Tónlist

Djúpt snortinn yfir við­brögðum sam­fé­lagsins

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Páll Óskar og Benni HemmHemm voru að gefa út plötuna Alveg.
Páll Óskar og Benni HemmHemm voru að gefa út plötuna Alveg. Rec Media

Ég er algjörlega í skýjunum, segir tónlistarmaðurinn og goðsögnin Páll Óskar sem var að gefa út plötuna Alveg með Benna HemmHemm. Þeir fögnuðu útgáfu með flottu hlustunarpartýi á Kjarval og skáluðu í kampavíni en Páll Óskar segir lögin óumflýjanlega eiga vel við í samfélaginu í dag.

Gleðiteiti og stórtónleikapartý

„Við héldum smá gleðiteiti til að fagna plötunni og vínylnum. Svo fluttum við auðvitað lagið Eitt af blómunum í Gísla Marteini og viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Palli. 

Þetta öfluga tvíeyki ætlar svo að halda tvenna tónleika í Austurbæjarbíói 8. og 9. október næstkomandi.

„Við erum á fullu að æfa hljómsveitina. Þetta verður gríðarstórt show, erum ekki bara með tólf manna band eins og var hjá Gísla Marteini heldur verður sömuleiðis risa kór með okkur og hátt í fjörutíu manns saman á sviðinu. 

Þetta verður bara eins og lifandi listaverk þar sem við tökum alla plötuna eins og hún kemur úr kúnni ásamt því að taka helstu partýhittara hvors annars líka. Þetta verður alvöru partý og ástin og fjörið verður í forgrunni.“

Lag sem endurspeglar samtímann óvart

Móttökurnar hafa ekki staðið á sér að sögn Palla. 

„Ég er algjörlega í skýjunum og við erum svo þakklátir eftir þessar móttökur, sérstaklega eftir Gísla Martein. Það er auðséð að fólk var djúpt snortið yfir þessu lagi og þessum texta.

Ég hef aldrei verið á þessum stað í lífinu, að vera með fulltilbúið lag í höndunum á nákvæmlega sama tíma og öll þjóðin er akkúrat að tala um þetta, þessa eineltis stemningu í samfélaginu og heiminum öllum þar sem tuddar eru hreinlega að ráðast á minnihlutahópa með skipulögðum hætti.

Þetta eru ekki bara hrekkjusvínin á skólalóðinni að stríða minni máttar, þetta eru alþingismenn, áhrifafólk og einræðisherrar um allan heim. Ég held að akkúrat þess vegna hafi fólk verið svona djúpt snortið yfir þessu.“

Glæsilegir gestir

Hann segir að platan sé hrá og einlæg en útgangspunkturinn hafi þó ekki verið þetta.

„Platan er auðvitað að snerta á þessu, ég er fyrst og fremst að skrifa þetta út frá minni persónulegu upplifun en svo bara á þetta við á svo miklu miklu stærri skala.“

Palli segist að lokum fullur tilhlökkunar að koma fram í Austurbæjarbíói með Benna HemmHemm og öllum hópnum. Hér má finna nánari upplýsingar um tónleikana og hér má nálgast nánari upplýsingar um vínylplötuna.

Það var líf og fjör í útgáfuteitinu á Vinnustofu Kjarval en Eiríkur hjá Rec Media var á svæðinu og náði þessum skemmtilegu myndum:

Laimonas Dom Baranauskas lét sig ekki vanta.Rec Media
Benni HemmHemm á góðu spjalli.Rec Media
Árita vinylinn.Rec Media
Palli söng af innlifun.Rec Media
Tvíeykið spilaði plötuna og tók nokkur lög.Rec Media
Stuð!Rec Media
Tónlistar- og listakonurnar Urður og Lóa voru í stuði.Rec Media
Glæsilegur salur í Fantasíu.Rec Media
Palli spjallaði við gesti.Rec Media
Þorbjörg Þorvaldsdóttir samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna '78 glæsileg.Rec Media
Söngur og stuð!Rec Media
Benni HemmHemm, Laimonas og Palli.Rec Media
Benni HemmHemm.Rec Media
Áritanir og fjör.Rec Media
Skvísur.Rec Media
Knús í hús!Rec Media
Laimonas og Palli sáttir með viðburðinn.Rec Media
Gleði og gaman.Rec Media
Kristjana Stefánsdóttir söngkona og Óli Palli úvarpsgoðsögn.Rec Media
Vel sóttur viðburður.Rec Media
Gleði!Rec Media
Jóhanna María Eyjólfsdóttir gleðigjafi geislaði.Rec Media
Valgeir Skorri og Hrafnkell Kaktus.Rec Media
Palli horfir aðdáunaraugum á Benna HemmHemm.Rec Media





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.