Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2025 12:30 Jon Rahm og Shane Lowry með eiginkonum sínum í hátíðarkvöldverðinum í gærkvöld, fyrir Ryder-bikarinn. Samsett/Getty Áhorfendur þóttu fara yfir strikið í niðrandi köllum sínum síðast þegar Ryder-bikarinn fór fram í Bandaríkjunum en búist er við því að nú verði aftur allt reynt til þess að slá Evrópubúa út af laginu. Ryder-bikarinn hefst á föstudaginn með keppni í fjórmenningi og hefst bein útsending á Sýn Sport 4 klukkan 11. Síðdegis, eða klukkan 17, hefst svo útsending frá keppni í fjórbolta. Mótið heldur svo áfram á laugardag og sunnudag, í beinni á Sýn Sport 4. Evrópuliðið hefur sjaldan unnið Bandaríkin þegar keppt er vestan Atlantshafsins og tapaði 19-9 á Whistling Straits fyrir fjórum árum. Áhorfendur létu þar Evrópubúana fá það óþvegið og eftir mótið kvartaði Írinn Shane Lowry yfir því að meira að segja eiginkona hans hefði orðið fyrir barðinu á ljótum köllum áhorfenda. Það virðist stefna í eitthvað svipað í New York um helgina. Alla vega mátti Spánverjinn Jon Rahm þola háðsglósur þegar hann tók sitt fyrsta högg á æfingahring á þriðjudaginn: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ heyrðist þá kallað, samkvæmt frétt Daily Mail. Gæti orðið verra núna Fyrrverandi golfstjarnan og sérfræðingurinn Laura Davies segir kylfingana tólf sem keppa fyrir Evrópu þurfa að vera við öllu búnir. „Á Whistling Straits var svo sannarlega farið yfir strikið. Það var mikið um fúkyrði í garð vina og fjölskyldumeðlima kylfinganna, sem var ekki gott, því þeir voru einu stuðningsmennirnir þar sem að það máttu ekki vera neinir evrópskir stuðningsmenn vegna Covid,“ sagði Davies samkvæmt Metro. „Ég heyrði mikið af hræðilegum köllum í átt að keppendum og þó var mótið í krummaskuði, Whistling Straits. Núna verðum við í New York, með New York stuðningsmenn. Ég vona að þetta gangi ekki of langt en ég yrði ekki hissa ef þetta yrði aftur svona slæmt eða jafnvel verra,“ sagði Davies. Ryder-bikarinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport 4 föstudag, laugardag og sunnudag. Opnunarhátíðin verður á Sýn Sport 5 í kvöld klukkan 20. Hér má sjá lista yfir allar beinar útsendingar á íþróttarásum Sýnar. Ryder-bikarinn Golf Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Sjá meira
Ryder-bikarinn hefst á föstudaginn með keppni í fjórmenningi og hefst bein útsending á Sýn Sport 4 klukkan 11. Síðdegis, eða klukkan 17, hefst svo útsending frá keppni í fjórbolta. Mótið heldur svo áfram á laugardag og sunnudag, í beinni á Sýn Sport 4. Evrópuliðið hefur sjaldan unnið Bandaríkin þegar keppt er vestan Atlantshafsins og tapaði 19-9 á Whistling Straits fyrir fjórum árum. Áhorfendur létu þar Evrópubúana fá það óþvegið og eftir mótið kvartaði Írinn Shane Lowry yfir því að meira að segja eiginkona hans hefði orðið fyrir barðinu á ljótum köllum áhorfenda. Það virðist stefna í eitthvað svipað í New York um helgina. Alla vega mátti Spánverjinn Jon Rahm þola háðsglósur þegar hann tók sitt fyrsta högg á æfingahring á þriðjudaginn: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ heyrðist þá kallað, samkvæmt frétt Daily Mail. Gæti orðið verra núna Fyrrverandi golfstjarnan og sérfræðingurinn Laura Davies segir kylfingana tólf sem keppa fyrir Evrópu þurfa að vera við öllu búnir. „Á Whistling Straits var svo sannarlega farið yfir strikið. Það var mikið um fúkyrði í garð vina og fjölskyldumeðlima kylfinganna, sem var ekki gott, því þeir voru einu stuðningsmennirnir þar sem að það máttu ekki vera neinir evrópskir stuðningsmenn vegna Covid,“ sagði Davies samkvæmt Metro. „Ég heyrði mikið af hræðilegum köllum í átt að keppendum og þó var mótið í krummaskuði, Whistling Straits. Núna verðum við í New York, með New York stuðningsmenn. Ég vona að þetta gangi ekki of langt en ég yrði ekki hissa ef þetta yrði aftur svona slæmt eða jafnvel verra,“ sagði Davies. Ryder-bikarinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport 4 föstudag, laugardag og sunnudag. Opnunarhátíðin verður á Sýn Sport 5 í kvöld klukkan 20. Hér má sjá lista yfir allar beinar útsendingar á íþróttarásum Sýnar.
Ryder-bikarinn Golf Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Sjá meira