Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2025 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson var skiljanlega ósáttur við það að vera tekinn af velli. Sýn Sport Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn af velli í toppslag Víkings og Breiðabliks í síðustu umferð í Bestu deild karla í fótbolta og sérfræðingar Stúkunnar gagnrýndu þá ákvörðun. Víkingar voru þá 2-1 yfir og manni fleiri en misstu leikinn niður í jafntefli eftir að Gylfi fór af velli. Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stúkunnar, fór yfir það hvernig Gylfi var mjög áberandi í öllu því góða sem Víkingarnir voru að búa til í sókninni. Hann sýndi margar góðar sendingar hjá Gylfa og nokkur ágæt skot. „Mér fannst hann vera allt í öllu í leik Víkinga á þessum kafla. Þegar hann er tekinn út af þá veltir maður fyri sér: Var eitthvað að plaga hann,“ spurði Ólafur. Hlýtur að vera einhver ástæða Guðmundur Benediktsson benti á það að Gylfi hefði misst af leik á undan. „Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að þú takir Gylfa Þór Sigurðsson út af í leik þar sem þú ert einum fleiri og ætlast til þess að taka þrjú stig,“ sagði Guðmundur. Klippa: Stúkan: Umræða um skiptinguna á Gylfa „Og leikmyndin var eins og hún er. Ég segi ekki það að þessi sókn Blikana og þetta mark sem kemur eftir hornspyrnu sé afleiðing af því að Gylfi fór út af. Það sem gerðist fannst mér að þeir misstu svolítið tökin á þessu spili sem þeir voru búnir að ná upp,“ sagði Ólafur. „Það komu aðrir leikmenn inn, fínir leikmenn en ekki með sömu gæði og sama auga fyrir sendingum eins og Gylfi er með,“ sagði Ólafur. „Horfandi á þetta þá fékk ég minni trú á því að Víkingur myndi finna sigurmarkið af því að Gylfi var ekki inn á. Þá ímyndaði maður sér kannski líka aðeins að samherjarnir, trúin þeirra hefur kannski líka aðeins minnkað,“ sagði Guðmundur. Ekkert að fara í einhvern feluleik „Þetta eru góðar eftir á skýringar sem við getum auðvitað komið með. Ég var svolítið að bíða eftir því hvernig Sölvi myndi svara þessu. Hann talaði um að að það væri gula spjaldið. Hann tekur þessa ákvörðun sem þjálfari og svarar því bara ágætlega. Hann er ekkert að fara í einhvern feluleik með það,“ sagði Ólafur. Gylfi var kominn með gult spjald og annað spjald hefði þýtt rautt spjald og tveggja leikja bann af því að hann er búinn að fá rautt spjald á tímabilinu. „Þarna var möguleiki til að stinga í Blikana eins og leikmyndin var orðin. Þarna höfðu Víkingar virkilega möguleika og auðvitað vonaðist Sölvi til þess að það myndi halda áfram. Þegar maður horfir í baksýnisspegilinn á leikinn aftur og sér hvernig hann þróaðist eftir þetta þá fannst mér þá vanta leikmann með þessa sendingagetu, yfirvegun og skilning á spilinu,“ sagði Ólafur. Þetta eru mistök hjá Sölva Sigurbjörn Hreiðarsson tók undir þessa gagnrýni Ólafs á meðferðinni á Gylfa í þessum aðstæðum. „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt, algjörlega. Þetta eru mistök hjá Sölva og þjálfarateyminu að mínu viti nema að hann sé eitthvað meiddur,“ sagði Sigurbjörn. „Hann gæti fengið gult spjald og þetta bann en þessi leikur skiptir gríðarlega miklu máli. Þetta er einn af úrslitaleikjunum og það er hálfur mánuður í næsta leik. Þeir leysa það ef hann fer í eitthvað leikbann,“ sagði Sigurbjörn. Kjöraðstæður fyrir Gylfa „Þarna verður þú bara að vinna. Þarna ertu með leikmann eins og Óli var að tala um. Í þessu mómenti, einum fleiri, ertu með kjöraðstæður fyrir Gylfa. Ég myndi alltaf segja að það er þessi leikur sem skiptir öllu máli,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá allt spjallið fyrir ofan. Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stúkunnar, fór yfir það hvernig Gylfi var mjög áberandi í öllu því góða sem Víkingarnir voru að búa til í sókninni. Hann sýndi margar góðar sendingar hjá Gylfa og nokkur ágæt skot. „Mér fannst hann vera allt í öllu í leik Víkinga á þessum kafla. Þegar hann er tekinn út af þá veltir maður fyri sér: Var eitthvað að plaga hann,“ spurði Ólafur. Hlýtur að vera einhver ástæða Guðmundur Benediktsson benti á það að Gylfi hefði misst af leik á undan. „Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að þú takir Gylfa Þór Sigurðsson út af í leik þar sem þú ert einum fleiri og ætlast til þess að taka þrjú stig,“ sagði Guðmundur. Klippa: Stúkan: Umræða um skiptinguna á Gylfa „Og leikmyndin var eins og hún er. Ég segi ekki það að þessi sókn Blikana og þetta mark sem kemur eftir hornspyrnu sé afleiðing af því að Gylfi fór út af. Það sem gerðist fannst mér að þeir misstu svolítið tökin á þessu spili sem þeir voru búnir að ná upp,“ sagði Ólafur. „Það komu aðrir leikmenn inn, fínir leikmenn en ekki með sömu gæði og sama auga fyrir sendingum eins og Gylfi er með,“ sagði Ólafur. „Horfandi á þetta þá fékk ég minni trú á því að Víkingur myndi finna sigurmarkið af því að Gylfi var ekki inn á. Þá ímyndaði maður sér kannski líka aðeins að samherjarnir, trúin þeirra hefur kannski líka aðeins minnkað,“ sagði Guðmundur. Ekkert að fara í einhvern feluleik „Þetta eru góðar eftir á skýringar sem við getum auðvitað komið með. Ég var svolítið að bíða eftir því hvernig Sölvi myndi svara þessu. Hann talaði um að að það væri gula spjaldið. Hann tekur þessa ákvörðun sem þjálfari og svarar því bara ágætlega. Hann er ekkert að fara í einhvern feluleik með það,“ sagði Ólafur. Gylfi var kominn með gult spjald og annað spjald hefði þýtt rautt spjald og tveggja leikja bann af því að hann er búinn að fá rautt spjald á tímabilinu. „Þarna var möguleiki til að stinga í Blikana eins og leikmyndin var orðin. Þarna höfðu Víkingar virkilega möguleika og auðvitað vonaðist Sölvi til þess að það myndi halda áfram. Þegar maður horfir í baksýnisspegilinn á leikinn aftur og sér hvernig hann þróaðist eftir þetta þá fannst mér þá vanta leikmann með þessa sendingagetu, yfirvegun og skilning á spilinu,“ sagði Ólafur. Þetta eru mistök hjá Sölva Sigurbjörn Hreiðarsson tók undir þessa gagnrýni Ólafs á meðferðinni á Gylfa í þessum aðstæðum. „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt, algjörlega. Þetta eru mistök hjá Sölva og þjálfarateyminu að mínu viti nema að hann sé eitthvað meiddur,“ sagði Sigurbjörn. „Hann gæti fengið gult spjald og þetta bann en þessi leikur skiptir gríðarlega miklu máli. Þetta er einn af úrslitaleikjunum og það er hálfur mánuður í næsta leik. Þeir leysa það ef hann fer í eitthvað leikbann,“ sagði Sigurbjörn. Kjöraðstæður fyrir Gylfa „Þarna verður þú bara að vinna. Þarna ertu með leikmann eins og Óli var að tala um. Í þessu mómenti, einum fleiri, ertu með kjöraðstæður fyrir Gylfa. Ég myndi alltaf segja að það er þessi leikur sem skiptir öllu máli,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá allt spjallið fyrir ofan.
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira