Handbolti

Ís­lenska tríóið fagnaði frá­bærum sigri í toppslag

Sindri Sverrisson skrifar
Andrea Jacobsen var öflug fyrir Blomberg-Lippe í toppslagnum í kvöld.
Andrea Jacobsen var öflug fyrir Blomberg-Lippe í toppslagnum í kvöld. Getty/Sven Hoppe

Íslendingaliðið Blomberg-Lippe, með þrjár íslenskar landsliðskonur innanborðs, fagnaði frábærum 35-31 sigri gegn Flames í toppslag í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld, 35-31.

Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði fjögur marka Blomberg-Lippe í kvöld, Andrea Jacobsen þrjú og Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði úr báðum skotum sínum. Andrea átti auk þess þrjár stoðsendingar og Díana eina.

Leikurinn var nokkuð jafn lengst af og voru gestirnir í liði Flames með frumkvæðið í fyrri hálfleiknum en Blomberg-Lippe jafnaði þó í 17-17 áður en honum lauk. Gestirnir skoruðu svo fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik en þá tóku heimakonur við sér og náðu forskoti sem þær létu aldrei alveg af hendi, þó að munurinn væri bara 2-3 mörk á lokakaflanum.

Þetta var fyrsta tap Flames á leiktíðinni og er Blomberg-Lippe því eitt á toppi deildarinnar núna með fullt hús stiga eftir fimm leiki, eða tíu stig, tveimur stigum fyrir ofan Flames.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×