Hætta með spilakassa á Ölveri Bjarki Sigurðsson skrifar 3. september 2025 22:11 Björn Hlynur Haraldsson og Gylfi Jens Gylfason eru eigendur Ölvers. Sýn/Bjarni Eigendur Ölvers í Glæsibæ hafa ákveðið að hætta með spilakassa á staðnum. Þeir segja ákvörðunina tekna með hjartanu en eftir mikla umhugsun tekið þetta stóra skref. Sportbarinn Ölver hefur verið starfræktur í Glæsibæ síðan árið 1984. Um árabil hafa gestir getað farið þar í spilakassa, líkt og þekkist á mörgum svipuðum stöðum. Eigendur staðarins hafa hins vegar ákveðið að um mánaðamótin hverfi kassarnir á brott. „Við höfum tekið ákvörðun um að láta gamlan draum rætast. Að þróa staðinn á þann hátt sem við lögðum upp með í upphafi, að þetta væri hverfisbarinn okkar í gamla góða hverfinu. Félagsheimili úti á landi fílingur með viðburðum, skemmtanahaldi og slíku,“ segir Gylfi Jens Gylfason, annar af eigendum Ölvers. Erfið ákvörðun Tekjur Íslandsspila og Happdrættis Háskóla Íslands af spilakössum árið 2023 námu rétt tæpum fjórum milljörðum króna. Árið 2020 voru tekjurnar tveir milljarðar og því tvöföldun á þremur árum. Spilakassarnir eru afar arðbærir fyrir þá sem reka spilasalina. „Við erum svona sirkabát lélegustu kapítalistar Íslands. Af mörgum slæmum. Þannig við höfum ákveðið að svara þessu ákalli. Þetta er samfélagsleg ábyrgð okkar að taka þetta. Það finnst okkur. Við höfum viljað koma þessu út, en við viðurkennum það að við höfum ekki gert það hingað til þar sem þetta hefur gefið okkur vel í aðra höndina. En það er komið að stoppi núna,“ segir Björn Hlynur Haraldsson, einnig eigandi Ölvers. „Það má eiginlega segja að þetta sé ákvörðun sem er tekin með hjartanu en ekki heilanum. Excel-skjalið mun örugglega blæða í einhvern tíma, en stundum verður maður bara að gera það sem manni finnst rétt,“ segir Gylfi. Nóg annað að gera Rýmið verður nýtt í annars konar afþreyingu fyrir gesti staðarins, til dæmis pílu og billjard. „Við viljum þróa okkar stað á ákveðinn veg, en hvað aðrir gera verður bara að koma í ljós,“ segir Gylfi. Fjárhættuspil Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Sportbarinn Ölver hefur verið starfræktur í Glæsibæ síðan árið 1984. Um árabil hafa gestir getað farið þar í spilakassa, líkt og þekkist á mörgum svipuðum stöðum. Eigendur staðarins hafa hins vegar ákveðið að um mánaðamótin hverfi kassarnir á brott. „Við höfum tekið ákvörðun um að láta gamlan draum rætast. Að þróa staðinn á þann hátt sem við lögðum upp með í upphafi, að þetta væri hverfisbarinn okkar í gamla góða hverfinu. Félagsheimili úti á landi fílingur með viðburðum, skemmtanahaldi og slíku,“ segir Gylfi Jens Gylfason, annar af eigendum Ölvers. Erfið ákvörðun Tekjur Íslandsspila og Happdrættis Háskóla Íslands af spilakössum árið 2023 námu rétt tæpum fjórum milljörðum króna. Árið 2020 voru tekjurnar tveir milljarðar og því tvöföldun á þremur árum. Spilakassarnir eru afar arðbærir fyrir þá sem reka spilasalina. „Við erum svona sirkabát lélegustu kapítalistar Íslands. Af mörgum slæmum. Þannig við höfum ákveðið að svara þessu ákalli. Þetta er samfélagsleg ábyrgð okkar að taka þetta. Það finnst okkur. Við höfum viljað koma þessu út, en við viðurkennum það að við höfum ekki gert það hingað til þar sem þetta hefur gefið okkur vel í aðra höndina. En það er komið að stoppi núna,“ segir Björn Hlynur Haraldsson, einnig eigandi Ölvers. „Það má eiginlega segja að þetta sé ákvörðun sem er tekin með hjartanu en ekki heilanum. Excel-skjalið mun örugglega blæða í einhvern tíma, en stundum verður maður bara að gera það sem manni finnst rétt,“ segir Gylfi. Nóg annað að gera Rýmið verður nýtt í annars konar afþreyingu fyrir gesti staðarins, til dæmis pílu og billjard. „Við viljum þróa okkar stað á ákveðinn veg, en hvað aðrir gera verður bara að koma í ljós,“ segir Gylfi.
Fjárhættuspil Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira