvukerfi eða netsambandið í Stjörnuheimilinu hefur ekki verið nógu gott. Þetta er ekki flókið. Það er ákveðið „fair play“ í því fyrir þá sem taka þátt í deildakeppninni að skýrslum ber að skila í síðasta lagi 45 mínútum fyrir leik og það eru tilmæli að það sé klukkutíma fyrir leik. Þá skilar þú bara skýrslunni og ert ekkert í svona leik,“ sagði Ólafur. Klippa: Stúkan - umræða um gestrisni Stjörnunnar „Ég veit ekkert á hvern á að benda því þegar leitað er eftir svörum bendir hver á annan. Þetta er bara ekki nógu gott. Þetta er félaginu til vansa og mér finnst að menn þurfi að taka á þessu því þetta gengur aftur og aftur og aftur af því að það er ekki tekið á þessu. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra þeirra sem taka þátt að þetta sé gert almennilega. Þú getur lifað með einhverju slysi eða bilun en síendurtekið er helvítis óheppni.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Stjarnan KA Stúkan Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira
Stjarnan vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið sigraði KA, 3-2, í Bestu deild karla á sunnudaginn. Eftir leikinn kvartaði Hallgrímur yfir því hvernig Stjörnumenn taka á móti liðum á Samsung-vellinum. „Leikskýrslan kemur trekk í trekk 45 mínútum fyrir leik á meðan við skilum skýrslunni af okkur klukkutíma fyrir leik. Þeir vökva svo bara völlinn öðru megin og hundbleyta varamannaskýlið okkar. Þetta er leiðinda hugarleikir sem er ekki mikill bragur af. Mér finnst að KSÍ eigi að taka á þessu og þetta er Stjörnunnni ekki til sóma,“ sagði Hallgrímur í samtali við Vísi. Stúkumenn tóku undir gagnrýni Hallgríms og sögðu Stjörnumönnum að gyrða sig í þessum efnum. „Það er óhætt að segja að Haddi væri langt frá því að vera ánægður. Mér leið í alvöru eins og hann væri reiðari yfir framkomu Stjörnunnar en nánast úrslitunum. Og skiljanlega,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég ætla bara að henda þessu fram: Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni og þeim sem stjórna þessu liði ef þeir geta hreinlega ekki drullast til að skila skýrslu á réttum tíma? Eru þeir að skoða hitt liðið áður en þeir ákveða hverjir eiga að vera inni hjá sér? Þetta gerðist 23, 24 og 25. Þetta gerist öll þessi ár sem þeir eru að stjórna þarna. Hvað í fjandanum er að þessu liði?“ Félaginu til vansa Ólafur Kristjánsson tók við boltanum og skammaði Stjörnumenn fyrir tregðu þeirra við að skila inn leikskýrslu á réttum tíma. „Það hefur verið leitað eftir skýringum og menn hafa verið spurðir. Þetta hefur verið óheppni eða bilun í tölvukerfi eða netsambandið í Stjörnuheimilinu hefur ekki verið nógu gott. Þetta er ekki flókið. Það er ákveðið „fair play“ í því fyrir þá sem taka þátt í deildakeppninni að skýrslum ber að skila í síðasta lagi 45 mínútum fyrir leik og það eru tilmæli að það sé klukkutíma fyrir leik. Þá skilar þú bara skýrslunni og ert ekkert í svona leik,“ sagði Ólafur. Klippa: Stúkan - umræða um gestrisni Stjörnunnar „Ég veit ekkert á hvern á að benda því þegar leitað er eftir svörum bendir hver á annan. Þetta er bara ekki nógu gott. Þetta er félaginu til vansa og mér finnst að menn þurfi að taka á þessu því þetta gengur aftur og aftur og aftur af því að það er ekki tekið á þessu. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra þeirra sem taka þátt að þetta sé gert almennilega. Þú getur lifað með einhverju slysi eða bilun en síendurtekið er helvítis óheppni.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stjarnan KA Stúkan Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira