Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2025 12:01 Tyrrell Hatton sprakk úr hlátri þegar liðsfélagi hans rak við. Lið Evrópu og Bandaríkjanna búa sig nú undir Ryder-bikarinn í golfi. Ekki vantar léttleikann hjá evrópska liðinu eins og sást á æfingu þess í gær. Tyrrell Hatton var þá að undirbúa högg af teig þegar samherji hans rak tvisvar við, hátt og snjallt. Hatton átti erfitt með sig og sprakk á endanum úr hlátri eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan. Sometimes you just can’t hold it 💨😂 pic.twitter.com/k5nKrH58NM— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 16, 2025 Hatton gladdist mjög þegar hann tryggði sér sæti í Ryder-liði Evrópu og datt hressilega í það ásamt Jon Rahm. Enski kylfingurinn tók svo vel á því að hann vaknaði allur útataður í eigin ælu. „Þegar ég kom upp á herbergi féll ég í rúmið og á magann og þegar ég vaknaði hafði ég ælt í þeirri stellingu. Ég var allur út í ælu, hendurnar, skyrtan og þegar ég leit í spegilinn var ég með ælu á andlitinu. Hún var líka í rúminu,“ sagði Hatton. Ryder-bikarinn 2025 fer fram í New York um þarnæstu helgi. Evrópa á titil að verja eftir að hafa unnið á Ítalíu fyrir tveimur árum. Hinn 33 ára Hatton hefur þrívegis áður keppt í Ryder-bikarnum. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Tyrrell Hatton var þá að undirbúa högg af teig þegar samherji hans rak tvisvar við, hátt og snjallt. Hatton átti erfitt með sig og sprakk á endanum úr hlátri eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan. Sometimes you just can’t hold it 💨😂 pic.twitter.com/k5nKrH58NM— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 16, 2025 Hatton gladdist mjög þegar hann tryggði sér sæti í Ryder-liði Evrópu og datt hressilega í það ásamt Jon Rahm. Enski kylfingurinn tók svo vel á því að hann vaknaði allur útataður í eigin ælu. „Þegar ég kom upp á herbergi féll ég í rúmið og á magann og þegar ég vaknaði hafði ég ælt í þeirri stellingu. Ég var allur út í ælu, hendurnar, skyrtan og þegar ég leit í spegilinn var ég með ælu á andlitinu. Hún var líka í rúminu,“ sagði Hatton. Ryder-bikarinn 2025 fer fram í New York um þarnæstu helgi. Evrópa á titil að verja eftir að hafa unnið á Ítalíu fyrir tveimur árum. Hinn 33 ára Hatton hefur þrívegis áður keppt í Ryder-bikarnum.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira