Handbolti

Haukar völtuðu yfir ÍR

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Össur Haraldsson var markahæstur hjá Haukum en margir lögðu hönd á plóg. 
Össur Haraldsson var markahæstur hjá Haukum en margir lögðu hönd á plóg.  vísir / ernir

Haukar unnu afar öruggan sextán marka sigur gegn ÍR í þriðju umferð Olís deildar karla í handbolta. Lokatölur á Ásvöllum 44-28.

Eftir jafna byrjun léku Haukarnir við hvern sinn fingur og brunuðu fram úr áður en fyrri hálflek lauk. Seinni hálfeikur var síðan algjör einstefna og forysta heimamanna stækkaði þar til yfir lauk.

Hornamaðurinn Össur Haraldsson var markahæstur hjá Haukum með níu mörk úr tólf skotum. Freyr Aronsson fylgdi honum eftir með átta mörk fyrir Hauka en alls skoruðu tólf af þrettán útileikmönnum liðsins. Baldur Fritz Bjarnason leiddi sóknarleik ÍR og skilaði tíu mörkum.

Haukar hafa nú unnið tvo leiki í röð eftir tap gegn Aftureldingu í fyrstu umferð.

Afturelding er í efsta sæti með fullt hús stiga eftir 36-27 sigur gegn KA í kvöld. Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur hjá Aftureldingu með átta mörk.

FH og ÍBV eigast einnig við í Olís deildinni í kvöld en fylgjast má með gangi mála í þeim leik hér fyrir neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×