Handbolti

Framarar enduðu langa taphrinu með sann­færandi sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ívar Logi Styrmisson var markahæstur hjá Fram í kvöld.
Ívar Logi Styrmisson var markahæstur hjá Fram í kvöld. Vísir/Anton

Íslandsmeistarar Fram unnu langþráðan sigur í Olís deild karla í handbolta í kvöld.

Fram vann þá fjögurra marka sigur á botnliði ÍR, 37-33, í Lambhagahöllinni. ÍR-ingar björguðu andlitinu i lokin en yfirburðirnir voru miklir hjá Fram.

Framliðið var búið að tapa fjórum deildarleikjum í röð og einum Evrópuleik að auki en þetta var fyrsti deildarsigurliðsins síðan 13. september.

Það var aftur á móti engin spurning um sigurvegari í kvöld enda áttu ÍR-ingar fá svör. Fram var komið tíu mörkum yfir í hálfleik, 20-10.

Ívar Logi Styrmisson nýtti öll átta skotin sín og var markahæstur hjá Fram en Arnar Snær Magnússon skoraði sex mörk. Max Emil Stenlund og Erlendur Guðmundsson voru báðir með fjögur mörk.

Arnór Máni Daðason átti mjög góðan leik í Frammarkinu og varði 22 skot.

Bernard Kristján Owusu Darkoh og Baldur Fritz Bjarnason skoruðu báðir átta mörk fyrir ÍR og Jökull Blöndal Björnsson var með sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×