„Þetta var bara draumi líkast“ Hjörvar Ólafsson skrifar 25. september 2025 23:01 Darri Aronsson var vitanlega kampakátur með endurkomuna. Mynd/Haukar Þriggja ára þrautargöngu Darra Aronssonar, leikmanns Hauka, lauk í kvöld þegar hann snéri aftur inn á parketið að lokinni langri og erfiðri fjarveru vegna þrálátra meiðsla. Darri var augljóslega og eins og gefur að skilja himinlifandi að hafa getað sett harpix á puttana í keppnisleik að nýju. „Þetta var bara draumi líkast ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta hefur verið gríðarlega langur og erfiður tími. Ég hef lagt á mig mikla vinnu til þess að geta látið þetta verða að veruleika og nú er ég að uppskera eins og ég hef sáð. Það er gjörsamlega frábær tilfinning,“ sagði Darri sem kom inn í miðja vörn Haukaliðsins þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leik liðsins gegn Fram. Darri stóð sig feykilega vel í varnarleik sínum og lagði þung lóð á vogarskálina við að tryggja Haukum sigurinn. Darri hefur gengið í gegnum ýmislegt á handboltaferli sínum sem hefur verið þyrnum stráður. „Þetta hefur klárlega tekið töluvert á og reynt mikið á andlegu hliðina. Ég hélt að ég hefði masterað þolinmæði þegar ég sleit krossband ungur en ég hlaut mastersgráðuna endanlega að loknum þessum erfiða kafla. Nú bara tek ég einn dag í einu eins og ég hef gert síðustu þrjú árin. Ég er orðinn vel sjóaður í því að taka bara eitt skref í einu,“ sagði þessi sterki leikmaður. „Ég gæti ekki verið í betri höndum en hjá Ella sjúkraþjálfari sem hefur hjálpað mér ofboðslega mikið að komast á þann stað að geta spilað aftur. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir það. Framhaldið er algjörlega undir honum komið og ég fæ skýrslu á morgun hvernig næstu skref verða hjá mér,“ sagði hann. „Það voru alls konar tilfinningar sem bærðust innra með mér í aðdraganda leiksins. Fiðrildin voru mætt í magann, ég var mjög spenntur en á sama tíma auðvitað læðist að hræðsla um það hvernig líkaminn mun bregðast við í ljósi meiðslasögunnar. Það er bara mannlegt og eðlilegt,“ sagði Darri hálf meyr. „Þegar út í leikinn var hins vegar komið var ég ekkert að pæla í því hvað gæti gerst. Adrenalínið bara tók yfir og gleðin að vera kominn aftur inn á parketið í keppnisleik og geta látið til mín taka. Tilfinningin var nánast ólýsanleg, þetta er svakalega þýðingamikið fyrir mig,“ sagði Haukamaðurinn sem ljómaði allur þegar hann var beðinn um að lýsa því hvernig honum væri innanbrjósts. Olís-deild karla Haukar Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
„Þetta var bara draumi líkast ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta hefur verið gríðarlega langur og erfiður tími. Ég hef lagt á mig mikla vinnu til þess að geta látið þetta verða að veruleika og nú er ég að uppskera eins og ég hef sáð. Það er gjörsamlega frábær tilfinning,“ sagði Darri sem kom inn í miðja vörn Haukaliðsins þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leik liðsins gegn Fram. Darri stóð sig feykilega vel í varnarleik sínum og lagði þung lóð á vogarskálina við að tryggja Haukum sigurinn. Darri hefur gengið í gegnum ýmislegt á handboltaferli sínum sem hefur verið þyrnum stráður. „Þetta hefur klárlega tekið töluvert á og reynt mikið á andlegu hliðina. Ég hélt að ég hefði masterað þolinmæði þegar ég sleit krossband ungur en ég hlaut mastersgráðuna endanlega að loknum þessum erfiða kafla. Nú bara tek ég einn dag í einu eins og ég hef gert síðustu þrjú árin. Ég er orðinn vel sjóaður í því að taka bara eitt skref í einu,“ sagði þessi sterki leikmaður. „Ég gæti ekki verið í betri höndum en hjá Ella sjúkraþjálfari sem hefur hjálpað mér ofboðslega mikið að komast á þann stað að geta spilað aftur. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir það. Framhaldið er algjörlega undir honum komið og ég fæ skýrslu á morgun hvernig næstu skref verða hjá mér,“ sagði hann. „Það voru alls konar tilfinningar sem bærðust innra með mér í aðdraganda leiksins. Fiðrildin voru mætt í magann, ég var mjög spenntur en á sama tíma auðvitað læðist að hræðsla um það hvernig líkaminn mun bregðast við í ljósi meiðslasögunnar. Það er bara mannlegt og eðlilegt,“ sagði Darri hálf meyr. „Þegar út í leikinn var hins vegar komið var ég ekkert að pæla í því hvað gæti gerst. Adrenalínið bara tók yfir og gleðin að vera kominn aftur inn á parketið í keppnisleik og geta látið til mín taka. Tilfinningin var nánast ólýsanleg, þetta er svakalega þýðingamikið fyrir mig,“ sagði Haukamaðurinn sem ljómaði allur þegar hann var beðinn um að lýsa því hvernig honum væri innanbrjósts.
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti