Róbert hættir hjá HSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2025 12:27 Róbert Geir Gíslason hefur starfað hjá HSÍ í rúma tvo áratugi. vísir/baldur hrafnkell Róbert Geir Gíslason lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands samkvæmt heimildum fréttastofu. Ekki liggur fyrir hver tekur við starfi framkvæmdastjóra af Róberti sem hefur unnið lengi hjá HSÍ. Hvorki hefur náðst í Róbert né Jón Halldórsson, formann HSÍ. Róbert tók við stöðu framkvæmdastjóra HSÍ af Einari Þorvarðarsyni 2017 en hann tók fyrst til starfa á skrifstofu sambandsins 2003. Róbert gegndi lengi starfi mótastjóra HSÍ. Erfið staða HSÍ Í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í síðustu viku ræddi formaður HSÍ um fjárhagsstöðu sambandsins sem hann sagði vera grafalvarlega. „Það er stóra áskorunin fyrir Handknattleikssambandið. Hún er stærri en ég átti von á, staðan er erfiðari og hún er alveg grafalvarleg. Við erum að róa öllum árum að finna leiðir hvernig við getum haldið áfram þessu afreksstarfi sem við höfum haldið úti undanfarin ár. Til að halda íslenskum handbolta á heimsmælikvarða. En það er ekkert sjálfgefið að það gerist,“ sagði Jón í Sportpakkanum á Sýn. Að sögn Jóns hefur kostar árangur landsliða Íslands í handbolta sitt. „Það er kannski skrýtið að segja það – það sem háir okkur er árangur. Við höfum náð frábærum árangri á undanförnum árum. Við erum á stórmótum ár eftir ár með karlaliðið, nú eru stelpurnar búnar að vera á stórmótum undanfarin ár og eru að fara á HM í desember og yngri landsliðin hafa náð frábærum árangri.“ Uppfært 13:20 Í tilkynningu á heimasíðu sinni staðfestir HSÍ að Róbert láti af störfum hjá sambandinu um áramótin. „Ég tel þetta vera góðan tíma til að stíga frá borði og bjóða nýjum og ferskum vindum að koma inn í starfsemi HSÍ. Það hefur verið mikill heiður að fá að starfa fyrir sambandið í öll þessi ár og er ég þakklátur öllu því fólki sem ég hef starfað með í þennan tíma. Það eru forréttindi að hafa fengið að upplifa þessar stóru stundir með landsliðunum, þátttöku í stórmótum í blíðu og stríðu,“ segir Róbert í tilkynningunni. „Það er eitthvað sem ég verð alla tíð þakklátur fyrir og mun minnast. Ég finn jafnframt að er nú rétti tíminn til breytinga fyrir mig. Ég hef nýverið lokið MBA námi og er spenntur að stíga inn á annan vettvang og þróast enn frekar sem einstaklingur og stjórnandi.“ HSÍ Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Ekki liggur fyrir hver tekur við starfi framkvæmdastjóra af Róberti sem hefur unnið lengi hjá HSÍ. Hvorki hefur náðst í Róbert né Jón Halldórsson, formann HSÍ. Róbert tók við stöðu framkvæmdastjóra HSÍ af Einari Þorvarðarsyni 2017 en hann tók fyrst til starfa á skrifstofu sambandsins 2003. Róbert gegndi lengi starfi mótastjóra HSÍ. Erfið staða HSÍ Í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í síðustu viku ræddi formaður HSÍ um fjárhagsstöðu sambandsins sem hann sagði vera grafalvarlega. „Það er stóra áskorunin fyrir Handknattleikssambandið. Hún er stærri en ég átti von á, staðan er erfiðari og hún er alveg grafalvarleg. Við erum að róa öllum árum að finna leiðir hvernig við getum haldið áfram þessu afreksstarfi sem við höfum haldið úti undanfarin ár. Til að halda íslenskum handbolta á heimsmælikvarða. En það er ekkert sjálfgefið að það gerist,“ sagði Jón í Sportpakkanum á Sýn. Að sögn Jóns hefur kostar árangur landsliða Íslands í handbolta sitt. „Það er kannski skrýtið að segja það – það sem háir okkur er árangur. Við höfum náð frábærum árangri á undanförnum árum. Við erum á stórmótum ár eftir ár með karlaliðið, nú eru stelpurnar búnar að vera á stórmótum undanfarin ár og eru að fara á HM í desember og yngri landsliðin hafa náð frábærum árangri.“ Uppfært 13:20 Í tilkynningu á heimasíðu sinni staðfestir HSÍ að Róbert láti af störfum hjá sambandinu um áramótin. „Ég tel þetta vera góðan tíma til að stíga frá borði og bjóða nýjum og ferskum vindum að koma inn í starfsemi HSÍ. Það hefur verið mikill heiður að fá að starfa fyrir sambandið í öll þessi ár og er ég þakklátur öllu því fólki sem ég hef starfað með í þennan tíma. Það eru forréttindi að hafa fengið að upplifa þessar stóru stundir með landsliðunum, þátttöku í stórmótum í blíðu og stríðu,“ segir Róbert í tilkynningunni. „Það er eitthvað sem ég verð alla tíð þakklátur fyrir og mun minnast. Ég finn jafnframt að er nú rétti tíminn til breytinga fyrir mig. Ég hef nýverið lokið MBA námi og er spenntur að stíga inn á annan vettvang og þróast enn frekar sem einstaklingur og stjórnandi.“
HSÍ Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira