Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2025 14:17 Gylfi Þór Sigurðsson og Steven Caulker voru ekki bara samherjar á Englandi. Þeir mættust einnig, til að mynda í þessum leik Swansea og QPR í ensku úrvalsdeildinni á nýársdag 2015. Getty/Scott Heavey Víkingur getur farið langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla í kvöld, með sigri gegn Stjörnunni í sannkölluðum stórleik í Garðabæ. Vinni Stjarnan er æsispennandi lokasprettur framundan. Fjögur stig skilja liðin að á toppi Bestu deildarinnar svo ef að Víkingur ynni í kvöld yrði liðið með sjö stiga forskot, á Stjörnuna og Val, og aðeins þrjár umferðir eftir. Erkifjendur Víkinga í Breiðabliki gætu einnig fagnað þessari niðurstöðu því þá myndi allt í einu opnast góður möguleiki fyrir liðið á að ná Evrópusæti af Val eða Stjörnunni, en Valur og Stjarnan mætast innbyrðis á laugardaginn. Caulker ekki tapað í Bestu deildinni Stjarnan hefur ekki tapað leik eftir komu Steven Caulker í sumar, í sjö leikjum, en gert tvö jafntefli og missti örlögin úr sínum höndum með markalausu jafntefli við FH í síðustu umferð. Þetta verður áttundi leikur Caulkers í Bestu deildinni en þessi 33 ára miðvörður mætir í kvöld í annað sinn sínum gamla liðsfélaga úr Swansea og Tottenham, Gylfa Þór Sigurðssyni. Gylfi skoraði tvö mörk úr vítum þegar þeir mættust í ágúst en Caulker gekk hins vegar sigri hrósandi af velli, eftir 4-2 sigur Stjörnunnar sem þó missti Þorra Mar Þórisson af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik. „Stórkostlegur leikmaður“ Gylfi og Caulker náðu sléttum fjörutíu leikjum saman í liðum Swansea og Tottenham á árunum 2012-13, eftir að Gylfi kom að láni til Swansea í ársbyrjun 2012 og var svo keyptur frá Hoffenheim til Tottenham um sumarið. Þá hafði hann skorað sjö mörk í aðeins átján deildarleikjum fyrir Swansea og átti svo síðar eftir að snúa aftur og raða inn fleiri mörkum fyrir félagið. „Hann var svo, svo góður fyrir okkur,“ sagði Caulker þegar hann minntist á Gylfa í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið. „Frábær leikmaður og frammistaðan auðvitað skilaði honum svo til Spurs tímabilið á eftir, þegar ég var kominn aftur þangað. Ég þekki hann því vel og fyrir mér er hann stórkostlegur leikmaður,“ sagði Caulker sem þarf væntanlega að kljást við þennan stórkostlega leikmann klukkan 19:15 í kvöld. Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira
Fjögur stig skilja liðin að á toppi Bestu deildarinnar svo ef að Víkingur ynni í kvöld yrði liðið með sjö stiga forskot, á Stjörnuna og Val, og aðeins þrjár umferðir eftir. Erkifjendur Víkinga í Breiðabliki gætu einnig fagnað þessari niðurstöðu því þá myndi allt í einu opnast góður möguleiki fyrir liðið á að ná Evrópusæti af Val eða Stjörnunni, en Valur og Stjarnan mætast innbyrðis á laugardaginn. Caulker ekki tapað í Bestu deildinni Stjarnan hefur ekki tapað leik eftir komu Steven Caulker í sumar, í sjö leikjum, en gert tvö jafntefli og missti örlögin úr sínum höndum með markalausu jafntefli við FH í síðustu umferð. Þetta verður áttundi leikur Caulkers í Bestu deildinni en þessi 33 ára miðvörður mætir í kvöld í annað sinn sínum gamla liðsfélaga úr Swansea og Tottenham, Gylfa Þór Sigurðssyni. Gylfi skoraði tvö mörk úr vítum þegar þeir mættust í ágúst en Caulker gekk hins vegar sigri hrósandi af velli, eftir 4-2 sigur Stjörnunnar sem þó missti Þorra Mar Þórisson af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik. „Stórkostlegur leikmaður“ Gylfi og Caulker náðu sléttum fjörutíu leikjum saman í liðum Swansea og Tottenham á árunum 2012-13, eftir að Gylfi kom að láni til Swansea í ársbyrjun 2012 og var svo keyptur frá Hoffenheim til Tottenham um sumarið. Þá hafði hann skorað sjö mörk í aðeins átján deildarleikjum fyrir Swansea og átti svo síðar eftir að snúa aftur og raða inn fleiri mörkum fyrir félagið. „Hann var svo, svo góður fyrir okkur,“ sagði Caulker þegar hann minntist á Gylfa í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið. „Frábær leikmaður og frammistaðan auðvitað skilaði honum svo til Spurs tímabilið á eftir, þegar ég var kominn aftur þangað. Ég þekki hann því vel og fyrir mér er hann stórkostlegur leikmaður,“ sagði Caulker sem þarf væntanlega að kljást við þennan stórkostlega leikmann klukkan 19:15 í kvöld.
Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira