Handbolti

Elín Klara var frá­bær en ekkert gekk hjá Al­dísi Ástu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Klara Þorkelsdóttir er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.
Elín Klara Þorkelsdóttir er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. vísir/Hulda Margrét

Tvær íslenskar handboltakonur voru í stórum hlutverkum í sænska handboltanum en báðar þurftu að sætta sig við tap með sínu liði. Þetta var samt mjög ólíkur dagur hjá íslensku stelpunum.

Elín Klara Þorkelsdóttir var frábær með liði Sävehof sem gaf eftir á lokakaflanum og tapaði illa með níu mörkum á útivelli á móti Höörs HK, 31-22.

Elín Klara var allt í öllu í liði Sävehof og skoraði alls tíu mörk í leiknum. Hún skoraði fjórum mörkum meira en næsta kona í hennar liði.

Elín skoraði fimm mörk úr vítum og nýtti fimm af átta skotum sínum utan af velli.

Sävehof var yfir í leiknum í seinni hálfleik en þá fór allt að ganga á afturfótunum og liðið missti frá sér leikinn.

Þetta var fyrsta tap Sävehof í deildinni í vetur en liðið hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína.

Aldís Ásta Heimisdóttir og félagar hjá Svíþjóðarmeisturum Skara urðu líka að sætta sig við tap en liðið tapaði með fimm mörkum á útivelli á móti Önnereds, 28-23.

Það gekk ekkert upp hjá Aldísi sem nýtti aðeins eitt af átta skotum sínum í leiknum. Hún átti eina stoðsendingu en þetta var hauskúpuleikur á hennar mælikvarða.

Það munaði miklu um það enda Aldís vanalega í stóru hlutverki hjá liðinu.

Skara hefur nú tapað tveimur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×