Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2025 07:32 Davíð Smári Lamude náði einstökum árangri sem þjálfari Vestra sem vann sinn fyrsta stóra titil undir hans stjórn. vísir/Diego Sérfræðingar Stúkunnar fengu þær fréttir nánast í beinni útsendingu í gærkvöld að Davíð Smári Lamude væri hættur sem þjálfari bikarmeistara Vestra í fótbolta. Fréttirnar komu þeim í opna skjöldu. „Hún hefur lengst ansi mikið þessi bikarþynnka hjá þeim og einkenni liðsins hrunið af þeim, því miður fyrir þá. En maður veit ekkert hvað hefur gengið á á bakvið tjöldin,“ sagði Ólafur Kristjánsson í Stúkunni í gærkvöld en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan ræddi brotthvarf Davíðs Smára Eins og fram kom í Stúkunni í gær hefur Vestri aðeins fengið eitt stig úr síðustu sex leikjum í Bestu deildinni, og fengið á sig tuttugu mörk í þessum leikjum. Áður hafði liðið fengið 26 stig úr 18 leikjum og aðeins 17 mörk á sig. „Hætti hann? Var hann látinn taka pokann? Hvað gerðist?“ velti Arnar Grétarsson fyrir sér. Hann sagði árangur bikarmeistara Vestra, sem var í Lengjudeild þegar Davíð tók við liðinu, benda til þess að hann hefði sjálfur ákveðið að stíga frá borði: „Þetta er gæi sem kemur þarna og er búinn að gera flotta hluti; koma þeim upp og gera þá að bikarmeisturum. Þeir eru fyrir ofan fallsæti. Ég myndi því ætla að hann hafi ekki verið látinn taka pokann sinn. Það kæmi mér verulega á óvart ef það væri niðurstaðan. En maður er bara að fabúlera og veit ekki hvað hefur gerst,“ sagði Arnar en síðasti leikur Vestra undir stjórn Davíðs var 5-0 tap á heimavelli gegn ÍBV. „Þetta kemur rosalega á óvart. Ef maður hlustar á viðtalið við hann eftir leik þá er hann að tala um að einhverjir leikmenn hafi kannski ekki verið alveg að standa sína plikt. Talar svo mikið um „okkur“. „Við“ þurfum að biðla til fólksins sem er að styðja okkur. Svo fáum við bara þessar fréttir,“ sagði Ólafur. Hann benti á að samband Davíðs og Samúels Samúelssonar, formanns meistaraflokksráðs Vestra, hefði ávallt virst hnökralaust út á við: „Þannig að þetta kemur gríðarlega á óvart. Við sjáum að eftir bikarúrslitaleikinn hefur heldur betur sigið á ógæfuhliðina en ég tek undir með Adda um að það er erfitt að vera að fabúlera eitthvað. Þetta er eins og köld vatnsgusa.“ Besta deild karla Vestri Stúkan Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Hún hefur lengst ansi mikið þessi bikarþynnka hjá þeim og einkenni liðsins hrunið af þeim, því miður fyrir þá. En maður veit ekkert hvað hefur gengið á á bakvið tjöldin,“ sagði Ólafur Kristjánsson í Stúkunni í gærkvöld en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan ræddi brotthvarf Davíðs Smára Eins og fram kom í Stúkunni í gær hefur Vestri aðeins fengið eitt stig úr síðustu sex leikjum í Bestu deildinni, og fengið á sig tuttugu mörk í þessum leikjum. Áður hafði liðið fengið 26 stig úr 18 leikjum og aðeins 17 mörk á sig. „Hætti hann? Var hann látinn taka pokann? Hvað gerðist?“ velti Arnar Grétarsson fyrir sér. Hann sagði árangur bikarmeistara Vestra, sem var í Lengjudeild þegar Davíð tók við liðinu, benda til þess að hann hefði sjálfur ákveðið að stíga frá borði: „Þetta er gæi sem kemur þarna og er búinn að gera flotta hluti; koma þeim upp og gera þá að bikarmeisturum. Þeir eru fyrir ofan fallsæti. Ég myndi því ætla að hann hafi ekki verið látinn taka pokann sinn. Það kæmi mér verulega á óvart ef það væri niðurstaðan. En maður er bara að fabúlera og veit ekki hvað hefur gerst,“ sagði Arnar en síðasti leikur Vestra undir stjórn Davíðs var 5-0 tap á heimavelli gegn ÍBV. „Þetta kemur rosalega á óvart. Ef maður hlustar á viðtalið við hann eftir leik þá er hann að tala um að einhverjir leikmenn hafi kannski ekki verið alveg að standa sína plikt. Talar svo mikið um „okkur“. „Við“ þurfum að biðla til fólksins sem er að styðja okkur. Svo fáum við bara þessar fréttir,“ sagði Ólafur. Hann benti á að samband Davíðs og Samúels Samúelssonar, formanns meistaraflokksráðs Vestra, hefði ávallt virst hnökralaust út á við: „Þannig að þetta kemur gríðarlega á óvart. Við sjáum að eftir bikarúrslitaleikinn hefur heldur betur sigið á ógæfuhliðina en ég tek undir með Adda um að það er erfitt að vera að fabúlera eitthvað. Þetta er eins og köld vatnsgusa.“
Besta deild karla Vestri Stúkan Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira