Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2025 14:13 Stjörnumenn komu sér af fullum þunga í titilbaráttuna með sigri gegn Val í síðustu umferð fyrir skiptingu Bestu deildarinnar. Sekt upp á 150 þúsund skyggir tæplega á gleðina yfir því. vísir/Anton Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur nú staðfest úrskurð Aga- og úrskurðarnefndar þess efnis að knattspyrnudeild Stjörnunnar skuli greiða 150.000 krónur í sekt fyrir að hafa fyllt út leikskýrslu með röngum hætti. KA kærði Stjörnuna eftir leik liðanna á Samsungvellinum í Garðabæ þann 31. ágúst, í Bestu deild karla, vegna meintra leikskýrslubrellna Stjörnumanna. Hallgrímur Jónasson þjálfari KA fór mikinn í viðtölum eftir leikinn, og hraunaði yfir slæma gestrisni Garðbæinga, og Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði: „Óþolandi þegar sömu félögin komast alltaf aftur og aftur upp með óheiðarleika gagnvart skýrslugerð og KSÍ gerir ekki neitt í því. Þetta á bara að vera feit sekt á félögin sem gera þetta aftur og aftur.“ Óþolandi þegar sömu félögin komast alltaf aftur og aftur upp með óheiðarleika gagnvart skýrslugerð og KSÍ gerir ekki neitt í því. Þetta á bara að vera feit sekt á félögin sem gera þetta aftur og aftur— saevar petursson (@saevarp) August 31, 2025 Stjörnumenn þvertóku hins vegar fyrir að hafa vísvitandi fyllt leikskýrslu ranglega út, eða skilað of seint inn á vef KSÍ. Ljóst er að þeir brutu að þessu sinni reglur með því að fylla ranglega út upplýsingar um aðstoðarþjálfara í leiknum við KA. Ekki kemur skýrt fram í dómi Áfrýjunardómstóls hvort eða hve mikið það að skila skýrslu seint hafi haft áhrif á sektina. Mælst er til þess í leikjahandbók KSÍ að lið skili inn réttri leikskýrslu að minnsta kosti klukkutíma fyrir hvern leik, og hún birtist svo klukkutíma fyrir leik á vef KSÍ. Hún skal svo afhent dómara eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Fyrri dæmi eru um það að rangt útfyllt skýrsla frá Stjörnunni birtist á vefnum sem er svo leiðrétt áður en dómarinn fær hana, og hafa Stjörnumenn verið gagnrýndir fyrir þetta. KA-menn fóru fram á að Stjörnunni yrði dæmt 3-0 tap og að þjálfari eða forráðamaður félagsins yrði látinn sæta viðurlögum en þeim kröfum hefur nú verið hafnað á báðum dómstigum KSÍ. Niðurstaðan er sem fyrr segir 150 þúsund króna sekt. Dóm Áfrýjunardómstóls KSÍ má lesa hér. Úr Handbók leikja KSÍ: Félögum ber að fylla út leikskýrslu á innri vef KSÍ í síðasta lagi 60 mínútum fyrir leik. Þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
KA kærði Stjörnuna eftir leik liðanna á Samsungvellinum í Garðabæ þann 31. ágúst, í Bestu deild karla, vegna meintra leikskýrslubrellna Stjörnumanna. Hallgrímur Jónasson þjálfari KA fór mikinn í viðtölum eftir leikinn, og hraunaði yfir slæma gestrisni Garðbæinga, og Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði: „Óþolandi þegar sömu félögin komast alltaf aftur og aftur upp með óheiðarleika gagnvart skýrslugerð og KSÍ gerir ekki neitt í því. Þetta á bara að vera feit sekt á félögin sem gera þetta aftur og aftur.“ Óþolandi þegar sömu félögin komast alltaf aftur og aftur upp með óheiðarleika gagnvart skýrslugerð og KSÍ gerir ekki neitt í því. Þetta á bara að vera feit sekt á félögin sem gera þetta aftur og aftur— saevar petursson (@saevarp) August 31, 2025 Stjörnumenn þvertóku hins vegar fyrir að hafa vísvitandi fyllt leikskýrslu ranglega út, eða skilað of seint inn á vef KSÍ. Ljóst er að þeir brutu að þessu sinni reglur með því að fylla ranglega út upplýsingar um aðstoðarþjálfara í leiknum við KA. Ekki kemur skýrt fram í dómi Áfrýjunardómstóls hvort eða hve mikið það að skila skýrslu seint hafi haft áhrif á sektina. Mælst er til þess í leikjahandbók KSÍ að lið skili inn réttri leikskýrslu að minnsta kosti klukkutíma fyrir hvern leik, og hún birtist svo klukkutíma fyrir leik á vef KSÍ. Hún skal svo afhent dómara eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Fyrri dæmi eru um það að rangt útfyllt skýrsla frá Stjörnunni birtist á vefnum sem er svo leiðrétt áður en dómarinn fær hana, og hafa Stjörnumenn verið gagnrýndir fyrir þetta. KA-menn fóru fram á að Stjörnunni yrði dæmt 3-0 tap og að þjálfari eða forráðamaður félagsins yrði látinn sæta viðurlögum en þeim kröfum hefur nú verið hafnað á báðum dómstigum KSÍ. Niðurstaðan er sem fyrr segir 150 þúsund króna sekt. Dóm Áfrýjunardómstóls KSÍ má lesa hér. Úr Handbók leikja KSÍ: Félögum ber að fylla út leikskýrslu á innri vef KSÍ í síðasta lagi 60 mínútum fyrir leik. Þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma.
Úr Handbók leikja KSÍ: Félögum ber að fylla út leikskýrslu á innri vef KSÍ í síðasta lagi 60 mínútum fyrir leik. Þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira