Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. september 2025 10:00 Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og heimilishundurinn Brúnó Rex. Halla hefur mjög gaman af því að sjá kómískar hliðar á lífinu hjá sér og öðrum og segir húmorinn bæði vanmetinn og ómissandi. Svo ekki sé talað um hversu góð áhrif hláturinn hefur á streituna. Vísir/Anton Brink Auðvitað eru það helst krimmasögur sem Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, les eða hlustar á fyrir nóttina, en í brandarabankanum segist hún mögulega ekkert endilega mjög djúp. Finnst húmorinn þó ómissandi og algjörlega vanmetinn. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég tek daginn alltaf snemma og segi oft „Morgunstund gefur gull í mund“. Vöknuð svona milli sex og hálf sjö. Þarf ekki vekjaraklukku en hef hana samt stillta svona 6:45 – ef ske kynni að ég myndi ekki vakna – hluti af öryggisfíklinum í mér.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fyrsta sem ég geri er að kveikja á gömlu gufunni eða Rás 1 – hún er mín uppáhaldsstöð. Fer aðeins eftir hve snemma ég mæti fram í eldhús hvað ég næ af dagskránni sem er endurspiluð mjög snemma í bítið. Síðan kemur morgunbæn og orð dagsins sem er oftast mjög góð hugleiðing inn í verkefni dagsins. Mjög fljótlega kíki ég líka á símann skoða póstinn dagbók lögreglunnar og kíki á helstu miðla. Annað sem þarf að gerast mjög fljótlega er að setja kaffikönnuna af stað og það er annað hvort ég eða maðurinn minn sem gerum það og að taka úr uppþvottavélinni. Kaffibolli með eiginmanninum á morgnana skiptir miklu og þá skiptum við Morgunblaðinu á milli okkar og það er lesið með bollanum. Rennt yfir helstu fréttir en síðan eru það minningagreinarnar og dánartilkynningar; já ég er ein af þeim sem les þær. Stundum hitti ég á börnin en á alltaf gott samtal við heimilishundinn Brúnó Rex.“ Ef þú fengir 10 sekúndna fyrirvara til að segja brandara, myndir þú ná því? „Já myndi geta gert það en ekki viss um að hann væri rosalega góður eða djúpur – svona pabbabrandari, svo sem: Hvað er langt í matinn?? Tveir metrar. Já og froskabrandara sem hafa verið mínir uppáhalds í langan tíma. Í mínum huga er húmor mjög vanmetin og er algjörlega ómissandi. Ég hef mjög gaman að því að sjá kómískar hliðar á lífinu hjá mér og öðrum. Hláturinn er allra meina bót og tala nú ekki um hve góð áhrif hann hefur á streituna.“ Höllu finnst gott að gera tvo hluti í einu: Prjónar og horfir á sjónvarpið. Á sunnudagskvöldum fer hún yfir komandi viku, í lok dags hvað náðist og hvað náðist ekki og hvað er framundan deginum á eftir en fyrir skipulagið notar hún bæði dagbók og Outlook.Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Embættið setti sér metnaðarfulla stefnu í ársbyrjun 2024 og þessa daganna er ég á fullu við að undirbúa vinnudag með framkvæmdastjórninni minni þar sem farið verður yfir þau verkefni sem búið er að framkvæma tengd stefnunni og forgangsraða næstu verkefnum. Barnamálin, það er mál lögreglu þar sem börn eru annað hvort gerandi eða þolandi, eru mér alltaf ofarlega í huga en við erum einnig mikið að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi og þá eru öryggismál mikilvæg í víðtækri merkingu þess orðs. Það er svo auðvitað alltaf forgangsatriði hjá mér að hlúa vel að starfsfólkinu mínu sem sinnir krefjandi og oft gefandi verkefnum. Samhliða breyttum heimi tekst embættið á við ýmsar áskoranir, en þeim fylgja líka tækifæri til að takast á við málin með sem bestum hætti. Miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi lögreglu undanfarin ár og viðbúið að svo verði áfram. Hér hefur orðið þróun sem er sambærileg því sem gerist erlendis og taka verður mið af því. Í frítíma prjóna ég svo mikið og akkúrat núna er ég með ungbarnagalla í vinnslu. Mér finnst gott að prjóna meðan ég horfi á sjónvarpið en ég ein af þeim sem vill gjarnan gera tvo hluti í einu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Að eðlisfari er ég mjög skipulögð og hef bæði dagbók og svo Outlook. Skipulegg mig með mínum nánustu samstarfsmönnum og þá er ég að tala um stóru myndina skipt upp í haustönn /vorönn / sumar. Svona dags daglega þá byrja ég á sunnudagskvöldum að fara yfir vikuna, í lok dags skoða ég hvað náðist og hvað ekki, kanna hvað morgundagurinn ber í skauti sér og svo snemma morguns skoða ég daginn. Þrátt fyrir að dagbókin sé mjög þétt setin að þá getur dagurinn breyst mjög hratt. Vinn í umhverfi þar sem alltaf er eitthvað að gerast sem er ekki planað og þá þarf að mæta því. Enginn dagur er eins og þess vegna er líka gaman að vera í vinnunni þar sem umhverfið er svona lifandi.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Fer að sofa svona milli klukkan ellefu og tólf og finnst mjög gott að lesa aðeins eða láta lesa fyrir mig og þar kemur „Storytel“ sterkt inn. Bókin má bara ekki vera of spennandi svo hún haldi fyrir mér vöku og sjálfsögðu eru það krimmar sem eru mínar uppáhalds bækur fyrir nóttina.“ Kaffispjallið Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Dellukallinn Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita fasteignafélags, er ekkert fyrir að dúlla sér á morgnana. Er ýmist kominn út á augnabliki eða korteri. Guðni segist frekar myndi velja að vera með Tinna í flugsætinu við hliðina á sér en Elon Musk. 13. september 2025 10:00 Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, segist hvorki vera A né B týpa; Hún sé C-týpa sem þýði að hún vill fara að sofa snemma og sofa út! „Ingunn mín er rólegt að gera hjá þér núna“ spyr eiginmaðurinn glöggi þegar Ingunn er eitthvað sunnan við sig. 6. september 2025 10:02 „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Víkings, væri alveg til í að geta spilað á gítar undir laginu Fram á nótt með Nýdönsk og horfir öfundaraugum til þeirra sem kunna að draga fram hljóðfæri í útilegum. Haukur smitast fljótt í söng og stemningu. 21. júní 2025 10:01 Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, er ekki góður söngvari. Að minnsta kosti hryllir fjölskyldunni við þegar hann fær lag á heilann og syngur það hástöfum. Blessunarlega erfðu börnin ekki þennan skort á sönghæfileikunum. 10. maí 2025 10:04 Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Forlagsins, viðurkennir að eiga erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli. En almennt telur hún sig tapsára í meðallagi. Sigþrúður stillir ekki vekjaraklukku heldur vaknar bara þegar hún vaknar. 14. júní 2025 10:00 Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég tek daginn alltaf snemma og segi oft „Morgunstund gefur gull í mund“. Vöknuð svona milli sex og hálf sjö. Þarf ekki vekjaraklukku en hef hana samt stillta svona 6:45 – ef ske kynni að ég myndi ekki vakna – hluti af öryggisfíklinum í mér.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fyrsta sem ég geri er að kveikja á gömlu gufunni eða Rás 1 – hún er mín uppáhaldsstöð. Fer aðeins eftir hve snemma ég mæti fram í eldhús hvað ég næ af dagskránni sem er endurspiluð mjög snemma í bítið. Síðan kemur morgunbæn og orð dagsins sem er oftast mjög góð hugleiðing inn í verkefni dagsins. Mjög fljótlega kíki ég líka á símann skoða póstinn dagbók lögreglunnar og kíki á helstu miðla. Annað sem þarf að gerast mjög fljótlega er að setja kaffikönnuna af stað og það er annað hvort ég eða maðurinn minn sem gerum það og að taka úr uppþvottavélinni. Kaffibolli með eiginmanninum á morgnana skiptir miklu og þá skiptum við Morgunblaðinu á milli okkar og það er lesið með bollanum. Rennt yfir helstu fréttir en síðan eru það minningagreinarnar og dánartilkynningar; já ég er ein af þeim sem les þær. Stundum hitti ég á börnin en á alltaf gott samtal við heimilishundinn Brúnó Rex.“ Ef þú fengir 10 sekúndna fyrirvara til að segja brandara, myndir þú ná því? „Já myndi geta gert það en ekki viss um að hann væri rosalega góður eða djúpur – svona pabbabrandari, svo sem: Hvað er langt í matinn?? Tveir metrar. Já og froskabrandara sem hafa verið mínir uppáhalds í langan tíma. Í mínum huga er húmor mjög vanmetin og er algjörlega ómissandi. Ég hef mjög gaman að því að sjá kómískar hliðar á lífinu hjá mér og öðrum. Hláturinn er allra meina bót og tala nú ekki um hve góð áhrif hann hefur á streituna.“ Höllu finnst gott að gera tvo hluti í einu: Prjónar og horfir á sjónvarpið. Á sunnudagskvöldum fer hún yfir komandi viku, í lok dags hvað náðist og hvað náðist ekki og hvað er framundan deginum á eftir en fyrir skipulagið notar hún bæði dagbók og Outlook.Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Embættið setti sér metnaðarfulla stefnu í ársbyrjun 2024 og þessa daganna er ég á fullu við að undirbúa vinnudag með framkvæmdastjórninni minni þar sem farið verður yfir þau verkefni sem búið er að framkvæma tengd stefnunni og forgangsraða næstu verkefnum. Barnamálin, það er mál lögreglu þar sem börn eru annað hvort gerandi eða þolandi, eru mér alltaf ofarlega í huga en við erum einnig mikið að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi og þá eru öryggismál mikilvæg í víðtækri merkingu þess orðs. Það er svo auðvitað alltaf forgangsatriði hjá mér að hlúa vel að starfsfólkinu mínu sem sinnir krefjandi og oft gefandi verkefnum. Samhliða breyttum heimi tekst embættið á við ýmsar áskoranir, en þeim fylgja líka tækifæri til að takast á við málin með sem bestum hætti. Miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi lögreglu undanfarin ár og viðbúið að svo verði áfram. Hér hefur orðið þróun sem er sambærileg því sem gerist erlendis og taka verður mið af því. Í frítíma prjóna ég svo mikið og akkúrat núna er ég með ungbarnagalla í vinnslu. Mér finnst gott að prjóna meðan ég horfi á sjónvarpið en ég ein af þeim sem vill gjarnan gera tvo hluti í einu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Að eðlisfari er ég mjög skipulögð og hef bæði dagbók og svo Outlook. Skipulegg mig með mínum nánustu samstarfsmönnum og þá er ég að tala um stóru myndina skipt upp í haustönn /vorönn / sumar. Svona dags daglega þá byrja ég á sunnudagskvöldum að fara yfir vikuna, í lok dags skoða ég hvað náðist og hvað ekki, kanna hvað morgundagurinn ber í skauti sér og svo snemma morguns skoða ég daginn. Þrátt fyrir að dagbókin sé mjög þétt setin að þá getur dagurinn breyst mjög hratt. Vinn í umhverfi þar sem alltaf er eitthvað að gerast sem er ekki planað og þá þarf að mæta því. Enginn dagur er eins og þess vegna er líka gaman að vera í vinnunni þar sem umhverfið er svona lifandi.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Fer að sofa svona milli klukkan ellefu og tólf og finnst mjög gott að lesa aðeins eða láta lesa fyrir mig og þar kemur „Storytel“ sterkt inn. Bókin má bara ekki vera of spennandi svo hún haldi fyrir mér vöku og sjálfsögðu eru það krimmar sem eru mínar uppáhalds bækur fyrir nóttina.“
Kaffispjallið Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Dellukallinn Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita fasteignafélags, er ekkert fyrir að dúlla sér á morgnana. Er ýmist kominn út á augnabliki eða korteri. Guðni segist frekar myndi velja að vera með Tinna í flugsætinu við hliðina á sér en Elon Musk. 13. september 2025 10:00 Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, segist hvorki vera A né B týpa; Hún sé C-týpa sem þýði að hún vill fara að sofa snemma og sofa út! „Ingunn mín er rólegt að gera hjá þér núna“ spyr eiginmaðurinn glöggi þegar Ingunn er eitthvað sunnan við sig. 6. september 2025 10:02 „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Víkings, væri alveg til í að geta spilað á gítar undir laginu Fram á nótt með Nýdönsk og horfir öfundaraugum til þeirra sem kunna að draga fram hljóðfæri í útilegum. Haukur smitast fljótt í söng og stemningu. 21. júní 2025 10:01 Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, er ekki góður söngvari. Að minnsta kosti hryllir fjölskyldunni við þegar hann fær lag á heilann og syngur það hástöfum. Blessunarlega erfðu börnin ekki þennan skort á sönghæfileikunum. 10. maí 2025 10:04 Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Forlagsins, viðurkennir að eiga erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli. En almennt telur hún sig tapsára í meðallagi. Sigþrúður stillir ekki vekjaraklukku heldur vaknar bara þegar hún vaknar. 14. júní 2025 10:00 Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
„Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Dellukallinn Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita fasteignafélags, er ekkert fyrir að dúlla sér á morgnana. Er ýmist kominn út á augnabliki eða korteri. Guðni segist frekar myndi velja að vera með Tinna í flugsætinu við hliðina á sér en Elon Musk. 13. september 2025 10:00
Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, segist hvorki vera A né B týpa; Hún sé C-týpa sem þýði að hún vill fara að sofa snemma og sofa út! „Ingunn mín er rólegt að gera hjá þér núna“ spyr eiginmaðurinn glöggi þegar Ingunn er eitthvað sunnan við sig. 6. september 2025 10:02
„Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Víkings, væri alveg til í að geta spilað á gítar undir laginu Fram á nótt með Nýdönsk og horfir öfundaraugum til þeirra sem kunna að draga fram hljóðfæri í útilegum. Haukur smitast fljótt í söng og stemningu. 21. júní 2025 10:01
Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, er ekki góður söngvari. Að minnsta kosti hryllir fjölskyldunni við þegar hann fær lag á heilann og syngur það hástöfum. Blessunarlega erfðu börnin ekki þennan skort á sönghæfileikunum. 10. maí 2025 10:04
Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Forlagsins, viðurkennir að eiga erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli. En almennt telur hún sig tapsára í meðallagi. Sigþrúður stillir ekki vekjaraklukku heldur vaknar bara þegar hún vaknar. 14. júní 2025 10:00