Upp­gjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal

Hjörvar Ólafsson skrifar
498537901_30106718595580072_6876351892248550940_n
vísir/diego

Haukar lögðu Fram að velli með fimm marka mun, 27-32 þegar liðin áttust við í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í kvöld.

Liðin voru jöfn að stigum með fjögur stig hvort lið fyrir þennan slag og leikurinn var sömuleiðis jafn á öllum tölum framan af fyrri hálfleik.

Breki Hrafn Árnason kom sterkur inn í markið undir lok fyrri hálfleiks og lagði grunn að því að Frammarar voru með tveggja marka forskot, 14-12, þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.

Sama spenna hélt áfram í seinni hálfleik og liðin skiptust á að hafa forystuna. Haukar komust svo þremur mörkum yfir, 25-22, þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir af leiknum.

Haukr juku forskotið á lokakafla leiksins og fóru að lokum með sadfas marka sigur af hólmi.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira