Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. október 2025 11:00 Gunnar Vatnhamar og aðrir Færeyingar hafa haft mikla ástæðu til að fagna að undanförnu. Samsett/Vísir/Ívar/Færeyska knattspyrnusambandið Svo virðist sem allt sem Færeyingurinn Gunnar Vatnhamar snerti þessa dagana verði að gulli. Hann er Íslandsmeistari með Víkingi og nær sögulegum árangri sem fyrirliði landsliðsins. Færeyjar unnu Svartfellinga 4-0 í Þórshöfn fyrir helgina og fylgdu því eftir með fræknum 2-1 sigri á Tékkum á sunnudagskvöld. Ótrúlegur árangur liðsins sem er stigi frá umspilssæti, með 12 stig í riðlinum, og hafa aldrei fengið fleiri. „Stemningin var rafmögnuð bæði á Þórsvelli og líka eftir leikinn. Okkur var hrósað á samfélagsmiðlum og af vinum og vandamönnum heima. Það er magnað hvað allir eru sammála um að styðja okkur þótt við hefðum átt tvö erfið ár,“ segir Gunnar og bætir við: „Það er erfitt að ná góðum úrslitum gegn stærri þjóðum en við höfum fundið það undanfarin misseri að okkur fer fram. Nú höfum við sýnt umheiminum það.“ Hvatti handboltaliðið til sigurs Gunnar kom aftur til Íslands seinni partinn í gær og fór beint af flugvellinum í Lambhagahöllina. Þar var hann í stúkunni íklæddur færeysku landsliðstreyjunni, og hvatti sínar konur til sigurs á Íslandi. „Ég er ekki mikið inni í handbolta en það sem ég sá var magnað. Annar sigur hjá okkur.“ Handboltalandsliðin tvö, karla og kvenna, fóru í fyrsta sinn á stórmót í fyrra. Gunnar segir fótboltaliðið sækja innblástur þangað. „Þetta hafði sterk áhrif á færeysku þjóðina. Fólk fékk meiri trú á þessu, meiri eldmóð og sjálfstraust. Það má þakka handboltalandsliðunum fyrir þann aukakraft sem gerði okkur kleift að ná lengra og öðlast trú á okkur sjálfum. Sem betur fer getum við þetta líka í fótboltanum,“ segir Gunnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Gunnar Vatnhamar ræðir sögulegan árangur og ótrúleg íþróttaafrek Færeyinga Færeyski boltinn Færeyjar Víkingur Reykjavík Besta deild karla HM 2026 í fótbolta Íslenski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Færeyjar unnu Svartfellinga 4-0 í Þórshöfn fyrir helgina og fylgdu því eftir með fræknum 2-1 sigri á Tékkum á sunnudagskvöld. Ótrúlegur árangur liðsins sem er stigi frá umspilssæti, með 12 stig í riðlinum, og hafa aldrei fengið fleiri. „Stemningin var rafmögnuð bæði á Þórsvelli og líka eftir leikinn. Okkur var hrósað á samfélagsmiðlum og af vinum og vandamönnum heima. Það er magnað hvað allir eru sammála um að styðja okkur þótt við hefðum átt tvö erfið ár,“ segir Gunnar og bætir við: „Það er erfitt að ná góðum úrslitum gegn stærri þjóðum en við höfum fundið það undanfarin misseri að okkur fer fram. Nú höfum við sýnt umheiminum það.“ Hvatti handboltaliðið til sigurs Gunnar kom aftur til Íslands seinni partinn í gær og fór beint af flugvellinum í Lambhagahöllina. Þar var hann í stúkunni íklæddur færeysku landsliðstreyjunni, og hvatti sínar konur til sigurs á Íslandi. „Ég er ekki mikið inni í handbolta en það sem ég sá var magnað. Annar sigur hjá okkur.“ Handboltalandsliðin tvö, karla og kvenna, fóru í fyrsta sinn á stórmót í fyrra. Gunnar segir fótboltaliðið sækja innblástur þangað. „Þetta hafði sterk áhrif á færeysku þjóðina. Fólk fékk meiri trú á þessu, meiri eldmóð og sjálfstraust. Það má þakka handboltalandsliðunum fyrir þann aukakraft sem gerði okkur kleift að ná lengra og öðlast trú á okkur sjálfum. Sem betur fer getum við þetta líka í fótboltanum,“ segir Gunnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Gunnar Vatnhamar ræðir sögulegan árangur og ótrúleg íþróttaafrek Færeyinga
Færeyski boltinn Færeyjar Víkingur Reykjavík Besta deild karla HM 2026 í fótbolta Íslenski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira