Handbolti

Viktor Gísli í sigur­liði í Meistara­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er á sínu fyrsta tímabili með Barcelona.
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er á sínu fyrsta tímabili með Barcelona. Getty/Ruben De La Rosa

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Barcelona sóttu tvö stig til Norður-Makedóníu í Meistaradeildinni í kvöld.

Barcelona vann leikinn á endanum með fjögurra marka mun, 34-30, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13.

Danski markvörðurinn Emil Nielsen byrjaði í markinu en Viktor Gísli fékk líka heilmikið að spila.

Viktor varði þrjú af sextán skotum eða tæplega nítján prósent skota. Nielsen varði fjögur af 21 skoti eða rétt rúmlega nítján prósent skota.

Barcelona hefur unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í Meistaradeildinni í vetur eða alla leiki nema þann á móti Magdeburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×