Handbolti

Haukur hafði betur í Ís­lendinga­slagnum

Siggeir Ævarsson skrifar
Haukur skoraði fjögur mörk fyrir Rhein Neckar Löwen í dag
Haukur skoraði fjögur mörk fyrir Rhein Neckar Löwen í dag Vísir/Getty

Rhein Neckar Löwen og Leipzig mættust í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Haukur Þrastarson leikur með Löwen og Blær Hinriksson með Leipzig.

Þeir skoruðu báðir fjögur mörk í dag en mörkin frá Hauki töldu meira að þessu sinni þar sem Löwen vann leikinn 30-24. Haukur lagði sömuleiðis upp sex mörk í leiknum.

Leipzig er í miklu basli í upphafi leiktíðar og hefur ekki enn unnið leik eftir sex umferðir. Liðin endaði í 13. sæti í fyrra af 18 liðum og var Rúnar Sigtryggsson í kjölfarið látinn taka pokann sinn. Liðið situr nú í 17. sæti með eitt jafntefli og fimm töp í sarpnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×