Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2025 14:17 Gylfi Þór Sigurðsson og Steven Caulker voru ekki bara samherjar á Englandi. Þeir mættust einnig, til að mynda í þessum leik Swansea og QPR í ensku úrvalsdeildinni á nýársdag 2015. Getty/Scott Heavey Víkingur getur farið langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla í kvöld, með sigri gegn Stjörnunni í sannkölluðum stórleik í Garðabæ. Vinni Stjarnan er æsispennandi lokasprettur framundan. Fjögur stig skilja liðin að á toppi Bestu deildarinnar svo ef að Víkingur ynni í kvöld yrði liðið með sjö stiga forskot, á Stjörnuna og Val, og aðeins þrjár umferðir eftir. Erkifjendur Víkinga í Breiðabliki gætu einnig fagnað þessari niðurstöðu því þá myndi allt í einu opnast góður möguleiki fyrir liðið á að ná Evrópusæti af Val eða Stjörnunni, en Valur og Stjarnan mætast innbyrðis á laugardaginn. Caulker ekki tapað í Bestu deildinni Stjarnan hefur ekki tapað leik eftir komu Steven Caulker í sumar, í sjö leikjum, en gert tvö jafntefli og missti örlögin úr sínum höndum með markalausu jafntefli við FH í síðustu umferð. Þetta verður áttundi leikur Caulkers í Bestu deildinni en þessi 33 ára miðvörður mætir í kvöld í annað sinn sínum gamla liðsfélaga úr Swansea og Tottenham, Gylfa Þór Sigurðssyni. Gylfi skoraði tvö mörk úr vítum þegar þeir mættust í ágúst en Caulker gekk hins vegar sigri hrósandi af velli, eftir 4-2 sigur Stjörnunnar sem þó missti Þorra Mar Þórisson af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik. „Stórkostlegur leikmaður“ Gylfi og Caulker náðu sléttum fjörutíu leikjum saman í liðum Swansea og Tottenham á árunum 2012-13, eftir að Gylfi kom að láni til Swansea í ársbyrjun 2012 og var svo keyptur frá Hoffenheim til Tottenham um sumarið. Þá hafði hann skorað sjö mörk í aðeins átján deildarleikjum fyrir Swansea og átti svo síðar eftir að snúa aftur og raða inn fleiri mörkum fyrir félagið. „Hann var svo, svo góður fyrir okkur,“ sagði Caulker þegar hann minntist á Gylfa í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið. „Frábær leikmaður og frammistaðan auðvitað skilaði honum svo til Spurs tímabilið á eftir, þegar ég var kominn aftur þangað. Ég þekki hann því vel og fyrir mér er hann stórkostlegur leikmaður,“ sagði Caulker sem þarf væntanlega að kljást við þennan stórkostlega leikmann klukkan 19:15 í kvöld. Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Fjögur stig skilja liðin að á toppi Bestu deildarinnar svo ef að Víkingur ynni í kvöld yrði liðið með sjö stiga forskot, á Stjörnuna og Val, og aðeins þrjár umferðir eftir. Erkifjendur Víkinga í Breiðabliki gætu einnig fagnað þessari niðurstöðu því þá myndi allt í einu opnast góður möguleiki fyrir liðið á að ná Evrópusæti af Val eða Stjörnunni, en Valur og Stjarnan mætast innbyrðis á laugardaginn. Caulker ekki tapað í Bestu deildinni Stjarnan hefur ekki tapað leik eftir komu Steven Caulker í sumar, í sjö leikjum, en gert tvö jafntefli og missti örlögin úr sínum höndum með markalausu jafntefli við FH í síðustu umferð. Þetta verður áttundi leikur Caulkers í Bestu deildinni en þessi 33 ára miðvörður mætir í kvöld í annað sinn sínum gamla liðsfélaga úr Swansea og Tottenham, Gylfa Þór Sigurðssyni. Gylfi skoraði tvö mörk úr vítum þegar þeir mættust í ágúst en Caulker gekk hins vegar sigri hrósandi af velli, eftir 4-2 sigur Stjörnunnar sem þó missti Þorra Mar Þórisson af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik. „Stórkostlegur leikmaður“ Gylfi og Caulker náðu sléttum fjörutíu leikjum saman í liðum Swansea og Tottenham á árunum 2012-13, eftir að Gylfi kom að láni til Swansea í ársbyrjun 2012 og var svo keyptur frá Hoffenheim til Tottenham um sumarið. Þá hafði hann skorað sjö mörk í aðeins átján deildarleikjum fyrir Swansea og átti svo síðar eftir að snúa aftur og raða inn fleiri mörkum fyrir félagið. „Hann var svo, svo góður fyrir okkur,“ sagði Caulker þegar hann minntist á Gylfa í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið. „Frábær leikmaður og frammistaðan auðvitað skilaði honum svo til Spurs tímabilið á eftir, þegar ég var kominn aftur þangað. Ég þekki hann því vel og fyrir mér er hann stórkostlegur leikmaður,“ sagði Caulker sem þarf væntanlega að kljást við þennan stórkostlega leikmann klukkan 19:15 í kvöld.
Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira