Með Banksy í stofunni heima Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. september 2025 11:31 Snæfríður Tindsdóttir fékk Banksy verk að gjöf frá móður sinni. SAMSETT „Mamma er listsafnari og mjög dugleg að spotta alls konar sniðugt,“ segir klínískri barnasálfræðineminn og listsafnarinn Snæfríður Blær Tindsdóttir sem fékk lítið og mjög svo einstakt verk í gjöf frá móður sinni eftir alræmda listamanninn Banksy. Banksy er breskur listamaður, aktivisti og kvikmyndagerðarmaður sem enginn veit í raun hver er eða hvernig lítur út. Hann er þekktur fyrir nýstárlega nálgun á listina og er hvað þekktastur hér á Íslandi fyrir að hafa gefið Jóni Gnarr verk þegar hann var borgarstjóri. Byrjaði sem gjörningur „Þetta er semsagt upplagsverk, verk sem kom í afmörkuðu upplagi, en byrjaði í raun sem gjörningur hjá Banksy sem sérhæfir sig í götulist og gjörningi. Hann umbreytti breskum tíu punda seðli og prentaði nokkur hundruð þúsund falsaða slíka, setti Díönu prinsessu inn á í stað drottningarinnar og breytti Bank of England í Banksy Bank sem dæmi,“ segir Snæfríður um verkið og bætir við að Banksy sjálfur og fleira fólk hafi svo mætt á stóra viðburði í Bretlandi og byrjað að dreifa þeim á fullu til fólks. Banksy umbreytti 10 punda seðli og verkið fer nú á um 600 þúsund krónur.Aðsend „Þetta var slatti af seðlum og þau fóru meðal annars á Notting Hill Carnival þar sem tug þúsundir koma saman. Fólk áttaði sig auðvitað ekki á því fyrst að þetta væri Banksy verk. Svo voru einhverjir sem pikkuðu upp á því og það er svo skemmtilegt, þetta byrjar sem gjörningur en breytist svo í upplagsverk sem verður ótrúlega verðmætt. Fólk er að framsetja þetta á ýmsa vegu, þar á meðal að ramma þetta inn eins og við. Sumir fengu þetta verk fyrir algjöra tilviljun og eru nú að ná að selja það á 3000 pund eða um sex hundruð þúsund íslenskar krónur.“ Draumur að opna gallerí Snæfríður er mikill listunnandi og kemur úr mjög skapandi fjölskyldu. Föðuramma hennar er Ragnheiður Jónsdóttir listakona og kvenskörungur og móðir Snæfríðar hefur einstaklega gott auga fyrir listinni. „Ég fékk verkið að gjöf frá mömmu. Mamma er listsafnari og mjög dugleg að spotta alls konar sniðugt en hún fann þetta á viðurkenndri sölusíðu.“ Snæfríður er mikill listunnandi og fagurkeri. Aðsend Hún segir áhuga sinn á Banksy hafa aukist til muna eftir að hún eignaðist verk eftir hann en hún hafi þó þekkt vel til hans fyrir. „Mér finnst líka svo ótrúlega gaman að safna list og ég hef án efa smitast svolítið af mömmu sem hefur verið dugleg að draga mig á ýmsar sýningar og verið dugleg að gefa mér listaverk í afmælis- og jólagjafir. Minn draumur er að geta sjálf opnað gallerí einhvern tíma,“ segir Snæfríður brosandi að lokum. Myndlist Menning Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fleiri fréttir Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Banksy er breskur listamaður, aktivisti og kvikmyndagerðarmaður sem enginn veit í raun hver er eða hvernig lítur út. Hann er þekktur fyrir nýstárlega nálgun á listina og er hvað þekktastur hér á Íslandi fyrir að hafa gefið Jóni Gnarr verk þegar hann var borgarstjóri. Byrjaði sem gjörningur „Þetta er semsagt upplagsverk, verk sem kom í afmörkuðu upplagi, en byrjaði í raun sem gjörningur hjá Banksy sem sérhæfir sig í götulist og gjörningi. Hann umbreytti breskum tíu punda seðli og prentaði nokkur hundruð þúsund falsaða slíka, setti Díönu prinsessu inn á í stað drottningarinnar og breytti Bank of England í Banksy Bank sem dæmi,“ segir Snæfríður um verkið og bætir við að Banksy sjálfur og fleira fólk hafi svo mætt á stóra viðburði í Bretlandi og byrjað að dreifa þeim á fullu til fólks. Banksy umbreytti 10 punda seðli og verkið fer nú á um 600 þúsund krónur.Aðsend „Þetta var slatti af seðlum og þau fóru meðal annars á Notting Hill Carnival þar sem tug þúsundir koma saman. Fólk áttaði sig auðvitað ekki á því fyrst að þetta væri Banksy verk. Svo voru einhverjir sem pikkuðu upp á því og það er svo skemmtilegt, þetta byrjar sem gjörningur en breytist svo í upplagsverk sem verður ótrúlega verðmætt. Fólk er að framsetja þetta á ýmsa vegu, þar á meðal að ramma þetta inn eins og við. Sumir fengu þetta verk fyrir algjöra tilviljun og eru nú að ná að selja það á 3000 pund eða um sex hundruð þúsund íslenskar krónur.“ Draumur að opna gallerí Snæfríður er mikill listunnandi og kemur úr mjög skapandi fjölskyldu. Föðuramma hennar er Ragnheiður Jónsdóttir listakona og kvenskörungur og móðir Snæfríðar hefur einstaklega gott auga fyrir listinni. „Ég fékk verkið að gjöf frá mömmu. Mamma er listsafnari og mjög dugleg að spotta alls konar sniðugt en hún fann þetta á viðurkenndri sölusíðu.“ Snæfríður er mikill listunnandi og fagurkeri. Aðsend Hún segir áhuga sinn á Banksy hafa aukist til muna eftir að hún eignaðist verk eftir hann en hún hafi þó þekkt vel til hans fyrir. „Mér finnst líka svo ótrúlega gaman að safna list og ég hef án efa smitast svolítið af mömmu sem hefur verið dugleg að draga mig á ýmsar sýningar og verið dugleg að gefa mér listaverk í afmælis- og jólagjafir. Minn draumur er að geta sjálf opnað gallerí einhvern tíma,“ segir Snæfríður brosandi að lokum.
Myndlist Menning Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fleiri fréttir Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira