Íslenski boltinn

„Ó­trú­lega gaman að sjá þessa stelpu dafna“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Guðni var hrifinn af frammistöðu Thelmu Karenar, sem hann hefur þjálfað síðan í 6. flokki.
Guðni var hrifinn af frammistöðu Thelmu Karenar, sem hann hefur þjálfað síðan í 6. flokki.

Guðni Eiríksson þjálfari FH var ánægður með stigin þrjú í Garðabænum í kvöld, en hans konur þurftu heldur betur að hafa fyrir þeim gegn ólseigu Stjörnuliði.

„Þetta var torsóttur sigur, við þurftum að hafa fyrir þessu. Við missum fókus varnarlega. Við fáum á okkur mark strax í byrjun, við fáum okkur mark rétt fyrir leikhlé, við fáum á okkur mark hérna undir lokin. Við þurfum að gera betur þar. En burtséð frá mörkunum sem við fáum á okkur þá gerum við góð fjögur mörk og náum ágætis stjórn á þessu á löngum köflum í leiknum.“

Macy Elisabeth gerði sig seka um slæm mistök í fyrsta marki leiksins, en bætti heldur betur upp fyrir það með góðum vörslum þegar á leikinn leið. Þar á meðal varði hún vítaspyrnu frá Gyðu Kristínu. Guðni var ánægður með sína konu.

„Þegar þú ert markvörður þá máttu ekki verða lítill í þér þegar þú gerir mistök, og hún gerði klárlega mistök þarna í byrjun. En hún svaraði fyrir það, hún ver vítið frábærlega og svo varði hún á krítískum augnablikum og það skiptir sköpum. Það eru oft svona x-factorar sem að geta skipt sköpum fyrir það hvoru megin þú ert við línuna.“

Thelma Karen var stórkostleg í FH liðinu, setti tvö mörk og var stanslaus ógn upp við mark Garðbæinga. Frammistaða hennar kom Guðna lítið á óvart.

„Það er ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna. Ég er búinn að þjálfa hana síðan hún var í 6. flokk. Ég er búinn að sjá hana fara upp og hún er á frábærum stað í dag. Hennar framtíð er rosalega björt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×